Púað á Butler í endurkomunni til Miami Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Jimmy Butler átti erfitt uppdráttar á sínum gamla heimavelli. getty/Rich Storry Jimmy Butler átti enga draumaendurkomu til Miami þegar Golden State Warriors steinlá fyrir Heat, 112-86, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali. NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Butler var skipt frá Miami til Golden State í byrjun síðasta mánaðar. Skilnaðurinn við Miami var ekki beint í góðu en félagið setti Butler meðal annars í bann áður en honum var skipt til Golden State. Fyrir leikinn heiðraði Miami Butler samt með fjörutíu sekúnda myndbandi með helstu tilþrifum hans fyrir liðið. Hann gekk í raðir þess 2019 og fór tvívegis með því í úrslit um meistaratitilinn. Jimmy Butler acknowledged the crowd in his return to Miami 🔥 pic.twitter.com/JXNkVHHUGf— NBA on ESPN (@ESPNNBA) March 25, 2025 Eftir að myndbandið hafði verið spilað og Butler var kynntur til leiks púuðu áhorfendur í Kaseya Center á hann. Þeir héldu því áfram eftir að leikurinn fór af stað og Butler fékk að heyra það í hvert einasta sinn sem hann snerti boltann. Butler skoraði aðeins ellefu stig og tók sex fráköst í leiknum sem Miami vann örugglega. Stephen Curry lék ekki með Golden State vegna meiðsla. „Mér þykir mjög vænt um stuðningsmennina. Myndbandið var gott. Ég segi ekki að það hafi verið miklar tilfinningar. Ég var í jafnvægi þegar ég fór inn í leikinn. Við vildum vinna en þetta fór ekki eins og við ætluðum,“ sagði Butler eftir leikinn. „Með myndbandinu rifjuðust upp fyrir mér góðir tímar þegar ég klæddist treyju Miami Heat. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma, hann hjálpaði mér að verða leikmaðurinn sem ég er, einstaklingurinn sem ég er í deildinni, liðsfélagi, leiðtogi, allt það. Ég held að ég væri ekki sá sem ég er í dag án tækifærisins hér.“ Bam Adebayo skoraði 27 stig fyrir Miami en sex leikmenn liðsins skoruðu tíu stig eða meira. Miami-menn hittu úr sautján af 25 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Golden State hefur gengið vel eftir að Butler kom til liðsins. Í nítján leikjum með Stríðsmönnunum hefur hann skorað 17,6 stig, tekið 6,1 frákast og gefið 6,5 stoðsendingar að meðaltali.
NBA Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira