Milljarður í afgang í Garðabæ Árni Sæberg skrifar 1. apríl 2025 14:03 Almar Guðmundsson er bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Vilhelm Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra. Bæjarstjóri segir hagræðingu sem boðuð var árið 2023 hafa borið árangur. Í tilkynningu Garðabæjar til Kauphallar segir að rekstur bæjarfélagsins í fyrra hafi gengið afar vel, niðurstaðan sé umfram væntingar sveitarfélagið standi styrkum fótum fjárhagslega. Þetta sýni nýr ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2024 sem hafi verið lagður fram á fundi bæjarráðs í dag. Hækkað útsvar skilar sér „Haustið 2023 boðuðum við aðhald til varnar sterkri stöðu. Við ákváðum að sýna fyrirhyggju og ábyrgð, hagræða myndarlega í rekstri og búa samhliða í haginn til framtíðar svo hægt sé að standa vörð um þjónustu og lífsgæði allra íbúa. Þetta tókst, eins og ársreikningur fyrir árið 2024 sýnir svo glögglega,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar. Meðal aðhaldaðgerða sem Almar vísar til var nokkuð myndarleg hækkun á útsvari, líkt og fjallað var um á sínum tíma. Margfalt meiri afgangur A-hluta en reiknað var með Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaðan hafi verið jákvæð um 559 milljónir króna fyrir A-hluta og 1.183 milljónir króna fyrir heildarrekstur bæjarins, en útkomuspá samkvæmt fjárhagsáætlun 2024 hafi gert ráð fyrir um 94 milljóna króna rekstrarafgangi í A- hluta og 474 milljóna í í samstæðu. Rekstrartekjur hafi verið 30,48 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir 29,407 milljörðum króna. Rekstrargjöld hafi numið samtals 25,245 milljörðum króna en áætlun hafi gert ráð fyrir 25,336 milljörðum króna, sem sé um 0,4 prósenta frávik. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 hafi numið 28,671 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri hafi numið 2,331 milljörðum króna og hækkað verulega á milli ára. „Grunnrekstur sveitarfélagsins styrktist verulega, eins og við lögðum upp með í áætlun. Við sjáum það á sterku sjóðsstreymi og afkomu fyrir fjármagnsliði. Önnur staðfesting þess er að skuldir A-sjóðs lækka um 2 ma.kr. á milli ára. Þótt verðbólga og vextir hafi enn neikvæð áhrif á fjármagnsliði, sáum við jákvæða breytingu á milli fyrri ára og síðari hluta ársins,“ er haft eftir Almari. Íbúum fjölgaði Garðabær hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Nú sé íbúafjöldinn kominn yfir 20 þúsund og íbúum hafi fjölgað um ríflega 5 prósent á síðasta ári, eða um eitt þúsund manns. Traust fjárhagsstaða sé undirstaða þess að Garðabær sé vel undir það búinn að mæta þjónustu við fjölgun nýrra íbúa samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. „Við ætlum okkur að halda áfram að mæta kröfum um framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Almari. Alls hafi framkvæmdir ársins numið 6,806 milljörðum króna, sem sé 231 milljón króna undir áætlun ársins. Tekin hafi verið langtímalán að fjárhæð 4,924 milljörðum króna til að standa undir framkvæmdum, en jafnframt hafi verið greidd niður langtímalán að fjárhæð 1,643 milljörðum króna. Helsta framkvæmd ársins hafi verið bygging Urriðaholtsskóla. Til byggingar annars áfanga skólans hafi1,115 milljarði króna verið varið og til þriðja áfanga 657 milljónum króna eða samtals 1,772 milljörðum króna. Einnig hafi verið framkvæmt í öðrum skólabyggingum og lóðum fyrir um 892 milljónir króna auk fjölmargra annarra verkefna. „Það er nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á ábyrgan rekstur og sýna fyrirhyggju á grunni góðs rekstrar ársins 2024. Við vitum að rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög krefjandi núna. Verðbólga og háir vextir hafa enn mikil áhrif og öll sveitarfélög eru að laga rekstur sinn að launahækkunum. Íbúar Garðabæjar geta treyst því að við höldum áfram að gæta hagsmuna þeirra með því að veita þeim góða þjónustu og standa vel að rekstrinum“ er haft eftir Almari. Garðabær Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira
Í tilkynningu Garðabæjar til Kauphallar segir að rekstur bæjarfélagsins í fyrra hafi gengið afar vel, niðurstaðan sé umfram væntingar sveitarfélagið standi styrkum fótum fjárhagslega. Þetta sýni nýr ársreikningur Garðabæjar fyrir árið 2024 sem hafi verið lagður fram á fundi bæjarráðs í dag. Hækkað útsvar skilar sér „Haustið 2023 boðuðum við aðhald til varnar sterkri stöðu. Við ákváðum að sýna fyrirhyggju og ábyrgð, hagræða myndarlega í rekstri og búa samhliða í haginn til framtíðar svo hægt sé að standa vörð um þjónustu og lífsgæði allra íbúa. Þetta tókst, eins og ársreikningur fyrir árið 2024 sýnir svo glögglega,“ er haft eftir Almari Guðmundssyni, bæjarstjóra Garðabæjar. Meðal aðhaldaðgerða sem Almar vísar til var nokkuð myndarleg hækkun á útsvari, líkt og fjallað var um á sínum tíma. Margfalt meiri afgangur A-hluta en reiknað var með Í tilkynningu segir að rekstrarniðurstaðan hafi verið jákvæð um 559 milljónir króna fyrir A-hluta og 1.183 milljónir króna fyrir heildarrekstur bæjarins, en útkomuspá samkvæmt fjárhagsáætlun 2024 hafi gert ráð fyrir um 94 milljóna króna rekstrarafgangi í A- hluta og 474 milljóna í í samstæðu. Rekstrartekjur hafi verið 30,48 milljarðar króna en áætlun hafi gert ráð fyrir 29,407 milljörðum króna. Rekstrargjöld hafi numið samtals 25,245 milljörðum króna en áætlun hafi gert ráð fyrir 25,336 milljörðum króna, sem sé um 0,4 prósenta frávik. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2024 hafi numið 28,671 milljörðum króna samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri hafi numið 2,331 milljörðum króna og hækkað verulega á milli ára. „Grunnrekstur sveitarfélagsins styrktist verulega, eins og við lögðum upp með í áætlun. Við sjáum það á sterku sjóðsstreymi og afkomu fyrir fjármagnsliði. Önnur staðfesting þess er að skuldir A-sjóðs lækka um 2 ma.kr. á milli ára. Þótt verðbólga og vextir hafi enn neikvæð áhrif á fjármagnsliði, sáum við jákvæða breytingu á milli fyrri ára og síðari hluta ársins,“ er haft eftir Almari. Íbúum fjölgaði Garðabær hafi vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Nú sé íbúafjöldinn kominn yfir 20 þúsund og íbúum hafi fjölgað um ríflega 5 prósent á síðasta ári, eða um eitt þúsund manns. Traust fjárhagsstaða sé undirstaða þess að Garðabær sé vel undir það búinn að mæta þjónustu við fjölgun nýrra íbúa samhliða uppbyggingu nýrra hverfa. „Við ætlum okkur að halda áfram að mæta kröfum um framúrskarandi þjónustu,“ er haft eftir Almari. Alls hafi framkvæmdir ársins numið 6,806 milljörðum króna, sem sé 231 milljón króna undir áætlun ársins. Tekin hafi verið langtímalán að fjárhæð 4,924 milljörðum króna til að standa undir framkvæmdum, en jafnframt hafi verið greidd niður langtímalán að fjárhæð 1,643 milljörðum króna. Helsta framkvæmd ársins hafi verið bygging Urriðaholtsskóla. Til byggingar annars áfanga skólans hafi1,115 milljarði króna verið varið og til þriðja áfanga 657 milljónum króna eða samtals 1,772 milljörðum króna. Einnig hafi verið framkvæmt í öðrum skólabyggingum og lóðum fyrir um 892 milljónir króna auk fjölmargra annarra verkefna. „Það er nauðsynlegt að leggja áfram áherslu á ábyrgan rekstur og sýna fyrirhyggju á grunni góðs rekstrar ársins 2024. Við vitum að rekstrarumhverfi sveitarfélaga er mjög krefjandi núna. Verðbólga og háir vextir hafa enn mikil áhrif og öll sveitarfélög eru að laga rekstur sinn að launahækkunum. Íbúar Garðabæjar geta treyst því að við höldum áfram að gæta hagsmuna þeirra með því að veita þeim góða þjónustu og standa vel að rekstrinum“ er haft eftir Almari.
Garðabær Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Sjá meira