„Auðvitað söknum við hennar“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2025 15:15 Guðrún og Glódís hafa spilað fjölmarga landsleiki saman síðustu misseri. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Guðrún Arnardóttir saknar Glódísar Perlu Viggósdóttur líkt og aðrir leikmenn Íslands. Henni gefst hins vegar tækifæri til að axla meiri ábyrgð í komandi landsleikjum, líkt og öðrum varnarmönnum íslenska liðsins. Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Ísland mætir Noregi og Sviss í Þjóðadeild kvenna í fótbolta á föstudag og þriðjudag á Valbjarnarvelli í Laugardal. Klippa: Guðrún búin að jafna sig og tilbúin að axla ábyrgð Guðrún kom hingað til lands í fyrradag og hefur æft með íslenska hópnum. Tímabilið er nýhafið hjá henni í Svíþjóð með Rosengård þar sem hún missti af bikarleik og spilaði lítið í fyrstu umferð deildarinnar. Hún glímdi við smávægileg meiðsli en hefur náð sér að fullu og er klár í komandi leiki. „Ég er bara orðin góð. Ég var með smá vesen aftan í læri. Ég missti af einum leik og gat spilað takmarkað í öðrum. En ég spilaði 90 mínútur síðustu helgi og er fit to fight,“ segir Guðrún. Noregur er andstæðingur Íslands á föstudaginn og Guðrúnu hlakkar til. „Þær eru með hörkulið, eru með aggressívt lið. Það eru líka ákveðin tækifæri í því hvernig þær spila, fyrir okkur. Ég er mjög spennt fyrir því að mæta þeim og að spila á Íslandi líka,“ segir Guðrún. Það sé alltaf gott að koma heim á klakann. „Það er ákveðin öðruvísi stemning. Það finnst öllum vænt um að vera hérna. Það er gaman að fá fjölskyldu og vini á leiki, og alla stuðningsmennina. Það er extra skemmtilegt,“ segir Guðrún. Aðrar axla ábyrgð í fjarveru Glódísar Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, verður ekki með í komandi leikjum. Hún hefur aldrei áður misst af landsleik vegna meiðsla og verið fasti í liðinu síðasta áratuginn. Guðrún segir söknuður vera af félaga sínum í varnarlínunni. „Við erum náttúrulega vanar að hafa hana bara alltaf. Það hefur ekki verið landsleikur eða landsliðsverkefni án hennar. Auðvitað söknum við hennar, hún er frábær leikmaður og frábær persóna líka – mikill leiðtogi. En það er bara tækifæri fyrir aðrar að stíga upp, axla ábyrgð og sýna sig,“ segir Guðrún. Ísland mætir komandi mótherjum einnig á EM í Sviss í sumar. Það hafi þó ekki mikil áhrif og leikmenn séu ekki farnir að huga að Evrópumótinu. „Við erum bara svolítið að einblína á það sem við erum að gera núna. Allur fókus er bara á leikinn á föstudaginn, maður nær ekkert að hugsa svona langt fram í tímann. Maður er svolítið í núinu,“ segir Guðrún. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira