Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar 4. apríl 2025 13:16 Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun