Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar 12. apríl 2025 08:00 Það er áhugavert að fylgjast með þeim hröðu breytingum sem hafa orðið á viðhorfi til dánaraðstoðar um heim allan. Æ fleiri lönd hafa sett lög um dánaraðstoð og nú eiga 400 milljónir manna möguleika á að óska eftir slíkri aðstoð. Afstaða heilbrigðisstétta hefur tekið grundvallarbreytingum og stuðningur almennings við dánaraðstoð er víðtækur og vaxandi. Í þessari grein er sjónum beint að þróun mála á Bretlandseyjum þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað á innan við áratug. Til Bretlandseyjanna teljast England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland. Eyjarnar Mön, Guernsey og Jersey eru einnig hluti af konungssambandi við Bretland, en njóta þó fullrar sjálfstjórnar og hafa eigið löggjafarþing. Dánaraðstoð verður heimiluð á Mön árið 2027 Þingið á eyjunni Mön samþykkti lög þann 25. mars síðastliðinn sem heimila dánaraðstoð – fyrst allra svæða á Bretlandseyjum. Þar sem Mön nýtur sjálfstjórnar hefur það vald til að setja eigin lög. Ákvörðunin markar tímamót og er gert ráð fyrir að innleiðingar- og aðlögunarferli standi fram til ársins 2027. Könnun sýndi að um 66% íbúa eyjarinnar eru hlynnt því að lögleiða dánaraðstoð. Þing Jersey undirbýr lagasetningu Í maí 2024 samþykkti þing Jersey, með 31 atkvæði gegn 15, að hefja formlegan undirbúning að löggjöf um dánaraðstoð. Upphaf undirbúnings má rekja til undirskriftarsöfnunar árið 2018, þar sem tæplega 2.000 manns lýstu yfir stuðningi við málið. Í kjölfarið ákváðu stjórnvöld að setja á laggirnar „íbúaráðgjöf“ sem samanstóð af 23 einstaklingum sem höfðu það hlutverk að ræða til hlítar dánaraðstoð. Niðurstaða ráðgjafarhópsins var skýr: 78% mæltu með lögleiðingu dánaraðstoðar. 61% íbúaJersey lýst yfir stuðningi við lagabreytingu sem heimilar dánaraðstoð árið 2024. Frumvarp lagt fram á Guernsey 2025 Rúmlega 80% íbúa Guernsey eru hlynntir lagabreytingu sem heimilar dánaraðstoð. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram á þessu ári, en nokkur ár gætu þó liðið þar til það verður að lögum. Stuðningur við dánaraðstoð á Guernsey hefur farið ört vaxandi. Skotland – frumvarp um dánaraðstoð til meðferðar Árið 2021 var lögð fram ályktun á skoska þinginu um að stefna ætti að lögleiðingu dánaraðstoðar. Yfir 14.000 umsagnir bárust í tengslum við málið — fleiri en nokkru sinni fyrr við tillögu í þinginu — og af þeim voru 76% fylgjandi dánaraðstoð. Til að ályktunin gæti þróast í lagafrumvarp þurfti tiltekinn fjöldi þingmanna að styðja það og tókst að afla stuðnings á örskotsstundu. Í mars 2024 var frumvarpið formlega kynnt á þinginu. Það fór í fyrstu meðferð fram á haustið og hefur síðan verið til umfjöllunar í þingnefnd. Gert er ráð fyrir að það verði tekið til lokaafgreiðslu í maí 2025. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um dánaraðstoð kemur til kasta skoska þingsins. Fyrri tillögur voru lagðar fram 2010 og 2015 en náðu þá ekki tilætluðum þingstyrk til að verða að lögum. Nýleg og jafnframt umfangsmesta skoðanakönnun sem framkvæmd hefur verið í Skotlandi um afstöðu almennings til dánaraðstoðar sýnir að 78% þjóðarinnar eru henni fylgjandi, á meðan aðeins 15% eru andvíg. Norður-Írland eftirbátur Þrátt fyrir töluverða umræðu á Norður-Írlandi hefur enginn flokkur á þingi lýst yfir vilja til að vinna að framgangilögleiðingu dánaraðstoðar – að minnsta kosti enn sem komið er, þrátt fyrir að í skoðanakönnun frá 2024 hafi 67% íbúa lýst yfir stuðningi við dánaraðstoð. En tveir flokkar, Sinn Féin og Social Democratic and Labour Party (SDLP) hafa lýst yfir að þeir íhugi að styðja lagasetningu um dánaraðstoð. Írland samþykkir skýrslu nefndar um dánaraðstoð Umræðan um dánaraðstoð hefur einnig náð inn á þing Írlands. Í lok október 2024 samþykkti neðri deild írska þingsins, með 76 atkvæðum gegn 53, lokaskýrslu nefndar sem inniheldur tillögur um lögleiðingu dánaraðstoðar. Samþykktin hefur þó ekki lagalegt gildi og framhaldið er óljóst. Hins vegar er ljóst að viðhorf þingmanna til málefnisins hefur breyst til muna og í jákvæða átt. Skoðanakannanir sýna að stuðning almennings við dánaraðstoð. Í könnunsem framkvæmd var árið 2020 kemur fram að 52% Íra styðja dánaraðstoð en 17% eru andvíg. Í þessu samhengi er vert að minna á að Írar hafa áður staðið að róttækum samfélagsbreytingum í átt til frjálslyndis, þar á meðal lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra árið 2015 og þungunarrofs árið 2018. England – þingið samþykkir ályktun um dánaraðstoð Árið 2015 var tillaga um að lögleiða dánaraðstoð felld í breska þinginu með 330 atkvæðum gegn 118. Síðan þá hefur orðið grundvallarbreyting í viðhorfum – bæði meðal almennings, heilbrigðisstétta og þingmanna. Þann 29. nóvember 2024 voru drög að lögum um dánaraðstoð samþykkt í breska þinginu með 330 atkvæðum gegn 275. Næsta skref er að málið fari aftur fyrir þingið á þessu ári, eftir að sérstök nefnd hefur farið yfir athugasemdir og lagt fram endanlegar tillögur. Stuðningur almennings í Bretlandi við dánaraðstoð hefur ávallt verið mikill. Í nýjustu skoðanakönnun voru 75% fylgjandi dánaraðstoð, á meðan aðeins 15% voru andvíg. 78% einstaklinga með fötlun voru fylgjandi dánaraðstoð og meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka lýsti yfir stuðningi. Það sama á við um trúað fólk – 66% þeirra sem telja sig trúaða styðja dánaraðstoð. Athygli vekur að 52% Breta segjast myndu íhuga að ferðast til Sviss til að fá dánaraðstoð ef þeir stæðu frammi fyrir alvarlegri þjáningu, en aðeins 28% telja sig hafa efni á slíku úrræði. Kostnaðurinn er áætlaður um 15.000 bresk pund, eða um 2,7 milljónir króna. Þá sýndi könnun einnig að 43% þeirra sem upplifað höfðu andlát nákomins ættingja á síðasta áratug sögðu að viðkomandi hefði þjáðst. Framtíðin mótast af breyttum gildum Ofangreindar tölur sýna að dánaraðstoð er ekki lengur jaðarmál á Bretlandseyjum heldur vaxandi réttindamál sem nýtur breiðs stuðnings. Þrátt fyrir að löggjöf sé enn í mótun á flestum stöðum, hefur umræðan þróast frá því að vera umdeilt viðfangsefni yfir í að verða raunhæfur valkostur. Viðhorfsbreytingar meðal almennings, heilbrigðisstétta og stjórnmálamanna endurspegla breytta sýn á lífslok og sjálfsákvörðunarréttinn. Mögulega mun næsti áratugur marka tímamót í réttindabaráttu fólks sem vill geta ráðið eigin lífslokum. Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að fylgjast með þeim hröðu breytingum sem hafa orðið á viðhorfi til dánaraðstoðar um heim allan. Æ fleiri lönd hafa sett lög um dánaraðstoð og nú eiga 400 milljónir manna möguleika á að óska eftir slíkri aðstoð. Afstaða heilbrigðisstétta hefur tekið grundvallarbreytingum og stuðningur almennings við dánaraðstoð er víðtækur og vaxandi. Í þessari grein er sjónum beint að þróun mála á Bretlandseyjum þar sem miklar breytingar hafa átt sér stað á innan við áratug. Til Bretlandseyjanna teljast England, Skotland, Wales, Norður-Írland og Írland. Eyjarnar Mön, Guernsey og Jersey eru einnig hluti af konungssambandi við Bretland, en njóta þó fullrar sjálfstjórnar og hafa eigið löggjafarþing. Dánaraðstoð verður heimiluð á Mön árið 2027 Þingið á eyjunni Mön samþykkti lög þann 25. mars síðastliðinn sem heimila dánaraðstoð – fyrst allra svæða á Bretlandseyjum. Þar sem Mön nýtur sjálfstjórnar hefur það vald til að setja eigin lög. Ákvörðunin markar tímamót og er gert ráð fyrir að innleiðingar- og aðlögunarferli standi fram til ársins 2027. Könnun sýndi að um 66% íbúa eyjarinnar eru hlynnt því að lögleiða dánaraðstoð. Þing Jersey undirbýr lagasetningu Í maí 2024 samþykkti þing Jersey, með 31 atkvæði gegn 15, að hefja formlegan undirbúning að löggjöf um dánaraðstoð. Upphaf undirbúnings má rekja til undirskriftarsöfnunar árið 2018, þar sem tæplega 2.000 manns lýstu yfir stuðningi við málið. Í kjölfarið ákváðu stjórnvöld að setja á laggirnar „íbúaráðgjöf“ sem samanstóð af 23 einstaklingum sem höfðu það hlutverk að ræða til hlítar dánaraðstoð. Niðurstaða ráðgjafarhópsins var skýr: 78% mæltu með lögleiðingu dánaraðstoðar. 61% íbúaJersey lýst yfir stuðningi við lagabreytingu sem heimilar dánaraðstoð árið 2024. Frumvarp lagt fram á Guernsey 2025 Rúmlega 80% íbúa Guernsey eru hlynntir lagabreytingu sem heimilar dánaraðstoð. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram á þessu ári, en nokkur ár gætu þó liðið þar til það verður að lögum. Stuðningur við dánaraðstoð á Guernsey hefur farið ört vaxandi. Skotland – frumvarp um dánaraðstoð til meðferðar Árið 2021 var lögð fram ályktun á skoska þinginu um að stefna ætti að lögleiðingu dánaraðstoðar. Yfir 14.000 umsagnir bárust í tengslum við málið — fleiri en nokkru sinni fyrr við tillögu í þinginu — og af þeim voru 76% fylgjandi dánaraðstoð. Til að ályktunin gæti þróast í lagafrumvarp þurfti tiltekinn fjöldi þingmanna að styðja það og tókst að afla stuðnings á örskotsstundu. Í mars 2024 var frumvarpið formlega kynnt á þinginu. Það fór í fyrstu meðferð fram á haustið og hefur síðan verið til umfjöllunar í þingnefnd. Gert er ráð fyrir að það verði tekið til lokaafgreiðslu í maí 2025. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um dánaraðstoð kemur til kasta skoska þingsins. Fyrri tillögur voru lagðar fram 2010 og 2015 en náðu þá ekki tilætluðum þingstyrk til að verða að lögum. Nýleg og jafnframt umfangsmesta skoðanakönnun sem framkvæmd hefur verið í Skotlandi um afstöðu almennings til dánaraðstoðar sýnir að 78% þjóðarinnar eru henni fylgjandi, á meðan aðeins 15% eru andvíg. Norður-Írland eftirbátur Þrátt fyrir töluverða umræðu á Norður-Írlandi hefur enginn flokkur á þingi lýst yfir vilja til að vinna að framgangilögleiðingu dánaraðstoðar – að minnsta kosti enn sem komið er, þrátt fyrir að í skoðanakönnun frá 2024 hafi 67% íbúa lýst yfir stuðningi við dánaraðstoð. En tveir flokkar, Sinn Féin og Social Democratic and Labour Party (SDLP) hafa lýst yfir að þeir íhugi að styðja lagasetningu um dánaraðstoð. Írland samþykkir skýrslu nefndar um dánaraðstoð Umræðan um dánaraðstoð hefur einnig náð inn á þing Írlands. Í lok október 2024 samþykkti neðri deild írska þingsins, með 76 atkvæðum gegn 53, lokaskýrslu nefndar sem inniheldur tillögur um lögleiðingu dánaraðstoðar. Samþykktin hefur þó ekki lagalegt gildi og framhaldið er óljóst. Hins vegar er ljóst að viðhorf þingmanna til málefnisins hefur breyst til muna og í jákvæða átt. Skoðanakannanir sýna að stuðning almennings við dánaraðstoð. Í könnunsem framkvæmd var árið 2020 kemur fram að 52% Íra styðja dánaraðstoð en 17% eru andvíg. Í þessu samhengi er vert að minna á að Írar hafa áður staðið að róttækum samfélagsbreytingum í átt til frjálslyndis, þar á meðal lögleiðingu hjónabanda samkynhneigðra árið 2015 og þungunarrofs árið 2018. England – þingið samþykkir ályktun um dánaraðstoð Árið 2015 var tillaga um að lögleiða dánaraðstoð felld í breska þinginu með 330 atkvæðum gegn 118. Síðan þá hefur orðið grundvallarbreyting í viðhorfum – bæði meðal almennings, heilbrigðisstétta og þingmanna. Þann 29. nóvember 2024 voru drög að lögum um dánaraðstoð samþykkt í breska þinginu með 330 atkvæðum gegn 275. Næsta skref er að málið fari aftur fyrir þingið á þessu ári, eftir að sérstök nefnd hefur farið yfir athugasemdir og lagt fram endanlegar tillögur. Stuðningur almennings í Bretlandi við dánaraðstoð hefur ávallt verið mikill. Í nýjustu skoðanakönnun voru 75% fylgjandi dánaraðstoð, á meðan aðeins 15% voru andvíg. 78% einstaklinga með fötlun voru fylgjandi dánaraðstoð og meirihluti stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka lýsti yfir stuðningi. Það sama á við um trúað fólk – 66% þeirra sem telja sig trúaða styðja dánaraðstoð. Athygli vekur að 52% Breta segjast myndu íhuga að ferðast til Sviss til að fá dánaraðstoð ef þeir stæðu frammi fyrir alvarlegri þjáningu, en aðeins 28% telja sig hafa efni á slíku úrræði. Kostnaðurinn er áætlaður um 15.000 bresk pund, eða um 2,7 milljónir króna. Þá sýndi könnun einnig að 43% þeirra sem upplifað höfðu andlát nákomins ættingja á síðasta áratug sögðu að viðkomandi hefði þjáðst. Framtíðin mótast af breyttum gildum Ofangreindar tölur sýna að dánaraðstoð er ekki lengur jaðarmál á Bretlandseyjum heldur vaxandi réttindamál sem nýtur breiðs stuðnings. Þrátt fyrir að löggjöf sé enn í mótun á flestum stöðum, hefur umræðan þróast frá því að vera umdeilt viðfangsefni yfir í að verða raunhæfur valkostur. Viðhorfsbreytingar meðal almennings, heilbrigðisstétta og stjórnmálamanna endurspegla breytta sýn á lífslok og sjálfsákvörðunarréttinn. Mögulega mun næsti áratugur marka tímamót í réttindabaráttu fólks sem vill geta ráðið eigin lífslokum. Höfundur er stjórnarmaður í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, sem berst fyrir lögleiðingu dánaraðstoðar á Íslandi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun