Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar 14. apríl 2025 11:01 Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að vera dýrafræðingur. Einhvers staðar villtist ég af leið, fór í hagfræði og endaði í Kauphöllinni. Fljótlega komst ég aftur á móti að því að það er hellings dýrafræði á hlutabréfamörkuðum, dýr eru notuð til að lýsa hinni og þessari markaðshegðun og oft er talað um að dýrslegt eðli (e. animal spirits) grípi fólk á mörkuðum. Ég hef því ákveðið að sameina þessi áhugamál mín og taka saman helstu dýrin sem geta látið sjá sig á hlutabréfamörkuðum: Boli Byrjum á öðru af tveimur frægustu dýrunum, bolanum. Bolinn er til marks um jákvæðni á mörkuðum og hækkandi hlutabréfaverð. Þegar bolinn er ríkjandi er talað um bolamarkað (e. bull market). Ekki virðist alveg á hreinu hvaðan hugtakið kemur, en margir telja það vera vegna þess að bolinn stangar (hlutabréfaverð) upp á við. Segja má að hér hafi ríkt bolamarkaður frá vorinu 2020 og út árið 2021, þegar vextir voru lágir og ávöxtun á hlutabréfamarkaði var almennt mjög góð. Björn Andspænis bolanum er björninn. Margir kannast líklega við frægar styttur af bola og birni í fjármálahverfinu í New York, en svipaðar styttur má reyndar finna víðar. Seinna bættist svo óttalausa stúlkan við, en ég ætla að halda mig við dýrin hér. Björninn táknar neikvæðni og bjarnarmarkaður (e. bear market) ríkir þegar hlutabréfaverð er á niðurleið. Stundum er talað um að björninn sé vaknaður úr dvala, þegar hlutabréfamarkaðurinn snýst úr því að vera jákvæður í að vera neikvæður. Upp úr árinu 2021 og fram á haust 2023 tók björninn við, hlutabréfaverð lækkaði m.a. út af óvissum verðbólguhorfum, hækkandi vaxtastigi og innrás Rússlands í Úkraínu. Björninn hefur einnig verið að rumska undanfarið, en heildarvísitalan hefur verið að dansa í kringum 20% lækkun frá því í byrjun febrúar – sem er algeng skilgreining á bjarnarmarkaði. Dauður köttur Ég var á báðum áttum með það hvort ég ætti að leyfa dauða kettinum að fylgja með, en ég læt slag standa þar sem hann lýsir nokkuð mikilvægri hegðun (en á mjög ógeðfelldan hátt). Dauði kötturinn kemur fram þegar það hefur verið bjarnarmarkaður en svo á sér stað skammvinnur viðsnúningur. Einhverjir vilja þá yfirleitt meina að botninum hafi verið náð og að bolinn sé kominn aftur, á meðan aðrir líkja hlutabréfamarkaðnum við dauðan kött – með vísan til þess að meira að segja dauður köttur skoppar aðeins (hækkar í verði) ef honum er hent fram af byggingu. En hann er eftir sem áður dauður. Gott dæmi um dauðan kött mátti sjá vorið 2008, þegar sæmilegur viðsnúningur átti sér stað á mörkuðum, eftir sögulegar lækkanir. Margir héldu eflaust að botninum hefði verið náð, en eftir á að hyggja var kötturinn líklega dauður. Svartur svanur Svartir svanir eru afar ólíklegir atburðir sem geta samt haft gríðarleg áhrif á hlutabréfamarkaði. Fjármálahrunið 2008 og COVID-19 eru líklega góð dæmi um svarta svani. Einhyrningur Einhyrningar eru fyrirtæki sem ná því að verða metin á yfir einn milljarð Bandaríkjadala (um 130 ma. kr. á gengi dagsins í dag) án þess að vera skráð á hlutabréfamarkað. Þau eru kallaðir einhyrningar vegna þess að slík fyrirtæki eru afar sjaldséð. Alvotech og Kerecis hafa bæði verið flokkuð sem einhyrningar. Haukurinn og dúfan Hér erum við komin í peningastefnunefnd Seðlabankans. Haukar vilja læsa klóm sínum í verðbólguna og murka úr henni lífið, beita stýrivöxtum og öðrum tólum af hörku. Dúfur eru slakari, vilja minna aðhald og lægri vexti. Úlfur og hákarl Þessi hugtök eru notuð um fjárfesta og miðlara. Úlfar og hákarlar eru nokkuð svipaðir, en þau ykkar sem hafið séð myndina „Wolf of Wall Street“ áttið ykkur líklega á týpunni. Þetta eru aðilar sem eru til í að ganga nokkuð langt til að græða, jafnvel á kostnað annarra. Sauðkind Fjárfestar sem gera eins og allir hinir, elta bara hjörðina. Ekki vænlegt til árangurs. Hrægammur Hér var mikið talað um hrægamma eftir hrun, en þetta eru fjárfestar sem stökkva til og kaupa upp ódýrar eignir á afslætti þegar illa árar. Köngulær Ég verð að viðurkenna að þessi líking er ekki almennt notuð, en ég hef verið að reyna að koma henni í daglegt tal. Köngulær eru spákaupmenn, sem eru stöðugt að reyna að grípa skammtíma tækifæri á hlutabréfamarkaði. Það blasir ekki endilega við fólki að það sé jákvætt, en í reynd auka spákaupmenn seljanleika og draga þannig úr viðskiptakostnaði fyrir aðra fjárfesta. Öll hin dýrin í skóginum Ótrúlegt en satt er þetta ekki tæmandi listi. Það er t.d. einnig talað um svín, skjaldbökur, strúta, kjúklinga, hvali, fíla og fleiri dýr. En þetta er vonandi nóg til að þið getið slegið aðeins um ykkur í komandi fermingarveislum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var barn ætlaði ég alltaf að vera dýrafræðingur. Einhvers staðar villtist ég af leið, fór í hagfræði og endaði í Kauphöllinni. Fljótlega komst ég aftur á móti að því að það er hellings dýrafræði á hlutabréfamörkuðum, dýr eru notuð til að lýsa hinni og þessari markaðshegðun og oft er talað um að dýrslegt eðli (e. animal spirits) grípi fólk á mörkuðum. Ég hef því ákveðið að sameina þessi áhugamál mín og taka saman helstu dýrin sem geta látið sjá sig á hlutabréfamörkuðum: Boli Byrjum á öðru af tveimur frægustu dýrunum, bolanum. Bolinn er til marks um jákvæðni á mörkuðum og hækkandi hlutabréfaverð. Þegar bolinn er ríkjandi er talað um bolamarkað (e. bull market). Ekki virðist alveg á hreinu hvaðan hugtakið kemur, en margir telja það vera vegna þess að bolinn stangar (hlutabréfaverð) upp á við. Segja má að hér hafi ríkt bolamarkaður frá vorinu 2020 og út árið 2021, þegar vextir voru lágir og ávöxtun á hlutabréfamarkaði var almennt mjög góð. Björn Andspænis bolanum er björninn. Margir kannast líklega við frægar styttur af bola og birni í fjármálahverfinu í New York, en svipaðar styttur má reyndar finna víðar. Seinna bættist svo óttalausa stúlkan við, en ég ætla að halda mig við dýrin hér. Björninn táknar neikvæðni og bjarnarmarkaður (e. bear market) ríkir þegar hlutabréfaverð er á niðurleið. Stundum er talað um að björninn sé vaknaður úr dvala, þegar hlutabréfamarkaðurinn snýst úr því að vera jákvæður í að vera neikvæður. Upp úr árinu 2021 og fram á haust 2023 tók björninn við, hlutabréfaverð lækkaði m.a. út af óvissum verðbólguhorfum, hækkandi vaxtastigi og innrás Rússlands í Úkraínu. Björninn hefur einnig verið að rumska undanfarið, en heildarvísitalan hefur verið að dansa í kringum 20% lækkun frá því í byrjun febrúar – sem er algeng skilgreining á bjarnarmarkaði. Dauður köttur Ég var á báðum áttum með það hvort ég ætti að leyfa dauða kettinum að fylgja með, en ég læt slag standa þar sem hann lýsir nokkuð mikilvægri hegðun (en á mjög ógeðfelldan hátt). Dauði kötturinn kemur fram þegar það hefur verið bjarnarmarkaður en svo á sér stað skammvinnur viðsnúningur. Einhverjir vilja þá yfirleitt meina að botninum hafi verið náð og að bolinn sé kominn aftur, á meðan aðrir líkja hlutabréfamarkaðnum við dauðan kött – með vísan til þess að meira að segja dauður köttur skoppar aðeins (hækkar í verði) ef honum er hent fram af byggingu. En hann er eftir sem áður dauður. Gott dæmi um dauðan kött mátti sjá vorið 2008, þegar sæmilegur viðsnúningur átti sér stað á mörkuðum, eftir sögulegar lækkanir. Margir héldu eflaust að botninum hefði verið náð, en eftir á að hyggja var kötturinn líklega dauður. Svartur svanur Svartir svanir eru afar ólíklegir atburðir sem geta samt haft gríðarleg áhrif á hlutabréfamarkaði. Fjármálahrunið 2008 og COVID-19 eru líklega góð dæmi um svarta svani. Einhyrningur Einhyrningar eru fyrirtæki sem ná því að verða metin á yfir einn milljarð Bandaríkjadala (um 130 ma. kr. á gengi dagsins í dag) án þess að vera skráð á hlutabréfamarkað. Þau eru kallaðir einhyrningar vegna þess að slík fyrirtæki eru afar sjaldséð. Alvotech og Kerecis hafa bæði verið flokkuð sem einhyrningar. Haukurinn og dúfan Hér erum við komin í peningastefnunefnd Seðlabankans. Haukar vilja læsa klóm sínum í verðbólguna og murka úr henni lífið, beita stýrivöxtum og öðrum tólum af hörku. Dúfur eru slakari, vilja minna aðhald og lægri vexti. Úlfur og hákarl Þessi hugtök eru notuð um fjárfesta og miðlara. Úlfar og hákarlar eru nokkuð svipaðir, en þau ykkar sem hafið séð myndina „Wolf of Wall Street“ áttið ykkur líklega á týpunni. Þetta eru aðilar sem eru til í að ganga nokkuð langt til að græða, jafnvel á kostnað annarra. Sauðkind Fjárfestar sem gera eins og allir hinir, elta bara hjörðina. Ekki vænlegt til árangurs. Hrægammur Hér var mikið talað um hrægamma eftir hrun, en þetta eru fjárfestar sem stökkva til og kaupa upp ódýrar eignir á afslætti þegar illa árar. Köngulær Ég verð að viðurkenna að þessi líking er ekki almennt notuð, en ég hef verið að reyna að koma henni í daglegt tal. Köngulær eru spákaupmenn, sem eru stöðugt að reyna að grípa skammtíma tækifæri á hlutabréfamarkaði. Það blasir ekki endilega við fólki að það sé jákvætt, en í reynd auka spákaupmenn seljanleika og draga þannig úr viðskiptakostnaði fyrir aðra fjárfesta. Öll hin dýrin í skóginum Ótrúlegt en satt er þetta ekki tæmandi listi. Það er t.d. einnig talað um svín, skjaldbökur, strúta, kjúklinga, hvali, fíla og fleiri dýr. En þetta er vonandi nóg til að þið getið slegið aðeins um ykkur í komandi fermingarveislum. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun