Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 10:42 María Heimisdóttir er landlæknir og hún telur það ekki þjóna forvörnum að sýna þættina í skólum landsins. vísir/samsett Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence. „Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira
„Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Sjá meira