Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. apríl 2025 08:16 Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum verið hér áður. Í kreppunni miklu settu Bandaríkin háa tolla á innfluttar vörur, t.d. með svokallaðri Smoot-Hawley Tariff Act sem hækkaði tolla á meira en 20.000 vörutegundir. Viðbrögð viðskiptaríkja voru að hækka tolla á vörur frá Bandaríkjunum. Breski hagfræðingurinn Joan Robinson skrifaði af þessu tilefni grein þar sem hún benti á að sú aðgerð að setja tolla á þau ríki sem setja tolla á þig væri álíka skynsamlegt og að fylla höfnina sína af grjóti vegna þess að strandir viðskiptaríkja væru grýttar! Með þessu vildi hún draga fram að tollar koma harðast niður á neytendum og fyrirtækjum þeirra ríkja sem setja tollinn á. Það er einfaldlega ekkert á þeim að græða. Samningar í stað tollastríðs Nú er tollastríð milli okkar helstu vina og viðskiptaríkja, á tíma þegar það er mikilvægt að lýðræðisríki standi þétt saman. Ísland hefur til þessa sloppið hlutfallslega vel, en það getur breyst fljótt. Einnig er mikilvægt að hafa í huga að Ísland verður fyrir margskonar áhrifum af tollastríðinu, meðal annars þar sem hagvöxtur dregst saman í viðskiptaríkjum okkar og eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar, þar með talið ferðaþjónustu. Í stað þess að auka viðskiptahömlur ættum við að draga úr þeim. 33 milljarða ávinningur á ári Ísland er opið og útflutningsmiðað hagkerfi. Við höfum í áratugi unnið að því að byggja upp öflugt net fríverslunarsamninga í samstarfi við vini okkar í EFTA; Sviss, Noreg og Liechtenstein. Þessir samningar lækka ekki aðeins tolla heldur skapa stöðug, reglumiðuð og fyrirsjáanleg viðskiptaskilyrði fyrir okkar atvinnulíf. Íslenskir útflytjendur nutu að minnsta kosti 33 milljarða króna ávinnings af tollfríðindum á síðasta ári á grundvelli EES-samningsins og annarra fríverslunarsamninga sem gerðir hafa verið á grunni aðildar Íslands að EFTA, eins og fram kemur í nýrri úttekt utanríkisráðuneytisins, Skattsins og EFTA skrifstofunnar. Samstarf um opin viðskipti Það er sérstaklega mikilvægt að fulltrúar Íslands noti hvert tækifæri til að ítreka mikilvægi frjálsra viðskipta, sérstaklega núna á tímum vaxandi verndarstefnu og óvissu í alþjóðaviðskiptakerfinu. Á sama tíma þurfa stjórnvöld og atvinnulíf að vinna þétt saman. Viðskiptahindranir skapa ekki verðmæti og þó að það sé freistandi fyrir ríki að bregðast við tollum með tollum, er mikil hætta á að slík viðbrögð bitni harðast á neytendum heima fyrir. Eins og orðatiltækið segir, þú getur ekki drukkið eitur og ætlast til að óvinur þinn deyi. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun