Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Kjartan Kjartansson skrifar 27. mars 2025 12:06 Karl Steinar Valsson vill opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi. Vísir/Vilhelm Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir tímabært að opna umræðuna um njósnir Kínverja á Íslandi þótt þær séu viðkvæmt mál. Í nýju stöðumati um öryggisáskoranir er óvissa sögð ríkja um starfsemi kínverskrar norðurljósarannsóknarstöðvar í Þingeyjarsýslu. Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar. Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Stöðumatið var kynnt á ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem ríkislögreglustjóri stóð fyrir í dag. Þar sagð Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis og greiningarsviðs embættisins, að Kína stundaði njósnir í Evrópu og þar með á Íslandi. „Það hefur verið viðkvæmt efni að fjalla um en að okkar mati er mjög tímabært að opna um það umræðu,“ sagði Karl Steinar. Kínversk fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hafi skyldu til þess að veita kínversku leyniþjónustunni upplýsingar ef hún telur þær varða þjóðaröryggi samkvæmt lögum sem voru samþykkt þar í landi árið 2017. Karl Steinar sagði Kínverja þannig stunda svonefnda tvöfalda notkun á upplýsingum. Þeirra væri aflað í ákveðnum tilgangi en þær síðan nýttar í hernaðarlegum tilgangi. Stöðumatið sjálft verður ekki birt opinberlega fyrr en í fyrsta lagi í maí, samkvæmt upplýsingum embættis ríkislögreglustjóra. Tölvuteikning af Norðurljósarannsóknastöð Heimskautastofnunar Kína á Norðurlandi.Grafík/Aurora Observatory. Óvissa um starfsemina á Kárhóli Vísaði Karl Steinar sérstaklega til Kárhóls í Þingeyjarsýslu á Norðurlandi þar sem kínversk rannsóknarstofnun hefur haft aðstöðu til þess að rannsaka norðurljósin frá 2012. Í stöðumatinu sem var kynnt í dag sé fjallað um óvissu um starfsemi rannsóknarstöðvarinnar. Heimildin sagði frá því fyrir tveimur árum að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins hefðu lýst áhyggjum af starfseminni á Kárhóli þar sem mögulegt væri að nota stöðina til fjarskiptanjósna. Grundvöllur rannsóknarmiðstöðvarinnar er rammasamningur á milli Heimskautastofnunar Kína og Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ekki fór fram sértakt mat á starfseminni út frá mögulegum áhrifum á þjóðaröryggi á þeim tíma samkvæmt svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, við fyrirspurn á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Í svarinu kom ennfremur fram að utanríkisráðuneytið hefði engar lagaheimildir til þess að setja rekstri rannsóknastöðvarinnar skilyrði. Öryggislög sem nágrannaríkin hefðu til þess að tryggja þjóðaröryggishagsmuni væru ekki til á Íslandi. Sendiherra Kína vildi ekki tjá sig um stöðina árið 2023 en sagði að hún kæmi bæði Íslendingum og Kínverjum til góða. Íranir beiti sér gegn þjóðum sem láti í sér heyra Karl Steinar tók einnig undir áhyggjur Evrópuríkja af aukinni hryðjuverka- og ofbeldisógn sem stafaði af klerkastjórninni í Íran. Stjórnvöld þar beittu sér hart til þess að fá Írani til að vinna verk sem þau teldu nauðsynleg. Slík verk beindust ekki síst gegn stjórnvöldum sem þyrðu að standa upp og segja sína skoðun. „Það er atriði sem við verðum að hafa í huga hér,“ sagði Karl Steinar.
Öryggis- og varnarmál Lögreglan Utanríkismál Fjarskipti Kína Þingeyjarsveit Háskólar Vísindi Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira