„Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Ágúst Orri Arnarson skrifa 7. apríl 2025 22:31 Karólína Lea ræddi við Stöð 2 og Vísi fyrir leik Íslands og Sviss. Vísir/Stöð 2 „Bara vel. Þetta er búið að vera jákvætt eftir Noregsleikinn, mikið af ljósum punktum og við verðum að byggja ofan á þetta,“ sagði landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir aðspurð hvernig sér liði í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Karólína Lea var í eldlínunni þegar Ísland og Noregur gerðu markalaust jafntefli í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Næsti leikur liðsins er gegn Sviss. Miðjumaðurinn öflugi var spurð út í hvað hefur mest verið rætt síðan leiknum gegn Noregi lauk. „Það sem við getum byggt ofan á. Við gerðum mikið af góðum hlutum. Vorum þéttar varnarlega og vorum að skapa mikið sóknarlega. Fengum flott færi og það eina sem vantaði var þetta mark. Þurfum að ná því inn og þá er ég bjartsýn.“ Það kom blaðamanni á óvart hversu heimilislegt allt er á hóteli landsliðsins. Þjálfarinn á inniskónum og fleira í þeim dúr. „Við fórum aðeins út í gær, fengum þá smá frítíma annars erum við bara hér að jafna okkur á milli leikja. Fjölskyldan kemur stundum á hótelið en það er þá bara eitthvað stutt á milli æfinga.“ Síðast þegar Ísland mætti Sviss lauk leiknum með markalausu jafntefli. „Sviss er hörkulið með mikið af frábærum leikmönnum þannig að við þurfum að eiga góðan leik til að eiga möguleika á sigri,“ sagði Karólína Lea og bætti jafnframt við að ef liðið myndi byggja á Noregsleiknum þá ættu möguleikarnir að vera góðir. „Maður þarf að skora til að vinna leiki og við ætlum að gera það á morgun, þriðjudag.“ Leikur Íslands og Sviss hefst klukkan 16.45 á morgun, þriðjudag. Verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á Vísi. Klippa: Karólína Lea: „Maður þarf að skora til að vinna leiki“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira