Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 12:30 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. Vísir/Einar Hætta er á að áhrif tollastríðs Bandaríkjanna og annarra ríkja nái til Íslands með beinum eða óbeinum hætti. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins. Seðlabankastjóri segir mikinn viðnámsþrótt í efnahagskerfinu en tollastríð gæti þó haft neikvæð áhrif á lífskjör almennings. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira
Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í morgun segir að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Hins vegar sé mikil óvissa uppi í alþjóðamálum. Nefndin vísar þar greinilega til væringa í samskiptum Bandaríkjanna við Evrópusambandið, Kanada, Kína og fleiri ríki og tollastríðs á milli þeirra. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir áhrif tollastríðs eiga eftir að koma í ljós. Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir ræddi við hann að loknum blaðamannafundi í morgun. „Það liggur fyrir að við erum lítil þjóð sem er háð útflutningi. Þannig að bara orðið tollar og viðskiptastríð kemur mjög illa við okkur. Það er ekkert sem bendir til þess að þetta muni lenda á okkur sérstaklega en við vitum það ekki. En auðvitað höfum við aðeins áhyggjur af þessu.“ Unni hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt Þá segir hann að unnið hafi verið markvisst að því að byggja upp viðnámsþrótt til þess að takast á við afleiðingar utanaðkomandi óvissuþátta. „Við höfum lagt á það höfuðáherslu á að byggja upp viðnámsþrótt hjá þjóðarbúinu, til þess að geta staðist áföll. Bæði með því að takmarka skuldasöfnun hjá heimilum og fyrirtækjum, láta bankana vera með mikið eigið fé, vera með stóran gjaldeyrisvaraforða. Við erum líka að reyna að byggja upp viðnámsþrótt hvað varðar greiðslumiðlun í landinu.“ Almenningur gæti fundið fyrir áhrifum Þrátt fyrir þennan viðnámsþrótt sé ekki útilokað að tollastríð komi niður á lífskjörum almennings. Ísland sé ekki hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins og því liggi bein áhrif ekki fyrir. Það sé möguleiki að þau verði einhver sem og að það sé alltaf möguleiki á að eitthvað fleira gerist í alþjóðamálunum. „Það er mjög mikilvægt að íslenska þjóðin átti sig á því að lífskjör okkar velta á því hvað okkur tekst að framleiða og selja í útlöndum. Þannig að við getum ekki einangrað þjóðina frá öllum áföllum. Ef verðmæti okkar útflutnings minnkar vegna þessa stríðs þá mun það koma niður á lífskjörum. Við getum ekki komið í veg fyrir það þó að við getum reynt að tryggja stöðugleika á fjármálamarkaði og svo framvegis, þá er þetta sú áhætta sem þjóðin verður að bera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Sjá meira