Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2025 11:45 Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun