Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar 6. apríl 2025 08:31 Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Námslán Háskólar Skóla- og menntamál Hagsmunir stúdenta Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður. En nú, mörgum áratugum síðar, stendur kerfið frammi fyrir áskorunum. Færri námsmenn nýta sér stuðning sjóðsins og núverandi fyrirkomulag námslána þjónar ekki lengur öllum hópum – sérstaklega ekki þeim sem mest þurfa á því að halda. Það er áhyggjuefni, Menntasjóður námsmanna verður að vera félagslegur jöfnunarsjóður og skapa raunverulega möguleika fyrir ungt fólk til að helga sig námi. Í síðustu viku lagði ég því fram frumvarp á Alþingi sem er fyrsta skrefið í að snúa þessari þróun við. Meðal helstu breytinga er að núverandi fyrirkomulag niðurfellingar námslána – þar sem allt að 30% höfuðstóls er fellt niður við námslok verður gert sveigjanlegra. Í stað þess geta námsmenn, sem uppfylla skilyrði um námsframvindu, fengið allt að 20% niðurfellingu að lokinni hverri námsönn og 10% til viðbótar við námslok, ljúki þeir námi innan tilskilinna tímamarka. Þetta fyrirkomulag eykur sveigjanleika og gerir námsstyrki aðgengilegri fyrir fleiri. Það eykur líkurnar á að námsmenn fái raunverulega lækkun á höfuðstól lánsins og hvetur áfram til áfangasigra í námi, ekki einungis að lokatakmarkinu. Ég legg jafnframt til breytingar á vaxtaviðmiðum sjóðsins, þar sem í stað þess að miða við vexti eins mánaðar hverju sinni, verður stuðst við meðaltal vaxta síðustu þriggja ára. Með því minnkum við sveiflur og gerum greiðslubyrði námslána fyrirsjáanlegri – sérstaklega á tímum óvissu og hárra vaxta. Að auki verður heimildin til að greiða af einu láni í einu rýmkuð þannig að í stað þess að hún nái aðeins til tekjutengdra afborgana H-lána, sem urðu til eftir gildistöku Menntasjóðslaganna, nái hún jafnframt til jafngreiðslulána í þessum lánaflokki. Þá er óbreytt að heimildin nær til lánaflokka samkvæmt eldri lögum. Sagan undanfarin fimm ár hefur kennt okkur mikilvæga lexíu: þegar verðbólga og stýrivaxtahækkanir skekja efnahaginn, versnar staða námsmanna hratt. Þessi reynsla kallar á viðbrögð – en líka á umræðu um hvert við viljum stefna með stuðningskerfi fyrir námsmenn. Næstu mánuðir verða nýttir til frekari umbóta og heildarendurskoðunar á sjóðnum, einnig þarf að líta til úthlutunarreglna sjóðsins og breytinga sem gera þarf á þeim samhliða. Við höfum umtalsverða reynslu og greiningar í höndunum og von mín er að þessari endurskoðun ljúki á næsta þingvetri – og að við getum sameinast um kerfi sem virkar fyrir alla námsmenn. Höfundur er menningar- nýsköpunar- og háskólaráðherra
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun