Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 26. mars 2025 07:00 Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Bára R. Ómarsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun fara fram rektorskosningar við Háskóla Íslands. Ég býð mig fram til að leiða þessa frábæru stofnun af því ég trúi á kraftinn sem býr í henni og möguleikana sem hún hefur til að móta samfélagið. Ég er stolt af því að vera ein þeirra sem starfa við HÍ, einstakan þjóðskóla sem gegnir lykilhlutverki í þekkingarsköpun á Íslandi. Hér vinnur samhentur hópur fræðafólks og stúdenta, auk starfsfólks í stjórnsýslu og stoðþjónustu, saman að því að byggja upp betra samfélag á grunni fræða, rannsókna og menntunar. Við höfum á að skipa metnaðarfullum kennurum sem byggja kennslu sína á rannsóknum og miðla þeim þannig til nýrra kynslóða. Þessi hópur leggur sig fram við að þróa og innleiða nýja kennsluhætti og þarf til þess öflugan stuðning og faglega umgjörð sem starfsfólk stjórnsýslu og stoðdeilda veitir. Þetta samstarf er hjartað í starfi háskólans – og það þarf að fá að blómstra. Sem rektor vil ég efla Háskóla Íslands enn frekar. Ég vil draga úr kennsluálagi og tryggja að kennarar hafi tíma og svigrúm til að stunda rannsóknir, þróa nýja hugmyndir og vera í nánum tengslum við stúdenta. Ég vil nýta tækni betur í kennslu, auka sveigjanleika í námi og kanna möguleika á nýtingu gervigreindar með ábyrgum hætti – bæði í kennslu og stjórnsýslu. Við eigum ekki að óttast nýja tækni, heldur kenna nemendum og starfsfólki að nota hana faglega, af skynsemi og gagnrýni. Hagsmunir stúdenta hafa verið leiðarljós mitt í starfi við HÍ. Sem rektor mun ég styðja stúdenta í þeirra hagsmunabaráttu, með það að markmiði að þeir geti stundað nám af fullum krafti óháð efnahagslegum aðstæðum. Það er ekki ásættanlegt á Íslandi að fjárhagsleg staða fólks komi í veg fyrir þekkingarleit og menntun. Ég vil einnig efla þverfaglegt nám og vinna markvisst að því að brjóta niður deildarmúra sem koma í veg fyrir sveigjanlegra og skapandi nám. Það er nauðsynlegt að standa vörð um akademískt frelsi en einnig að skapa heilbrigt, sanngjarnt og öflugt starfsumhverfi fyrir allt starfsfólk skólans. Háskóli Íslands á að vera vinnustaður þar sem fólk getur notið sín, þróast, deilt hugmyndum og upplifað að það tilheyri samfélagi sem skiptir máli. Hann á að laða til sín fyrir fólk úr öllum áttum, vera fjölbreyttur, opinn og manneskjulegur. Við þurfum að skoða hvers vegna karlar sækja síður í HÍ en fólk af öðrum kynjum. Gerum kjörin samkeppnishæf og breytum því! Til að ná þessum markmiðum þurfum við líka að horfast í augu við raunveruleikann. Fjármögnun íslenska háskólakerfisins er langt frá því að vera sambærileg við það sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Við getum ekki búist við framúrskarandi árangri með ófullnægjandi stuðningi. Sem rektor mun ég beita mér af krafti fyrir því að tryggja sanngjörn og stöðug fjárframlög og leiða samtal við stjórnvöld, tæknigeirann, atvinnulífið, stúdenta og samfélagið í heild. Við höfum einstakt tækifæri til að efla Háskóla Íslands, gera hann að enn metnaðarfyllri, opnari og manneskjulegri stofnun, sem þjónar ekki aðeins nútímanum, heldur mótar framtíðina. Ég býð mig fram til að leiða þá vegferð með stolti og baráttuþreki, í samtali við ykkur öll. Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun