Körfubolti

Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, vonast til að leika ekki eftir árangur sinn árið 1999. 
Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, vonast til að leika ekki eftir árangur sinn árið 1999.  Vísir/Anton Brink

Deildarmeistarar Tindastóls mæta Keflavík í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Aðeins einu sinni hefur liðið í áttunda sæti unnið deildarmeistarana, en það gerðist einmitt undir stjórn Benedikts Guðmundssonar, þjálfara Tindastóls í dag.

Benedikt var þjálfari Grindavíkur sem datt út í fyrstu umferð gegn ÍA árið 1999, hann hætti með liðið í beinu kjölfari. Benedikt hefur orðið deildarmeistari aftur sem þjálfari síðan þá, en er enn þá sá eini sem hefur verið sendur heim í fyrstu umferð.

Keflavík hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu en er á uppleið að mati sérfræðinga Stöðvar 2 Sports, sem ræddu einvígi Tindastóls og Keflavíkur í innslagi sem má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Umræða um einvígi Tindastóls og Keflavíkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×