Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 3. apríl 2025 20:03 Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum. Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða! Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi? Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt. Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg. Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS. Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur! Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir. Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk. Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað. Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun