Handbolti

FH og Fram byrjuðu úr­slita­keppnina á sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rúnar Kárason var markahæstur í Framliðinu í kvöld.
Rúnar Kárason var markahæstur í Framliðinu í kvöld. Vísir/Anton

FH og Fram fögnuðu sigri í kvöld þegar úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta fór af stað.

Þetta var létt kvöld fyrir FH-ingana en Framarar þurftu að hafa meira fyrir sigri sínum á móti Haukum.

Framarar unnu eins marks sigur á Haukum, 28-27, eftir að hafa verið yfir nánast allan leikinn. Fram var 16-14 yfir í hálfleik og komst síðan sjö mörkum yfir um miðjan seinni hálfleik, 24-17.

Haukarnir komu sér aftur inn í leikinn með góðum endaspretti en það kom of seint og heimamenn fögnuðu sigri. Næsti leikur fer fram á Ásvöllum og þar þurfa Haukar að vinna ætli þeir ekki fara strax í sumarfrí.

Rúnar Kárason skoraði sjö mörk fyrir Fram í kvöld og þeir Marel Baldvinsson og Reynir Þór Stefánsson voru með sex mörk hvor. Reynir gaf einnig átta stoðsendingar.

Skarphéðinn Ívar Einarsson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Birkir Snær Steinsson var með fimm mörk.

Deildarmeistarar FH unnu öruggan ellefu marka sigur á HK, 32-21, eftir að hafa verið 15-9 yfir í hálfleik.

Sigur FH-liðsins var mjög öruggur og þeir geta nú komist í undanúrslit með sigri í Kórnum í leik tvö.

Jóhannes Berg Andrason skoraði sjö mörk fyrir FH í kvöld og Ásbjörn Friðriksson var með fimm mörk og fimm stoðsendingar. Daníel Freyr Andrésson varði 13 skot og 52 prósent skota sem á hann komu.

Sigurður Jefferson Guarino var markahæstur hjá HK með fjögur mörk en HK þarf að spila miklu betri í leik tvö ætli þeir ekki að fara strax í sumarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×