Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar 10. apríl 2025 19:00 Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Evrópusambandið Skoðanakannanir NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist könnun frá Gallup sem mældi stuðning almennings við aðild Íslands að tveimur fjölþjóðasamtökum, ESB og NATO. Í ljós kom að 44% Íslendinga styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu meðan 36% eru henni andvíg. Meirihluti er meðal stuðningsmanna Viðreisnar og Samfylkingarinnar og tæplega helmingur stuðningsmanna Flokks fólksins styður aðild. Einnig er meirihluti meðal stuðningsmanna þriggja flokka sem ekki náðu kjöri á Alþingi, þ.e.a.s. Sósíalistaflokks Íslands, Vinstri grænna og Pírata. Varðandi aðildina að NATO þá er stuðningurinn yfirgnæfandi. Þannig styðja 72% kjósenda aðild að Atlantshafsbandalaginu og einungis 12% eru henni andvíg. Stuðningsmenn aðildar eru fleiri andstæðingar meðal stuðningsmanna ALLRA stjórnmálaflokka, þ.m.t. þeirra flokka sem ekki eru á þingi en hafa sjálfir verið andsnúnir NATO-aðild. Fyrir fjórum árum var stuðningurinn við ESB-aðild um 30% og stuðningurinn við NATO 52%. Þessi mikla sveifla ræðst auðvitað mest af ytri atburðum, fyrst og fremst árás Rússlands inn í Úkraínu, sem hefur breytt því hvernig við Íslendingar þurfum að hugsa um öryggi okkar samstarf við aðrar þjóðir. Þegar stórveldi reynir að sölsa undir sig nágranna sína með vopnavaldi er rökrétt að önnur ríki, sérstaklega hin smærri, bregðist við með því að standa saman. Ríkistjórnin vinnur í samræmi við þessar áherslur. Hún hefur boðað aukna áherslu á öryggis- og varnarmál, þar sem við munum vinna í nánu í samstarfi við okkar bandalagsþjóðir í NATO. Loks hefur hún heitið því að þjóðin sjálf fái að segja skoðun sína á framtíð aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Skoðun undirritaðs er þar þekkt. En kjósendur í landinu munu eiga lokaorðið. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar