Fótbolti

„Skandall“ í gær en upp­selt í dag

Aron Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Sigurðardóttir verður fyrirliði Íslands í dag í fjarveru Glódísar Perlu
Ingibjörg Sigurðardóttir verður fyrirliði Íslands í dag í fjarveru Glódísar Perlu Vísir/Getty

Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta sem fram fer á Þróttaravellinum seinna í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ núna í morgun en landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sem og fyrirliði liðsins í leik dagsins, Ingibjörg Sigurðardóttir lýstu yfir vonbrigðum sínum með það á blaðamannafundi í gær að ekki væri orðið uppselt á leikinn.

Um er að ræða tvö landslið ofarlega á styrkleikalista FIFA með margar þekktar knattspyrnustjörnur innan sinna raða en liðin tvö munu einmitt einnig mætast á Evrópumótinu í Sviss í sumar.

Fyrir leik dagsins situr Noregur í 2.sæti riðilsins í A-deildinni með þrjú stig að loknum fyrstu tveimur umferðum keppninnar. Ísland er í þriðja sæti með eitt stig og getur með sigri í dag lyft sér upp í annað sæti riðilsins.

Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan korter í fimm í dag. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×