Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar 3. apríl 2025 10:01 Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er fyrir löngu orðin hluti af sjálfsmynd okkar sem þjóðar, enda mikilvæg forsenda þeirrar velsældar og lífsgæða sem við búum við hér á landi. Við getum öll verið stolt af þvísem uppbygging raforkukerfisins hefur fært okkur. Mín kynslóð þekkir lítið annað en að það sé til nóg af grænni orku til að uppfylla þarfir okkar, hvort heldur er í hversdagslífinu eða atvinnulífinu. Afi minn og amma höfðu sannarlega aðra sögu að segja. En hver verður staðan hjá börnum okkar og barnabörnum? Í rúmlega 5 ára gamalli orkustefnu stjórnvalda er kveðið á um að orkuþörf samfélagsins skuli ávallt uppfyllt. Núna blasir hins vegar við sú staða að við getum ekki mætt allri eftirspurn eftir raforku. Það gildir bæði um aukna orkuþörf vegna almenns vaxtar samfélagsins og um aukna orkuþörf fyrirtækja sem vilja bæta við rekstur sinn eða hefja nýjan. Hér er rétt að taka fram að orkuþörf vegna orkuskipta í samgöngum virðist ætla að verða minni en spáð var næstu 10 árin þar sem þróun notkunar rafeldsneytis gengur hægar en spár gerðu ráð fyrir. Vinnsla rafeldsneytis er enn ekki samkeppnishæf en við fylgjumst grannt með þróuninni, tilbúin að láta að okkur kveða þegar það verður hagkvæmt. Hver er orkuþörfin? Það er hvetjandi að lesa stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnarþar sem áhersla er á aukna orkuöflun, styrkingu flutningskerfis og bætta orkunýtni þannig að stutt verði við orkuskipti og verðmætasköpun um allt land. Þá hefur ríkisstjórnin boðað að ferli leyfisveitinga verði einfaldað, tímafrestir lögbundnir og verkefni í nýtingarflokki rammaáætlunar látin njóta forgangs í stjórnsýslunni. Okkur Íslendinga vantar skýra framtíðarsýn um orkuþörf til næstu áratuga, sem ég vonast til að sjá í þeirri nýju atvinnustefnu sem ríkisstjórnin hefur boðað. Það er til dæmis æskilegt við afgreiðslu rammaáætlunar að horfa til þess hve mikilli orku samfélagið þarf á að halda á hverjum tíma þannig að orkunýtingarflokkurinn miðist ávallt við að mæta þeim þörfum. Og að þar sé að finna kosti á réttum stöðum, þ.e. bæði nálægt fyrirliggjandi innviðum og á stöðum sem henta notendum orkunnar, þar sem vinna má orku á samkeppnishæfu verði. Um leið og við erum opin fyrir öllum nýjum kostum í orkuöflun verðum við að vera raunsæ. Nú er staðan sú að vatnsorka, jarðvarmi og vindorka á landi eru samkeppnishæfir kostir, þ.e. þegar virkjað er á réttu stöðunum, en aðrir kostir eru ekki hagkvæmir og verða það ekki á næstunni. Það gildir t.d. bæði um vindorku á hafi og sólarorku, svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun núna: Orka eftir áratug Virkjanir rísa ekki á einni nóttu. Ákvörðun um virkjun núna þýðir að rafmagnið fer að streyma frá henni í fyrsta lagi eftir áratug. Við verðum því að taka ákvörðun núna um virkjanir sem samfélagið þarf á að halda árið 2035. Þennan tíma er reyndar hægt að stytta ef stjórnvöld halda vel á spöðunum við endurskoðun á því hvernig leyfi til framkvæmda og rekstrar virkjana eru afgreidd. Það ferli er hægt að stytta með samþættingu umhverfismats og leyfisveitinga án þess að slaka á umhverfiskröfum eða samráði við hagaðila. Hér eru tækifæri til að bæta og jafnframt einfalda aðkomu almennings með því að taka á öllum atriðum máls á sama tíma og á sama stað.Ein samræmd leyfisveiting getur hæglega þjónað sama tilgangi og það flókna ferli sem við búum við í dag. Vilji til orkuöflunar Orkuöflunarvilji er nýtt hugtak sem heyrst hefur í umræðu um orkumál. Við þurfum að taka afstöðu til þess hversu mikla orku við viljum vinna og í hvað við viljum nýta hana. Stjórnvöld verða að marka stefnu um orkuöflun á hverjum tíma. Ef við ætlum að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir hreina raforku og halda í við þarfir vaxandi samfélags þá blasir við að það þarf að virkja meira. Við skuldum framtíðarkynslóðum að taka skynsamlegar ákvarðanir núna til að þau fái notið sömu eða betri lífsgæða og við höfum búið við. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar