Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2025 07:48 Árangur íslenskra nemenda í PISA er verri en nokkru sinni áður og er undir meðaltali OECD og Norðurlanda í öllum þáttum. Helmingur drengja útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Námsgögn eru úrelt og standast ekki kröfur samtímans. Í alþjóðlegum samanburði erum við með ágætlega fjármagnað grunnskólakerfi en árangurinn er ekki í neinu samræmi við þá fjármuni sem fara inn í kerfið. Þetta er þróun sem við höfum séð frá aldamótum - og hvernig höfum við brugðist við? Við hættum að mæla árangur með því að leggja samræmd próf af. Við tölum niður alþjóðlegan samanburð hvort sem það eru niðurstöður PISA eða hvað varðar fjármögnun kerfisins. Hvað höfum við gert? Nú er áratugur síðan undirrituð starfaði sem framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og var samhliða formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Því miður hefur lítið breyst. Þá, rétt eins og nú, snerist baráttan um tilverurétt sjálfstætt starfandi skóla óháð eftirspurn eða árangri. Sjálfstætt starfandi skólar hafa staðið sig vel. Þegar við mældum árangur á Íslandi með samræmdum prófum voru oftast þrír sjálfstætt starfandi grunnskólar í topp fimm yfir þá skóla sem skoruðu hæst, bæði í íslensku og stærðfræði. Árangurinn sáum við einnig úttektum, þjónustukönnunum, Skólapúlsi og eftirspurn eftir skólavist. Þrátt fyrir ánægju nemenda, foreldra og forráðamanna, kennara og starfsfólks er staða þessara sjálfstætt starfandi grunnskóla slæm. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík er í húsnæðisvandræðum þrátt fyrir fögur fyrirheit borgarinnar um aðstoð síðan skólinn var stofnaður árið 2008. Rekstur Landakotsskóla er í uppnámi vegna uppbyggingar alþjóðlegrar deildar sem ekki er valkostur í öðrum grunnskólum og mikil eftirspurn er eftir nú þegar alþjóðlegum sérfræðingum sem hér starfa hefur fjölgað svo um munar. Borgin afþakkar líka þjónustu Ásgarðsskóla sem býður upp á fjarnám í elstu bekkjum grunnskóla fyrir nemendur sem eru langveikir, haldnir skólaforðun eða hafa átt erfitt félagslega - og mikil þörf er á. Það er nefnilega oft þannig hjá hinu opinbera að það er ekki sama hvaðan gott kemur. Það er engin tilviljun að 97% íslenskra grunnskóla eru reknir af hinu opinbera en aðeins 3% af einkaaðilum. Sjálfstætt starfandi grunnskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Landakotsskóli var stofnaður árið 1896 og Ísaksskóli árið 1926 og verður því 100 ára á næsta ári. Hjallastefnan er á fertugsaldri og hefur rekið grunnskóla síðan árið 1999. Þessir skólar og aðrir spennandi valkostir eins og NÚ í Hafnarfirði eða Ásgarður - skóli í skýinu hafa orðið að veruleika vegna elju frumkvöðla sem fylgja eftir hugsjón sinni til að bæta menntakerfið og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Þessir skólar eru ekki til vegna hvatningar og stuðnings frá yfirvöldum. Engin framtíð án fólks Meiri fjölbreytni og ólíkari valkosti vantar í íslenskt skólakerfi, ekki aðeins til að auka gæði og efla menntakerfið, sem hefur svo áhrif á verðmætasköpun og lífsgæði okkar, heldur fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Líka fyrir alla þá sem starfa eða vilja starfa í grunnskóla. Við þurfum fleira öflugt fólk inn í skólakerfið - og við verðum að halda í þann mikla mannauð sem við eigum þar í dag. Staðreyndin er sú að fjórðungur kennara sér ekki fyrir sér framtíð í kennslu. En hvaða kerfisbreytingar eða hvatar eru í kerfinu til að snúa þessari þróun við? Hvernig náum við inn meiri fjölbreytni og ólíkari valkostum? Hvernig gerum við starf kennarans eftirsóknarverðara. Erum við samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi með nýsköpun í kennsluháttum og námsgögnum. Erum við að nýta gervigreind og innleiða nýja tækni af fullum krafti? Grunnskólar á Íslandi eru reknir með fjármagni úr sameiginlegum sjóðum, óháð rekstrarformi. Eini munurinn er sá að sjálfstætt starfandi skólar fá 75% af landsmeðaltali með hverjum nemanda. Hvernig væri að hið opinbera hætti að gera upp á milli rekstrarforma - og léti fé fylgja barni óháð því hver borgar laun kennarans? Þá fyrst verða skólarnir raunverulegt val fyrir alla, óháð efnahag. Samkeppni hefur áhrif á gæði Eins er það þannig að ef skólar fá nemendur alltaf í áskrift, óháð því hvernig þeir standa sig eða hvaða árangri þeir ná því nemendur og fjölskyldur þeirra hafa ekkert val, er hætta á að metnaður og gæði minnki. Hlutverk hins opinbera er ekki að velja fyrir okkur og gera upp á milli rekstrarforma heldur að tryggja að við, skattgreiðendurnir, höfum valið. Treystum fjölskyldum til að velja þann skóla sem þau trúa að sé bestur fyrir barnið sitt. Treystum skólafólki til að velja hvort það starfi hjá einkaaðilum eða hinu opinbera. Treystum þeim líka til að skapa sín eigin tækifæri með nýjungum í íslensku menntakerfi. Lífsgæði byggjast á verðmætasköpun í samfélaginu og þar er menntun í lykilhlutverki. En gleymum aldrei að fyrst og síðast snýst þetta um börn og ungmenni. Þau eru jafn ólík og þau eru mörg - og eiga að fá að vera ólík. Þess vegna þurfum við fjölbreyttari skóla og ólíka valkosti. Framtíð okkar byggir á menntun og tækifærum komandi kynslóða. Höfundur var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og fyrrum formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda í PISA er verri en nokkru sinni áður og er undir meðaltali OECD og Norðurlanda í öllum þáttum. Helmingur drengja útskrifast úr grunnskóla án þess að hafa náð grunnfærni í læsi. Námsgögn eru úrelt og standast ekki kröfur samtímans. Í alþjóðlegum samanburði erum við með ágætlega fjármagnað grunnskólakerfi en árangurinn er ekki í neinu samræmi við þá fjármuni sem fara inn í kerfið. Þetta er þróun sem við höfum séð frá aldamótum - og hvernig höfum við brugðist við? Við hættum að mæla árangur með því að leggja samræmd próf af. Við tölum niður alþjóðlegan samanburð hvort sem það eru niðurstöður PISA eða hvað varðar fjármögnun kerfisins. Hvað höfum við gert? Nú er áratugur síðan undirrituð starfaði sem framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og var samhliða formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla. Því miður hefur lítið breyst. Þá, rétt eins og nú, snerist baráttan um tilverurétt sjálfstætt starfandi skóla óháð eftirspurn eða árangri. Sjálfstætt starfandi skólar hafa staðið sig vel. Þegar við mældum árangur á Íslandi með samræmdum prófum voru oftast þrír sjálfstætt starfandi grunnskólar í topp fimm yfir þá skóla sem skoruðu hæst, bæði í íslensku og stærðfræði. Árangurinn sáum við einnig úttektum, þjónustukönnunum, Skólapúlsi og eftirspurn eftir skólavist. Þrátt fyrir ánægju nemenda, foreldra og forráðamanna, kennara og starfsfólks er staða þessara sjálfstætt starfandi grunnskóla slæm. Barnaskóli Hjallastefnunnar í Reykjavík er í húsnæðisvandræðum þrátt fyrir fögur fyrirheit borgarinnar um aðstoð síðan skólinn var stofnaður árið 2008. Rekstur Landakotsskóla er í uppnámi vegna uppbyggingar alþjóðlegrar deildar sem ekki er valkostur í öðrum grunnskólum og mikil eftirspurn er eftir nú þegar alþjóðlegum sérfræðingum sem hér starfa hefur fjölgað svo um munar. Borgin afþakkar líka þjónustu Ásgarðsskóla sem býður upp á fjarnám í elstu bekkjum grunnskóla fyrir nemendur sem eru langveikir, haldnir skólaforðun eða hafa átt erfitt félagslega - og mikil þörf er á. Það er nefnilega oft þannig hjá hinu opinbera að það er ekki sama hvaðan gott kemur. Það er engin tilviljun að 97% íslenskra grunnskóla eru reknir af hinu opinbera en aðeins 3% af einkaaðilum. Sjálfstætt starfandi grunnskólar eiga sér langa sögu á Íslandi. Landakotsskóli var stofnaður árið 1896 og Ísaksskóli árið 1926 og verður því 100 ára á næsta ári. Hjallastefnan er á fertugsaldri og hefur rekið grunnskóla síðan árið 1999. Þessir skólar og aðrir spennandi valkostir eins og NÚ í Hafnarfirði eða Ásgarður - skóli í skýinu hafa orðið að veruleika vegna elju frumkvöðla sem fylgja eftir hugsjón sinni til að bæta menntakerfið og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Þessir skólar eru ekki til vegna hvatningar og stuðnings frá yfirvöldum. Engin framtíð án fólks Meiri fjölbreytni og ólíkari valkosti vantar í íslenskt skólakerfi, ekki aðeins til að auka gæði og efla menntakerfið, sem hefur svo áhrif á verðmætasköpun og lífsgæði okkar, heldur fyrir nemendur og fjölskyldur þeirra. Líka fyrir alla þá sem starfa eða vilja starfa í grunnskóla. Við þurfum fleira öflugt fólk inn í skólakerfið - og við verðum að halda í þann mikla mannauð sem við eigum þar í dag. Staðreyndin er sú að fjórðungur kennara sér ekki fyrir sér framtíð í kennslu. En hvaða kerfisbreytingar eða hvatar eru í kerfinu til að snúa þessari þróun við? Hvernig náum við inn meiri fjölbreytni og ólíkari valkostum? Hvernig gerum við starf kennarans eftirsóknarverðara. Erum við samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi með nýsköpun í kennsluháttum og námsgögnum. Erum við að nýta gervigreind og innleiða nýja tækni af fullum krafti? Grunnskólar á Íslandi eru reknir með fjármagni úr sameiginlegum sjóðum, óháð rekstrarformi. Eini munurinn er sá að sjálfstætt starfandi skólar fá 75% af landsmeðaltali með hverjum nemanda. Hvernig væri að hið opinbera hætti að gera upp á milli rekstrarforma - og léti fé fylgja barni óháð því hver borgar laun kennarans? Þá fyrst verða skólarnir raunverulegt val fyrir alla, óháð efnahag. Samkeppni hefur áhrif á gæði Eins er það þannig að ef skólar fá nemendur alltaf í áskrift, óháð því hvernig þeir standa sig eða hvaða árangri þeir ná því nemendur og fjölskyldur þeirra hafa ekkert val, er hætta á að metnaður og gæði minnki. Hlutverk hins opinbera er ekki að velja fyrir okkur og gera upp á milli rekstrarforma heldur að tryggja að við, skattgreiðendurnir, höfum valið. Treystum fjölskyldum til að velja þann skóla sem þau trúa að sé bestur fyrir barnið sitt. Treystum skólafólki til að velja hvort það starfi hjá einkaaðilum eða hinu opinbera. Treystum þeim líka til að skapa sín eigin tækifæri með nýjungum í íslensku menntakerfi. Lífsgæði byggjast á verðmætasköpun í samfélaginu og þar er menntun í lykilhlutverki. En gleymum aldrei að fyrst og síðast snýst þetta um börn og ungmenni. Þau eru jafn ólík og þau eru mörg - og eiga að fá að vera ólík. Þess vegna þurfum við fjölbreyttari skóla og ólíka valkosti. Framtíð okkar byggir á menntun og tækifærum komandi kynslóða. Höfundur var framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar og fyrrum formaður Samtaka sjálfstætt starfandi skóla
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun