Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. mars 2025 23:30 Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Vísir/tómas Síður á Instagram sem birta myndskeið af ofbeldi meðal barna spretta upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Að sögn lögreglunnar er töluvert um að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál, en þolendur geta verið allt niður í tíu ára gamlir. Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“ Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Töluvert hefur borið á því að myndskeið af börnum að beita önnur börn ofbeldi rati inn á samfélagsmiðla og fari þar í dreifingu. Iðulega er um að ræða fjölda gerenda gegn einum eða fáum þolendum, en dæmi eru um að þolendur séu allt niður í tíu ára gamlir. Oft á tíðum sé um sömu gerendur að ræða sem finni sífellt ný fórnarlömb. Upptaka sé líka ofbeldi Elísabet Ósk Maríusdóttir, samfélagslögreglumaður, segir að erfitt sé að hafa hemil á síðum sem spretti upp eins og gorkúlur á samfélagsmiðlum. Umrætt myndefni var birt á Instagram-aðgangi sem er nú með um 1.900 fylgjendur og má búast við að aðrir slíkir spretti upp þegar honum verður lokað. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá þá einhverja vitneskju. Kannski að minna á það, að deila upptökum, að skilja eftir athugasemd og að líka við færslu er þátttaka. Að taka upp er líka þátttaka að ofbeldi og nú er komið dómafordæmi fyrir því til dæmis.“ Sömu aðilar gjarnan á bak við síðurnar Bæði séu til dæmi um það að gerendur fari saman í hópum og skipuleggi slagsmál en einnig að slagsmál brjótist út fyrir tilviljun sem séu síðan tekin upp. Lögreglan hvetur fólk til að tilkynna ef það verður vart við slíkt myndefni. „Það er til dæmis hnappur inn á logreglan.is, ég vil tilkynna brot, og velja, ofbeldismyndband ungmenna. Það er mikilvægt að tilkynna til okkar svo við getum gert eitthvað í því. Hvort sem að þú veist að það er myndband af þér í dreifingu eða barninu þínu eða þú bara sérð það á veggnum þínum. Þá skal tilkynna það til okkar svo við getum tekið það niður.“ Lögregluna grunar að sömu aðilar séu gjarnan á bak við síðurnar, enda beri þær oft sambærileg nöfn. Foreldrar eru hvattir til að vera vakandi fyrir samfélagsmiðlanotkun barna sinna. „Mest af þessum málum koma inn til okkar þegar foreldrar hafa verið vakandi, eru að skoða símana og spyrja börnin hvað er í gangi og fá það einhverja vitneskju.“
Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Lögreglumál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira