Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2025 09:35 Henrik og Liva Ingebrigtsen gengu í hjónaband fyrir sjö árum. instagram-síða livu Eiginkona norska hlauparans Henriks Ingebrigtsen, Liva, lýsti atvikinu þegar Gjert Ingebrigtsen sló dóttur sína, Ingrid, með handklæði sem hryllilegu. Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð. Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sjá meira
Réttarhöldin yfir Gjert héldu áfram í gær. Hann er sakaður um að hafa beitt son sinn, Jakob, og dótturina Ingrid andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gjert er meðal annars sakaður um að hafa slegið Ingrid með handklæði í ársbyrjun 2022. Það varð til þess að bræður hennar ráku Gjert sem þjálfara sinn og slitu á öll samskipti við hann. Liva, eiginkona Henriks, næstelsta sonarsins, bar vitni í dómssal í gær. Hún rifjaði upp handklæðisatvikið frá 2022. Tók strax mynd af henni „Ég var heima. Hún kom inn því dyrnar voru ólæstar. Hún grét eins og áður en það var annar svipur á henni. Áður virtist hún vera þreytt og leið. Núna ... sá ég hrylling,“ sagði Liva. „Mín fyrstu viðbrögð voru: Hvað gerðist? Ég læsti öllum dyrum. Hún var rauð á kinninni. Það fyrsta sem ég gerði var að taka mynd af henni. Hún var hrædd.“ Gjert Ingebrigtsen gæti átt yfir höfði sér sex ára fangelsi. Eftir að hafa hugað að Ingrid hringdi Liva í Henrik sem var í æfingabúðum. Hann hafði samband við elsta bróðurinn, Kristoffer, sem fór til fundar við Gjert. Að sögn Livu var handklæðisatvikið kornið sem fyllti mælinn hjá bræðrunum en margt annað hafi spilað inn í að þeir ákváðu að reka hann sem þjálfara og hætta að tala við hann. Farið skelfilega illa með hana Liva táraðist í dómssal í gær er hún ræddi um meðferðina á Ingrid. Þau Henrik bjuggu í kjallaranum á fjölskylduheimilinu og samkvæmt Livu kom Ingrid grátandi til þeirra flest kvöld. Liva telur að Gjert hafi refsað Ingrid fyrir að hætta í íþróttum. „Mér finnst eins og ég hefði átt að segja eitthvað fyrr. Það var farið skelfilega illa með hana og ástæðan var að hún vildi ekki vera lengur í íþróttum. Það var ótrúlega skrítið, erfitt og hræðilegt að sjá hana koma niður til okkar á hverju kvöldi,“ sagði Liva. Gjert sver af sér allar sakir og þvertekur fyrir að hafa slegið Ingrid í andlitið. Hann segir að roðinn í kinnum hennar hafi verið einhvers konar húðviðbragð.
Mál Gjert Ingebrigtsen Frjálsar íþróttir Hlaup Noregur Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sjá meira
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn
Í beinni: Brentford - Man. Utd. | Vilja vinna tvo í röð í fyrsta sinn síðan Amorim tók við Enski boltinn