Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 6. apríl 2025 21:03 Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaathvarfið Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt en samt staðreynd að þörf er á Kvennaathvarfi og við verðum að tryggja að slíkt úrræði sé til staðar fyrir konur og börn sem flýja heimili sín. Um leið verðum við að segja komið gott af ofbeldi í garð kvenna. Sem betur fer fara margir karlmenn í gegn um lífið án þess að níðast á konum og beita þær ofbeldi, en þeir sem það gera koma því miður oft óorði á hópinn í heild. Hvernig væri að þið friðelskandi og kærleiksríku bræður okkar hoppið á vagninn með okkur og fordæmið ofbeldishegðun kynbræðra ykkar, hátt og snjallt svo eftir verði tekið? Þið viljið vafalítið flestir að mæður ykkar, systur og dætur fari í gegn um lífið óhræddar við að þær verði fyrir ofbeldi á skemmtistöðum, inni á eigin heimili þeirra eða í skjóli næsta skugga. Að þær séu smánaðar á líkama og sál vegna þess að karlmaðurinn í þeirra lífi eða sá sem þær rákust á ræður ekki við eigin hegðun og leitar sér ekki hjálpar. Við öll sem höfum rödd verðum að láta í okkur heyra og til okkar taka. Vera bandamenn, minna á, tala og hegða okkur á þann hátt að það sé skýrt að ofbeldi er ekki liðið, að ekki sé hlegið að ofbeldi eða það notað í gríni og þannig gert lítið úr því. Ofbeldi á aldrei rétt á sér og það á aldrei að líða, fegra eða réttlæta á neinn hátt. Kennum börnum strax að ofbeldi sé aldrei leiðin heldur samtalið og samkenndin. Fræðum og ræðum um birtingarmyndir ofbeldis því það er ekki einungis í hnefa heldur einnig í hnjóði, í þögninni sem fylgir fýlu sem og fúkyrðum um femínisma. Að forréttindafólk og kjörnir fulltrúar fái skýr skilaboð um að kvenréttindi séu einfaldlega mannréttindi. Að við eigum að geta klætt okkur eins og okkur líður best, að við þurfum ekki að halda hönd yfir glasið innan um fólk, ganga milli staða með lyklana í hnefanum eða kvíða því að fara heim úr vinnunni, því heima séum við staddar í helvíti en samt ekki dauðar, ennþá. Trúum þeim sem segja frá ofbeldi, kennum þeim ekki um og gerum ekki lítið úr sögum þeirra eða upplifun. Strákar, berjist með okkur gegn eitraðri karlmennsku með þeirri kærleiksríku. Látið í ykkur heyra og fordæmið þá sem leyfa sér í skjóli feðraveldis að níða og meiða. Verið bræður okkar í baráttunni! Að því rituðu hvet ég öll til að leggja þjóðarátaki um nýtt Kvennaathvarf lið. Söfnunarnúmerin verða opin til 8. apríl og því er enn hægt að styrkja þarft verkefni. Höfundur er sérfræðingur í kennslu og stjórnun í leik-, grunn- og háskólum til 25 ára.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar