Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar 25. mars 2025 14:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. Veiðigjöld eru gjöld sem útgerðir greiða fyrir sérafnotarétt sinn af sameiginlegum auðlindum okkar allra. Við nýlegt mat atvinnuvegaráðuneytisins á veiðigjöldum hefur komið í ljós að þau endurspegla ekki raunverulegt aflaverðmæti nytjastofna og því er þörf á breytingum. Reiknistofn miðar ekki við raunverulegt markaðsvirði Veiðigjöldin eru reiknuð þannig að 33,33% af hagnaði veiða renni til ríkissjóðs en afgangurinn verður eftir hjá útgerð. Við skoðun ráðuneytisins hefur komið í ljós að reiknistofn fiskverðs hefur verið vanmetin þar sem stuðst hefur verið við verð frá Verðlagstofu skiptaverðs en ekki raunverulegt markaðsvirði. Stærstur hluti viðskipta með veiddan fisk fer fram í gegnum lóðrétt, samþætt fyrirtæki, eða í einföldu máli sagt: Frá útgerð til vinnslu sem er í eigu sömu aðila og þá oftast á undirverði. Verðmyndun þessara viðskipta hefur því ekki verið í samræmi við verðmyndun á mörkuðum. Þetta ætlum við að leiðrétta. Framlegð útgerðarfélaga færi úr 94 milljörðum í 84 milljarða Miðað við ofangreinda leiðréttingu má áætla að veiðigjöld muni skila 10 milljörðum kr í ríkissjóð til viðbótar við þá 10,2 milljarða sem nú eru greiddir. Þetta eru háar tölur en ef miðað er við greiningar sem gerðar hafa verið má sjá að hefðu veiðigjöld verið leiðrétt fyrir árið 2023 hefði framlegð (EBITDA) útgerðarfélaga farið úr 93,8 milljörðum í 84,2 milljarða. Samanlagður hagnaður félaganna hefði minnkað úr 67,5 milljörðum niður í 59,9 milljarða. Útgerðarfyrirtækin eru því vel aflögufær og gott er að minna á að veiðigjöld eru aðeins innheimt af hagnaði, þ.e. aðeins þegar vel gengur. Veiðigjöld standa ekki undir kostnaði við þjónustu Leiðrétting veiðigjalda er viðleitni ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um að útgerðarfyrirtæki greiði eðlilegt gjald fyrir sérafnotarétt af auðlindinni. Það má líka vel halda því til haga að árið 2023 var heildarkostnaður við þjónustu ríkisins við sjávarútveg um 11 milljarðar króna. Tekjur af veiðigjaldi standa því ekki einu sinni undir þessum grunnkostnaði. Það er þó eitt af markmiðum gjaldsins auk þess sem það á að tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar og nýta auknar tekjur við brýn verkefni eins og vegagerð um land allt. Að lokum er svo rétt að taka fram að þrátt fyrir þessa leiðréttingu á veiðigjaldinu eru engar breytingar fyrirhugaðar á því fiskveiðistjórnunarkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandsmiðum undanfarna áratugi. Höfundur er atvinnuvegaráðherra.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun