Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar 8. apríl 2025 12:32 Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaathvarfið Kynferðisofbeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það er mikill meirihluti af karlmönnum og drengjum sem standa með konum og stúlkum, langstærstur hluti. Meirihluti sem sannarlega finnur á andrúmsloftinu og í menningunni að það eru neikvæðar breytingar í farvatninu sem hafa áhrif á stúlkur og konur. Skorti á töluleg gögn fyrir því sem mörgum er ljóst þá sögðu 24% þeirra þjóða sem fjallað er um í skýrslu Sameinuðu þjóðanna að það væri BAKSLAG í jafnrétti kynjanna. Lönd eins og Spánn, Kanada, Þýskaland og Holland þar á meðal og að aukinn kraftur væri í andstreymi við jafnrétti kynjanna. Samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu sem hefur fylgst með stöðu jafnréttismála frá árinu 2006 á fjórum lykilsviðum (efnahagslegri þátttöku og tækifærum, menntunarstigi, heilsu, og pólitískri valdeflingu) þá tekur ekki nema um 130 ár fyrir konur að standa jafnfætis körlum. Hvað geta karlar og ungir menn gert í því? Það er hægt að vera fyrirmynd og sýna forystu í að breyta þeirri stefnu sem er að birtast í dag. Mynda örlítið skjól fyrir mótbyrnum sem sannarlega er þörf á. Jafn kjánalegt og það er að segja það þá eru konur minnihlutahópur á meðan þær eru ekki jafnréttis körlum þegar kemur að réttindum og stöðu í samfélaginu á heimsvísu. Jafnmargar og karlar en samt ekki alveg með allt eins þegar kemur að stöðu í lífinu. Bara vegna kyns. Og þegar atlaga er gerð að einum minnihlutahópi normaliserar það að ganga að þeim næsta. Á þann hátt er augljóst að þegar gengið er að réttindum til að mynda hinsegins fólks að þá opnar það hurðina að því að takmarka eða stöðva réttindi næsta hóps. Ef þú vilt mynda skjól fyrir stúlkur og konur sem beittar eru ofbeldi, eiga ekki möguleika á nauðsynlegri læknisþjónustu, ekki einu sinni nauðsynlegum hreinlætisvörum skaltu gerast Ljósberi hjá UN Women á Íslandi. Þá hefur þú áhrif. Hefur þér hryllt við frásögnum af ofbeldi gagnvart konum og stúlkum í fréttum hérna heima? Hefur þú heyrt í ópum á hjálp þegar menn berja konur? Ef þú heyrir eitthvað, gerðu eitthvað. Þú getur líka styrkt Kvennaathvarfið. Burtséð frá frá pólitískri afstöðu, örvhentir og rétthentir, burtséð frá einhverri hugmyndafræði sem engu máli skiptir og á ekki að stöðva menn og drengi í því að standa í lappirnar og hafa raunveruleg áhrif. Það er hægt að segja það upphátt – það er hægt að gera það hljóðlega. Það er bara ekki hægt að gera ekki neitt. Því það er nístandi að heyra að konum og ungum stúlkum er nauðgað skipulega í stríðum til að brjóta niður samfélög og eyðileggja heilu kynslóðirnar. Nauðgunum beitt sem vopni. Þessi hvatning er til þess ætluð að þeir sem vilja standa með konum skjóti rótum og taki á sig eitthvað af vindinum. Leggjum tíma okkar, peninga eða rödd af mörkum til verndar, menntunar og valdeflingu stúlkna og kvenna, það hefur hefur bein jákvæð efnahagsleg áhrif á samfélög og kemur í veg fyrir að halda aftur af því sem eðlilegt er, að mannréttindi séu virt og að við stöndum jöfn. Andskotinn hafi það. Hér er hægt að gerast Ljósberi og gefa til Kvennaathvarfsins. Höfundur er varaformaður stjórnar UN Women á Íslandi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun