Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir, Elín Karlsdóttir, Guðni Thorlacius, Gunnar Ásgrímsson og Georg Orlov Guðmundsson skrifa 26. mars 2025 10:32 Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Sjá meira
Í dag og á morgun kjósum við næsta rektor Háskóla Íslands. Við erum hópur stúdenta af ólíkum fræðasviðum háskólans, sem öll eigum það sameiginlegt að styðja Silju Báru Ómarsdóttur í rektorskosningunum - og hvetjum aðra stúdenta til að gera slíkt hið sama. Það skiptir raunverulegu máli fyrir okkur stúdenta hver verður næsti rektor, og Silja Bára er ekki bara frábær kostur heldur er atkvæði til hennar atkvæði sem tryggir háskóla þar sem hlustað er á stúdenta og velferð okkar er sett á oddinn. Við kjósum Silju Báru vegna þess að: Jafnrétti og aðgengi að námi eru forgangsmál hjá Silju Báru. Stúdentar eru fjölbreyttur hópur fólks með ólíkan bakgrunn, skyldur og aðstæður. Hún mun tryggja að háskólinn sé ekki aðeins staður fyrir þá sem falla í hefðbundið mynstur náms, heldur einnig fyrir þá sem þurfa aukinn sveigjanleika, stuðning og aðlögun til að ná árangri. Geðheilbrigðis þjónusta fyrir stúdenta er grundvallaratriði – og það er margt sem þarf að laga. Silja Bára skilur að háskólinn gegnir lykilhlutverki í að hlúa að geðheilbrigði og félagslífi nemenda, en líka að hann geti ekki staðið einn í því verkefni. Hún mun þrýsta á stjórnvöld að koma með aukið fjármagn inn í geðheilbrigðismál innan veggja skólans, sem er grundvöllur þess að hægt sé að bæta geðheilbrigðisþjónustu fyrir nemendur. Nám á að vera lifandi og kennsla nýstárleg – og með Silju Báru í forystu mun Háskólinn mæta nemendum þar sem þau standa og leiða þróun kennsluhátta með framsýnum aðferðum. Hún er vinsæll kennari og það er ekki að ástæðulausu. Hún hefur í störfum sínum lagt áherslu á að tengja námið við málefni líðandi stundar og veitt nemendum tækifæri til að dýpka skilning sinn á viðfangsefnum þess. Háskólinn á að vera bakhjarl stúdenta . Ein af lykiláherslum Silju Báru er skýr afstaða hennar til hagsmunabaráttu stúdenta. Hún mun ekki bara hlusta á raddir okkar og áhyggjur, heldur styðja okkur með formlegum aðgerðum – því Háskóli Íslands getur, og á, að nýta stöðu sína til að tala fyrir bættri velferð, húsnæðisöryggi og fjárhagslegum stöðugleika stúdenta. Félagsvísindalegur bakgrunnur er dýrmætur í forystuHáskólans á þessum tímamótum, þegar samfélagsleg spenna, hraðari breytingar og vaxandi áskoranir kalla á yfirvegaða og framsýna forystu. Háskólastofnanir standa frammi fyrir stórum spurningum um jöfnuð, gagnrýna hugsun, sjálfbærni og lýðræði. Það eru mál sem krefjast rektors sem skilur þau í djúpu samhengi og nálgast þau með mannúð og félagsvísindalegri sýn. Ný nálgun á stjórnun Háskólans á aðbyggja áauknu gagnsæi, trausti og ferskari sýn. Silja Bára vill háskóla þar sem nemendur, stjórnsýslan og akademían koma öll jöfn að borðinu. Hún vill efla samtal og samstarf og skapa menningu þar sem ólíkar raddir fá að heyrast og vinna saman að sameiginlegum markmiðum. Kjarninn er sá að Silja Bára sér hagsmuni stúdenta og hagsmuni háskólans sem eitt. Án sterks og virks stúdentasamfélags getur háskólinn ekki blómstrað, og öfugt. Þess vegna skiptir máli hver leiðir hann. Silja Bára er rétti leiðtoginn á þessum tímapunkti, fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands en ekki síður fyrir samfélagið. Nýtum kosningaréttinn - það er kosið á Uglunni til kl. 17 á morgun og það tekur enga stund að kjósa! Katla Ólafsdóttir, nemi á Félagsvísindasviði Elín Karlsdóttir, nemi á Heilbrigðisvísindasviði Guðni Thorlacius, nemi á Hugvísindasviði Gunnar Ásgrímsson, nemi á Menntavísindasviði Georg Orlov Guðmundsson, nemi á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar