Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar 10. apríl 2025 08:03 Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Daníelsson Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Framsóknarflokkurinn Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er kannski mikilvægt á þessum tímapunkti að minna á þá orðræðu sem við í Framsókn í Reykjavík höfum talað fyrir á þessu kjörtímabili; Þéttum byggð þar sem það er skynsamlegt, en riðjum líka nýtt land og gerum fleiri lóðir byggingarhæfar. Við þurfum nefnilega að byggja bæði meira og fjölbreyttar. Þetta er í sjálfu sér ekki flókið. Sem íbúi í Seljahverfinu í Breiðholti vil ég benda á að í hverfinu eru tveir frábærir skólar. Það eru Ölduselsskóli, og svo besti grunnskóli í heimi, gamli skólinn minn; Seljaskóli. Þétting byggðar í Seljahverfi kann að hljóma eins og hin allra besta hugmynd, en við verðum að hafa í huga að hverfið er að yngjast, barnafólki er að fjölga þarna aftur og skólarnir verða þéttar setnir á næstu árum en þeir hafa verið núna - og er þó ansi þétt setinn bekkurinn. Við skulum líka ekki gleyma að í öllum hverfum er þörf á einhverjum grænum blettum, grænum svæðum. Það ríkir gríðarleg ánægja með Seljahverfið eins og það er - og í raun Breiðholtið allt. Breiðhyltingar eru stoltir af hverfinu sínu og njóta þess að vera þarna úti við leik og hreyfingu. En það þýðir ekki að það megi ekkert byggja - heldur verðum við að gera það í takt við útlit og anda hverfisins, vilja íbúa og þróa áfram grænu svæðin þannig að þau nýtist íbúum sem best. Við getum gert bæði. Gleymum því ekki að fólk sem býr í Breiðholti býr í dag við bílastæðaskort. Sá skortur hefur verið viðvarandi frá upphafi, þar sem fleiri íbúðir voru byggðar á flestum reitum en upphaflega var áætlað. Það er því full ástæða til þess að minna alla kjörna fulltrúa á það að hvar sem á að byggja, í Breiðholtinu eða annars staðar, þarf að gera ráð fyrir fleiri bílastæðum en 0,5 á hverja íbúð, enda fæstir að keyra um á hálfum bílum. Það er ekki á bílastæðaskortinn í Breiðholti bætandi. Við þurfum að styðja við raunverulegt val fólks til ferðamáta. Að lokum, þegar kemur að þéttingu, þá þarf að huga að góðu samráði við íbúa þar sem verið er að raska gömlum og grónum hverfum. Þétting má ekki hafa þau áhrif að hún rýri lífsgæði íbúa sem fyrir eru: það verður að hlusta á áhyggjur íbúa hverfanna þegar þær koma upp og vinna að lausnum þar sem mesta sáttin ríkir. Kjörnir fulltrúar þurfa að mæta íbúum með auðmýkt og samtali. Við þurfum að hlusta á sérfræðingana í hverju hverfi, það er íbúana. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun