„Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 27. mars 2025 21:43 Borche Ilievski er á leið í einvígi gegn Stjörnunni, sem hann þekkir svo vel. Vísir/Daníel ÍR tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppninni með sigri á Haukum. Leikurinn endaði 80-91 en ÍR-ingar voru með yfirhöndina allan leikinn og það var aldrei líkur á öðru en ÍR sigri. Borche Ilievski Sansa þjálfari liðsins var mjög ánægður með úrslitin og að vera kominn áfram. „Mér líður æðislega. Þegar ég tók við þessu liði voru allir að tala um að ÍR er að fara falla, en við trúðum allir, ég og leikmennirnir. Allir trúðu að við myndum ná sæti í úrslitakeppninni.“ Sagði Borche „Hvern sem við fáum í fyrsta leik, þá ætlum að við að gera þann leik virkilega erfiðan fyrir andstæðinginn. Ég veit ekki akkúrat núna hver það verður en við ætlum að undirbúa okkur andlega og taktískt að spila besta leikinn sem við getum.“ Væntingarnar til ÍR fyrir tímabil voru mjög lágar og liðið var ekki á góðum stað í byrjun þess. Borche tók þá við liðinu og tókst að snúa genginu við. „Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum mínum. Þeir hafa trúað því frá byrjun að við gætum haldið okkur í deildinni. Ég sagði þeim að ég væri ekki kominn til þess að halda þeim upp í deild. Ég er hér til þess að komast í úrslitakeppni, og það gerðist.“ Stuðningsmenn ÍR hafa verið áberandi á tímabilinu og það var engin breyting á því í kvöld. Núna þegar liðið er komið í úrslitakeppni má jafnvel búast við enn meiri lætum í þeim á pöllunum í komandi leikjum. „Ghetto Hooligans (Stuðningsmannasveit ÍR) eru bestu stuðningsmenn landsins við vitum það. Þannig ég er að búast við því í úrslitakeppninni að fjöldinn muni tvöfaldast. Allt Breiðholtið mun koma með okkur. Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta.“ Sóknarleikur ÍR í kvöld var á köflum virkilega flottur og það er greinilegt að það er búið að vera vinna í miklu á æfingasvæðinu. „Ég hef verið að segja mönnum að hafa betra flæði á sókninni, deila boltanum og að leikmaðurinn sem er í besta færinu tekur skotið. Af og til vorum við ekki eins góðir og ég var að búast við, sérstaklega varnarlega. Við töluðum um það fyrir leik að Haukar er lið sem spilar hratt og eru mjög góðir í því.“ Sagði Borche „Í fyrsta leikhlutanum skoruðu þeir nokkar auðveldar körfur sem ég var ekki ánægður með. Við töluðum um það í leikhléunum og inn í klefa. Mér fannst við svo laga ýmislegt í þriðja leikhluta. Seinna meir þegar við vorum komnir með gott forskot, þá reyndum við að stjórna rytmanum í leiknum og að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri. Ég er ánægður með að allir fengu að vera með í kvöld.“ Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Mér líður æðislega. Þegar ég tók við þessu liði voru allir að tala um að ÍR er að fara falla, en við trúðum allir, ég og leikmennirnir. Allir trúðu að við myndum ná sæti í úrslitakeppninni.“ Sagði Borche „Hvern sem við fáum í fyrsta leik, þá ætlum að við að gera þann leik virkilega erfiðan fyrir andstæðinginn. Ég veit ekki akkúrat núna hver það verður en við ætlum að undirbúa okkur andlega og taktískt að spila besta leikinn sem við getum.“ Væntingarnar til ÍR fyrir tímabil voru mjög lágar og liðið var ekki á góðum stað í byrjun þess. Borche tók þá við liðinu og tókst að snúa genginu við. „Ég er virkilega stoltur af leikmönnunum mínum. Þeir hafa trúað því frá byrjun að við gætum haldið okkur í deildinni. Ég sagði þeim að ég væri ekki kominn til þess að halda þeim upp í deild. Ég er hér til þess að komast í úrslitakeppni, og það gerðist.“ Stuðningsmenn ÍR hafa verið áberandi á tímabilinu og það var engin breyting á því í kvöld. Núna þegar liðið er komið í úrslitakeppni má jafnvel búast við enn meiri lætum í þeim á pöllunum í komandi leikjum. „Ghetto Hooligans (Stuðningsmannasveit ÍR) eru bestu stuðningsmenn landsins við vitum það. Þannig ég er að búast við því í úrslitakeppninni að fjöldinn muni tvöfaldast. Allt Breiðholtið mun koma með okkur. Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta.“ Sóknarleikur ÍR í kvöld var á köflum virkilega flottur og það er greinilegt að það er búið að vera vinna í miklu á æfingasvæðinu. „Ég hef verið að segja mönnum að hafa betra flæði á sókninni, deila boltanum og að leikmaðurinn sem er í besta færinu tekur skotið. Af og til vorum við ekki eins góðir og ég var að búast við, sérstaklega varnarlega. Við töluðum um það fyrir leik að Haukar er lið sem spilar hratt og eru mjög góðir í því.“ Sagði Borche „Í fyrsta leikhlutanum skoruðu þeir nokkar auðveldar körfur sem ég var ekki ánægður með. Við töluðum um það í leikhléunum og inn í klefa. Mér fannst við svo laga ýmislegt í þriðja leikhluta. Seinna meir þegar við vorum komnir með gott forskot, þá reyndum við að stjórna rytmanum í leiknum og að gefa leikmönnum sem hafa spilað minna tækifæri. Ég er ánægður með að allir fengu að vera með í kvöld.“
Bónus-deild karla Körfubolti ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira