Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir, Eiríkur Svavarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Heiðbrá Ólafsdóttir, Jakob Frímann Magnússon og Þorsteinn Sæmundsson skrifa 26. mars 2025 09:01 Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skattar og tollar Miðflokkurinn Ágústa Ágústsdóttir Jakob Frímann Magnússon Þorsteinn Sæmundsson Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Slík leið að afnema tolla á innflutt matvæli myndi eingöngu leiða til algerrar einokunar innflutningsaðila og um leið yrði Íslenska þjóðin á allan hátt háð utanaðkomandi aðilum um mat. Miklar líkur væru á að landbúnaður legðist af á Íslandi og hætta yrði á að sú þekking og færni sem íslenska þjóðin býr yfir þegar kemur að sjálfbærni í fæðuöflun og ræktun myndi tapast að stórum hluta. Tollar eru notaðir um allan heim til að tryggja hagsmuni þjóða. Hagsmunirnir eru sannarlega misjafnir milli landa en geta t.d. verið til að tryggja ákveðið framboð vöru, vernda þjóðhagslega mikilvæga framleiðslu, tryggja sérstöðu o.fl. Langflest lönd ásamt ríkjasambandinu ESB nota tolla í þessum tilgangi. Örfá ríki leggja ekki tolla á innflutt matvæli og er það þá oftast vegna þess að þau reiða sig nær alfarið á innflutning matvæla. Það kemur því óneitanlega spánskt fyrir sjónir sú staðreynd að flest matvæli sem flutt eru inn til matarkistunnar Íslands bera litla eða enga tolla. Þá er vert að minnast á að langstærsti hluti þeirra innfluttu matvæla eru samt töluvert dýrari en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Tolla á að nýta m.a. í þeirri viðleitni að tryggja ákveðið fæðuöryggi fyrir landsmenn og að vera liður í að Íslendingar hafi aðgang að hreinum og heilsusamlegum matvælum t.d. ef landið einangrast vegna efnahagshruns, sjúkdóma, tollastríða stórríkja og stríðsátaka. Þá má alls ekki gleyma því að notkun sýklalyfja í landbúnaði hér á landi er eitt það lægsta á heimsvísu en útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería er talin ein stærsta heilsufarsógn mannkyns í heiminum í dag. Samhliða þessari ógn er íslenskum bændum ætlað að búa við eitt strangasta regluverk sem fyrir finnst í Evrópu á sama tíma og þeir eiga að keppa við erlend stórfyrirtæki og verksmiðjubú sem auðveldlega geta gert út af við íslenskan fjölskyldubúskap á örskömmum tíma um leið og erfitt er að rekja feril innfluttu vörunnar. Þessi stórfyrirtæki búa jafnvel við slakara regluverk eða minni eftirfylgni, þegar kemur að hollustuháttum dýra og afurða ásamt þeirri köldu staðreynd að sýklalyfjum er oft blandað saman við fóður dýra til að minnka afföll og veikindi innan hópsins. Tollar draga úr hættunni sem fylgir því að vera öðrum háð með matvæli. Miðflokkurinn hefur lagt áherslur á öflugan íslenskan landbúnað þar sem tollvernd er nýtt til að tryggja rekstrarumhverfi bænda, hagsmuni neytenda og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Þingmenn Miðflokksins hafa margsinnis lagt fram þingmál um heildarstefnumótun í landbúnaði og þá hafa Landsþing flokksins ályktað skýrt um mikilvægi landbúnaðar og tollvernd. Þannig er flokkurinn alveg skýr í sinni afstöðu til innlendrar matvælaframleiðslu og fæðuöryggi þjóðarinnar. Höfundar eru varaþingmenn Miðflokksins.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun