Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2025 09:31 Nikola Jokic hugsar Russell Westbrook eflaust þegjandi þörfina eftir svakalegt klúður hans gegn Minnesota Timberwolves í nótt. getty/Dustin Bradford Nikola Jokic átti stórkostlegan leik fyrir Denver Nuggets gegn Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Samherji hans, Russell Westbrook, eyðilagði hins vegar allt. Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor. NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Jokic skoraði 61 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í leiknum sem var tvíframlengdur. Aldrei hefur leikmaður í sögu NBA verið með þrefalda tvennu og skorað jafn mörg stig í einum leik. Jokic spilaði 53 af 58 mínútum í leiknum. 🃏 NIKOLA JOKIĆ, A GAME FOR THE HISTORY BOOKS 🃏🤯 61 PTS🤯 10 REB🤯 10 AST🤯 6 3PM🤯 2 STLAn all-time showing from an all-time player! pic.twitter.com/fdFyl2RyHU— NBA (@NBA) April 2, 2025 Westbrook tókst hins vegar að stela fyrirsögnunum með ótrúlegu klúðri undir lok leiks. Þegar tæpar fjórtán sekúndur voru eftir, í stöðunni 139-138 fyrir Denver, stal Westbrook boltanum og brunaði fram völlinn. Hann klúðraði hins vegar sniðsskoti og Minnesota fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Nickeil Alexander-Walker fékk boltann úti í horninu þegar tæp sekúnda var eftir. Westbrook hljóp í átt að honum og braut á honum þegar hann skaut boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá var 0,1 sekúnda á klukkunni. Alexander-Walker setti fyrstu tvö vítaskotin niður en brenndi viljandi af því þriðja. Hann tryggði Úlfunum því ótrúlegan sigur, 139-140. AN INSTANT CLASSIC DESERVES A WILD FINISH 🚨Timberwolves get the rebound, push it down court, and draw the foul on the 3PA!Nickeil Alexander-Walker drills two CLUTCH free throws to secure the win for the Timberwolves 🤯🤯 pic.twitter.com/CSkEnU1rj9— NBA (@NBA) April 2, 2025 Michael Malone, þjálfari Denver, neitaði að kenna Westbrook um tapið. „Hann hatar að tapa. Svo hann vill eflaust ekki heyra neitt af þessu því hann er fullkomnunarsinni og keppnismaður. Og þekkjandi hann mun hann eflaust kenna sér að miklu leyti um þetta. En við töpuðum í kvöld. Denver Nuggets, við sem lið töpuðum leiknum, ekki einn leikmaður,“ sagði Malone. Westbrook spilaði í 38 mínútur í leiknum; skoraði ellefu stig, tók sex fráköst, gaf sjö stoðsendingar og tapaði boltanum fimm sinnum. Denver lék án Jamals Murray og Michaels Porter yngri í nótt. Liðið er í 3. sæti Vesturdeildarinnar. Þetta var þriðji sigur Minnesota í röð en liðið er í 7. sæti Vesturdeildarinnar. Anthony Edwards skoraði 34 stig fyrir liðið, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Julius Randle og hetjan Alexander-Walker skoruðu 26 stig hvor.
NBA Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira