Sniðganga var rædd innan HSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. apríl 2025 08:00 Arnar Pétursson segir sniðgöngu á leiknum við Ísrael hafa komið til umræðu innan Handknattsleikssambandsins. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Ég get alveg verið hreinskilinn með það að þetta hefur verið aðeins snúið. Þetta er aðeins öðruvísi en vanalega. Við erum að spila við andstæðing sem við klárlega völdum okkur ekki og þurfum þar af leiðandi aðeins að glíma við það,“ segir Arnar Pétursson um verkefni kvöldsins er Ísland mætir Ísrael í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur. Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira
Gengið hefur á ýmsu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonum hafa borist ýmisskonar skilaboð og þá verður leikið fyrir luktum dyrum vegna tilmæla lögreglu, öryggis leikmanna vegna. Klippa: Ræðir Ísraelaleikina og allt þar í kring „Ég skil vel þennan óróleika og þennan óróa og hef sjálfur mjög sterkar skoðanir á þessu. Núna er mitt hlutverk og okkar hlutverk að klára þessa tvo leiki, að einblína á handboltann og það sem við erum að gera þar. Við þurfum að koma okkur á HM. Það er okkar markmið núna en svo getur vel verið að ég tjái mig eftir þá leiki og opinberi mínar skoðanir á þessu. Því ég hef klárlega mjög sterkar skoðanir á þessu ástandi,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins. Það vakti athygli þegar Kristinn Hrafnsson kallaði eftir slíku í gær í ljósi þess að landslið Ísraels tæki óbeinan þátt í réttlætingu þjóðarmorðs Ísraels á Palestínumönnum. Aðspurður um hvort sniðganga hafi verið rædd innan HSÍ segir Arnar: „Já, hún hefur gert það eins og svo margir aðrir þættir í kringum þetta. Það var tekin ákvörðun um að fara ekki þá leið, allavega enn sem komið er. Ég skil alveg þetta sjónarmið og ber virðingu fyrir því og finnst það eðlilegt, ég ætla að bíða með að tjá mig frekar um þetta þar til eftir leikina.“ Hverjar yrðu afleiðingar slíkrar sniðgöngu? „Stærsta afleiðingin yrði sú að Ísrael færi á HM í staðinn fyrir okkur. Við viljum gera okkar besta til að koma í veg fyrir það. Svo yrðu eflaust einhverjar fésektir og eitthvað sem við fengjum á okkur, sem er kannski smávægilegt í þessu stóra samhengi. Ég hef ekki kynnt mér það til hlítar. Ég er að reyna eins og hægt er að eyða næstu klukkustundum í að einblína á þessa leiki og koma okkur almennilega í gegnum þá,“ segir Arnar. Ísland mætir Ísrael að Ásvöllum klukkan 19:30 í kvöld fyrir luktum dyrum. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HSÍ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Sjá meira