Innlent

Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er á svæðinu.
Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er á svæðinu. Vísir/Aðsend

Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila var í Hlíðunum í Reykjavík þar sem eldur logaði í bílskúr. Vel gekk að slökkva eldinn.

Tilkynning barst klukkan tuttugu mínútur í sex og unnu viðbragðsaðilar á vettvangi að slökkva eldinn í Bólstaðarhlíð.

Að sögn Sigurjóns Ólafssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, var enginn í hættu. Vel gekk að slökkva eldinn, sem var staðbundinn við bílskurinn. 

Síðustu viðbragðsaðilar yfirgáfu vettvang rétt fyrir klukkan sjö.

Á ljósmyndum sem bárust fréttastofu má sjá tvo slökkviliðsbíla og tvö sjúkrabíla auk lögreglu.

Samkvæmt sjónarvottum var mikil brunalykt í loftinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×