Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar 12. apríl 2025 12:01 Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Mýrdalshreppur Leikskólar Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur mikil og markviss vinna farið fram við að endurskipuleggja starfsemi leikskólans í Vík. Tillögur starfshóps sem settur var á laggirnar voru teknar upp fyrir skólaárið 2024–2025, og meginmarkmiðið var skýrt: að byggja upp öflugt leikskólastarf sem stuðlar bæði að bættri vellíðan barna og aukinni ánægju starfsfólks. Nýjustu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins gefa sterka mynd af því hve vel hefur tekist til. Ánægja foreldra með leikskólann hefur aukist verulega – úr 43,8% árið 2023 í 100% árið 2025. Ánægja með stjórnun hefur einnig stóraukist og vinnubrögð starfsfólks fá nú 100% ánægjuhlutfall. Samhliða þessum umbótum hefur leikskólinn flutt í nýtt og glæsilegt skólahúsnæði sem byggt var á síðasta ári. Það hefur sannarlega haft sitt að segja, enda er skemmtilegt að vera í fallegu og þægilegu náms- og starfsumhverfi þar sem hljóðvist er góð og aðstaðan örugg. Húsnæði eru þó ekki endilega mikilvægustu innviðir skólastarfs, heldur mannauðurinn. Í umbótastarfinu var lögð áhersla á skýrar reglur um vistunartíma, skipulagt skóladagatal og aukinn undirbúningstíma fyrir faglegt starf. Hámarksvistunartími var styttur í 36 klst á viku og starfsfólki gefið aukið svigrúm til faglegs starfs. Þessar aðgerðir hafa skilað sér í betri starfsanda, auðveldað mönnun og stóraukið gæði skólastarfsins. Árangurinn er engum einum að þakka, heldur er hann afrakstur samhents átaks innan stjórnkerfis Mýrdalshrepps, hjá starfsfólki skólans og foreldrum – að ógleymdu mikilvægu framlagi barnanna sjálfra í að halda uppi góðum skólabrag. Það geta allir sem komið hafa að þessu verkefni verið stoltir af því að bjóða börnum í sveitarfélaginu upp á gott námsumhverfi og starfsfólki upp á gott og gefandi starfsumhverfi. Gæfuríkt samstarf um málefni skóla í sveitarfélaginu hefur haft mikið að segja. Á meðan við viðhöldum þeim góða árangri sem hefur náðst í leikskólastarfi er mikilvægt að við horfum einnig til annarra skólastiga. Víða er vakin athygli á auknum áskorunum í skólastarfi, meðal annars í tengslum við agamál. Í því ljósi er mikilvægt að sveitarfélögin styðji enn frekar við kennara og skólasamfélagið, og vinni með þeim að því að finna farsælar leiðir til að mæta þessum áskorunum. Reynslan úr leikskólanum sýnir að með samvinnu og markvissum aðgerðum má ná fram raunverulegum umbótum – og það hugarfar ætti að vera leiðarljós okkar í öllu skólastarfi. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun