Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar 29. mars 2025 17:02 Það eru spennandi tímar framundan, en einnig miklar áskoranir í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Sú stærsta sem við stöndum frammi fyrir víðast hvar í heiminum er skortur á faglærðu fólki. Tölur erlendis frá sýna að 4,5 milljörðum jarðarbúa skortir ásættanlega heilbrigðisþjónustu og samkvæmt WHO er gert ráð fyrir að það muni vanta 11 milljón heilbrigðisstarfsmenn árið 2030 á heimsvísu. Það er einungis eftir 5 ár. Reyndar er það svo að tölur sem þessar eiga mest við þau lönd sem eru á neðri stigum þjóðartekna og möguleika. Þrátt fyrir það glímum við á Íslandi við verulega miklar áskoranir á sama tíma og við teljumst vera eitt af ríkustu löndum heims á alla mögulega mælikvarða. Nýleg skýrsla sem gefin er út af heilbrigðisráðuneytinu í nóvember síðastliðnum um mannafla í læknisþjónustu til framtíðar sjá hér, dregur upp ansi dökka mynd fram til ársins 2030 varðandi mönnun ákveðinna sérgreina. Það mun vanta flesta heimilislækna af öllum þeim sérgreinum sem um ræðir í skýrslunni, eða eins og sagt er í skýrslunni orðrétt um þá sérgrein að “mönnun til framtíðar virðist algerlega ósjálfbær.” Það virðist í nokkru samræmi við þá stöðu að þjónusta heilsugæslunnar er í miklum vanda eins og ég ræddi í annarri grein nýverið. Hér er einnig verið að horfa einungis 5 ár fram í tímann. Margir góðir punktar koma fram í skýrslunni og fleiri gögnum almennt er varða mönnun í heilbrigðiskerfinu. Okkur mun skorta mikið af starfsfólki hvert sem litið er. Augljóst er að við getum ekki menntað nema hluta af þessum fjölda og munum þurfa að leita eftir erlendu vinnuafli í auknum mæli, en það er líka af skornum skammti á heimsvísu. Við þurfum að kveikja áhuga á námi í heilbrigðisvísindum og við þurfum að vera hugrökk að gera breytingar til að standast þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þar mætti horfa til styttingar náms, horfa til almennrar menntunar í stað mikillar sérhæfingar. Fá fólk þannig fyrr til vinnu og eiga möguleika á að þróast í starfi, horfa til launa og aðbúnaðar og ekki síst til lausna á sviði tölvutækni og starfsumhverfis. Það er ekki til nein einföld lausn á þessum vanda, en þegar horft er á þróun til dæmis í heimi tölvutækni og umbreytingar í svokallaðri stafrænni vegferð er heilbrigðiskerfið nokkuð langt á eftir öðrum geirum. Það er að hluta til vegna eðlis starfsseminnar segja sumir, ég tel það vera rangt, það er öðru fremur vegna þröngsýni , íhaldssemi, hagsmunabaráttu og hræðslu við breytingar. Í orðinu heilbrigðisþjónusta liggur megin tilgangur kerfisins sem er að veita ÞJÓNUSTU á þessu sviði. Setja kúnnann, viðskiptavininn, sjúklinginn, aðstandandann eða hvernig sem við viljum orða það samband í fyrsta sæti. Lengi vel var og er raunar enn einhver misskilningur um það hvernig starfsfólk í þessum geira sér sitt hlutverk, það horfir stundum á þennan lið með öðrum augum eins og að kerfið sé til fyrir fólkið sem þar starfar, en ekki þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Jafnvel þannig að þeir séu til trafala. Dæmi um slíka umræðu er hinn margumtalaði vandi við flæði sjúklinga. Þetta kann að núa einhverjum um nasir og er það vel, en mergurinn málsins er að allir kannast við þetta og hafa með einhverjum hætti upplifað það á eigin skinni hvort heldur sem þeir eru heilbrigðistarfsmenn eða skjólstæðingar kerfisins. Það er semsagt talsvert ósamræmi á milli væntinga þeirra sem annars vegar starfa og hins vegar þeirra sem nýta þjónustuna. Við höfum horft á umbreytingar á sviði þjónustu bankastofnana, tryggingafélaga, skjalagerðar og vinnslu, notkunar tölvutækni við innkaup á netinu, í verslunum og við innleiðingu nánast allra þarfa einstaklingsins í síma hans honum til hagræðis. Allt er þetta gott og blessað, en hefur ekki náð með sama hraða innleiðingu í heilbrigðisþjónustu. Sá sem er vanur að geta pantað hvers kyns þjónustu á netinu og fengið hana jafnvel heimsenda, eða afgreitt stærri skuldbindingar hvenær sem er sólahringsins með bankann í síma sínum er vitaskuld mjög góðu vanur. Sá sem starfar í heilbrigðiskerfinu þekkir þennan heim mjög vel sem viðskiptavinur allra þessara framantöldu þjónustuaðila, en hann upplifir með engu móti sama hagræði í sínum kerfum til að bregðast við slíkri þjónustubeiðni í starfi sínu. Mannshöndin kemur alltof mikið enn við sögu í einföldum ferlum í heilbrigiskerfinu. Heilsuvera er besta dæmið um algeran misskilning milli þess sem sækir þjónustuna og þess sem hana veitir. Ekki er enn komin nein almenn tækni heilt yfir sem aðstoðar við að sigta út og flokka þarfirnar, eða jafnvel klárar ferli þess sem leitar, ekki er samræmt verklag um þjónustuna á landsvísu, ekki er samræmdur opnunartími og þannig mætti lengi telja. Þá komu til afar litlar greiðslur til að mæta mannaflaþörf sem þjónustan útheimtir í raun þar sem hún er veitt einmitt ennþá nær eingöngu af manneskju en ekki tölvu. Þannig að ef við notum spaugstofulíkinguna um manninn á bakvið tjöldin sem þeir sem eldri eru muna vel eftir, má bera þessa þjónustu saman við það að gjaldkerar banka væru handvirkt að afgreiða allar greiðslubeiðnir okkar sem fram fara í bankaappi eða á netinu hjá hverju og einu okkar. Það sér hver heilvita maður að slíkt gengur ekki upp. Gera þarf gangskör í því að innleiða með hraði lausnir sem takmarka vinnuafl við einfaldar beiðnir og hámarkar öryggi á sama tíma. Annað dæmi um algeran þvætting á nýtingu þekkingar og vinnutíma heilbrigðisstarfsfólks eru ýmsar beiðnir um vottorð sem farið er fram á reglulega, læknar hafa mótmælt harðlega, búið er að vinna í starfshópum og eitthvað verið hlustað, aðgerðir eru þó enn langt frá því að duga til. Enn er verið að biðja vottun einhvers sem er vonlaust að votta. Slíkt ætti að heyra sögunni til, helst í gær. Fjarþjónusta er annað sem virðist vefjast töluvert fyrir okkur, hún getur verið með margvíslegum hætti Við þurfum sárlega að hreyfa okkur hraðar, við erum agnarsmátt land í stóra samhenginu, það er búið að ræða í langan tíma um t.d. hindranir þegar kemur að nýsköpun og þróun þjónustu , leysum þær og skilgreinum leikreglurnar. Við þurfum að hlusta á gólfið eins og það er kallað, þar finnur fólk það áþreifanlega hvað vantar helst. Einblína á auðveldu þættina fyrst eða ávexti í augnhæð (low hanging fruit) eins og einhver kallaði það. Tæknilausnir þurfa fyrst og fremst að fría upp tíma starfsfólks, það þarf að vera markmiðið. Ef þær gera það ekki á að loka þeim eða hætta þeirri þjónustu. Þarna þurfa ráðuneyti Heilbrigðismála og Sjúkratryggingar að vera móttækileg fyrir nýjum lausnum, hafa möguleika á að gera samninga og styðja við slíkt framtak óháð því hvort það er á vegum hins opinbera eða markaðarins. Vinna gagnsætt og horfa til samkeppni og hvatastýringar á öllum vígstöðvum kerfisins. Það þarf hugrekki til að skera á hindranir, hin skýru markmið eiga að vera bætt þjónusta til skjólstæðinga, ánægðara starfsfólk sem endist í starfi og eftirsóknarverður starfsvettvangur sem er dýnamískur og reiðubúinn að mæta áskorunum framtíðar. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Það eru spennandi tímar framundan, en einnig miklar áskoranir í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu. Sú stærsta sem við stöndum frammi fyrir víðast hvar í heiminum er skortur á faglærðu fólki. Tölur erlendis frá sýna að 4,5 milljörðum jarðarbúa skortir ásættanlega heilbrigðisþjónustu og samkvæmt WHO er gert ráð fyrir að það muni vanta 11 milljón heilbrigðisstarfsmenn árið 2030 á heimsvísu. Það er einungis eftir 5 ár. Reyndar er það svo að tölur sem þessar eiga mest við þau lönd sem eru á neðri stigum þjóðartekna og möguleika. Þrátt fyrir það glímum við á Íslandi við verulega miklar áskoranir á sama tíma og við teljumst vera eitt af ríkustu löndum heims á alla mögulega mælikvarða. Nýleg skýrsla sem gefin er út af heilbrigðisráðuneytinu í nóvember síðastliðnum um mannafla í læknisþjónustu til framtíðar sjá hér, dregur upp ansi dökka mynd fram til ársins 2030 varðandi mönnun ákveðinna sérgreina. Það mun vanta flesta heimilislækna af öllum þeim sérgreinum sem um ræðir í skýrslunni, eða eins og sagt er í skýrslunni orðrétt um þá sérgrein að “mönnun til framtíðar virðist algerlega ósjálfbær.” Það virðist í nokkru samræmi við þá stöðu að þjónusta heilsugæslunnar er í miklum vanda eins og ég ræddi í annarri grein nýverið. Hér er einnig verið að horfa einungis 5 ár fram í tímann. Margir góðir punktar koma fram í skýrslunni og fleiri gögnum almennt er varða mönnun í heilbrigðiskerfinu. Okkur mun skorta mikið af starfsfólki hvert sem litið er. Augljóst er að við getum ekki menntað nema hluta af þessum fjölda og munum þurfa að leita eftir erlendu vinnuafli í auknum mæli, en það er líka af skornum skammti á heimsvísu. Við þurfum að kveikja áhuga á námi í heilbrigðisvísindum og við þurfum að vera hugrökk að gera breytingar til að standast þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Þar mætti horfa til styttingar náms, horfa til almennrar menntunar í stað mikillar sérhæfingar. Fá fólk þannig fyrr til vinnu og eiga möguleika á að þróast í starfi, horfa til launa og aðbúnaðar og ekki síst til lausna á sviði tölvutækni og starfsumhverfis. Það er ekki til nein einföld lausn á þessum vanda, en þegar horft er á þróun til dæmis í heimi tölvutækni og umbreytingar í svokallaðri stafrænni vegferð er heilbrigðiskerfið nokkuð langt á eftir öðrum geirum. Það er að hluta til vegna eðlis starfsseminnar segja sumir, ég tel það vera rangt, það er öðru fremur vegna þröngsýni , íhaldssemi, hagsmunabaráttu og hræðslu við breytingar. Í orðinu heilbrigðisþjónusta liggur megin tilgangur kerfisins sem er að veita ÞJÓNUSTU á þessu sviði. Setja kúnnann, viðskiptavininn, sjúklinginn, aðstandandann eða hvernig sem við viljum orða það samband í fyrsta sæti. Lengi vel var og er raunar enn einhver misskilningur um það hvernig starfsfólk í þessum geira sér sitt hlutverk, það horfir stundum á þennan lið með öðrum augum eins og að kerfið sé til fyrir fólkið sem þar starfar, en ekki þá sem þurfa á þjónustunni að halda. Jafnvel þannig að þeir séu til trafala. Dæmi um slíka umræðu er hinn margumtalaði vandi við flæði sjúklinga. Þetta kann að núa einhverjum um nasir og er það vel, en mergurinn málsins er að allir kannast við þetta og hafa með einhverjum hætti upplifað það á eigin skinni hvort heldur sem þeir eru heilbrigðistarfsmenn eða skjólstæðingar kerfisins. Það er semsagt talsvert ósamræmi á milli væntinga þeirra sem annars vegar starfa og hins vegar þeirra sem nýta þjónustuna. Við höfum horft á umbreytingar á sviði þjónustu bankastofnana, tryggingafélaga, skjalagerðar og vinnslu, notkunar tölvutækni við innkaup á netinu, í verslunum og við innleiðingu nánast allra þarfa einstaklingsins í síma hans honum til hagræðis. Allt er þetta gott og blessað, en hefur ekki náð með sama hraða innleiðingu í heilbrigðisþjónustu. Sá sem er vanur að geta pantað hvers kyns þjónustu á netinu og fengið hana jafnvel heimsenda, eða afgreitt stærri skuldbindingar hvenær sem er sólahringsins með bankann í síma sínum er vitaskuld mjög góðu vanur. Sá sem starfar í heilbrigðiskerfinu þekkir þennan heim mjög vel sem viðskiptavinur allra þessara framantöldu þjónustuaðila, en hann upplifir með engu móti sama hagræði í sínum kerfum til að bregðast við slíkri þjónustubeiðni í starfi sínu. Mannshöndin kemur alltof mikið enn við sögu í einföldum ferlum í heilbrigiskerfinu. Heilsuvera er besta dæmið um algeran misskilning milli þess sem sækir þjónustuna og þess sem hana veitir. Ekki er enn komin nein almenn tækni heilt yfir sem aðstoðar við að sigta út og flokka þarfirnar, eða jafnvel klárar ferli þess sem leitar, ekki er samræmt verklag um þjónustuna á landsvísu, ekki er samræmdur opnunartími og þannig mætti lengi telja. Þá komu til afar litlar greiðslur til að mæta mannaflaþörf sem þjónustan útheimtir í raun þar sem hún er veitt einmitt ennþá nær eingöngu af manneskju en ekki tölvu. Þannig að ef við notum spaugstofulíkinguna um manninn á bakvið tjöldin sem þeir sem eldri eru muna vel eftir, má bera þessa þjónustu saman við það að gjaldkerar banka væru handvirkt að afgreiða allar greiðslubeiðnir okkar sem fram fara í bankaappi eða á netinu hjá hverju og einu okkar. Það sér hver heilvita maður að slíkt gengur ekki upp. Gera þarf gangskör í því að innleiða með hraði lausnir sem takmarka vinnuafl við einfaldar beiðnir og hámarkar öryggi á sama tíma. Annað dæmi um algeran þvætting á nýtingu þekkingar og vinnutíma heilbrigðisstarfsfólks eru ýmsar beiðnir um vottorð sem farið er fram á reglulega, læknar hafa mótmælt harðlega, búið er að vinna í starfshópum og eitthvað verið hlustað, aðgerðir eru þó enn langt frá því að duga til. Enn er verið að biðja vottun einhvers sem er vonlaust að votta. Slíkt ætti að heyra sögunni til, helst í gær. Fjarþjónusta er annað sem virðist vefjast töluvert fyrir okkur, hún getur verið með margvíslegum hætti Við þurfum sárlega að hreyfa okkur hraðar, við erum agnarsmátt land í stóra samhenginu, það er búið að ræða í langan tíma um t.d. hindranir þegar kemur að nýsköpun og þróun þjónustu , leysum þær og skilgreinum leikreglurnar. Við þurfum að hlusta á gólfið eins og það er kallað, þar finnur fólk það áþreifanlega hvað vantar helst. Einblína á auðveldu þættina fyrst eða ávexti í augnhæð (low hanging fruit) eins og einhver kallaði það. Tæknilausnir þurfa fyrst og fremst að fría upp tíma starfsfólks, það þarf að vera markmiðið. Ef þær gera það ekki á að loka þeim eða hætta þeirri þjónustu. Þarna þurfa ráðuneyti Heilbrigðismála og Sjúkratryggingar að vera móttækileg fyrir nýjum lausnum, hafa möguleika á að gera samninga og styðja við slíkt framtak óháð því hvort það er á vegum hins opinbera eða markaðarins. Vinna gagnsætt og horfa til samkeppni og hvatastýringar á öllum vígstöðvum kerfisins. Það þarf hugrekki til að skera á hindranir, hin skýru markmið eiga að vera bætt þjónusta til skjólstæðinga, ánægðara starfsfólk sem endist í starfi og eftirsóknarverður starfsvettvangur sem er dýnamískur og reiðubúinn að mæta áskorunum framtíðar. Höfundur er forstjóri Heilsuverndar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun