Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 14. apríl 2025 22:02 Minnst 34 létust í árásinni. ap Evrópskir leiðtogar hafa fordæmt mannskæða árás Rússa á Súmí í Úkraínu í gær en Bandaríkjaforseti segir Rússa hafa gert mistök. Á fjórða tug almennra borgara fórst í árásinni. Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Minnst 34 fórust í loftárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gærmorgun, þar á meðal nokkurra mánaða gamalt stúlkubarn. Hundrað og nítján eru særðir, margir alvarlega, en þetta er önnur árásin á rétt rúmri viku þar sem almennir borgarar töpuðu lífi. Rússnesk yfirvöld hafa haldið því fram að spjótum sé aðeins beint að hernaðarinnviðum og ítrekuðu það í kjölfar árásarinnar. „Árásir okkar beinast eingöngu að hernaðarlegum og hálfhernaðarlegum skotmörkum,“ segir Dmitry Peskov, talsmaður Kreml. Donald Trump Bandaríkjaforseti átti símafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi. Í kjölfarið gagnrýndi hann forvera sinn í starfi fyrir veittan hernaðarstuðning við Úkraínu. „Þeir gerðu mistök. Ég held að það hafi verið... þið skulið spyrja þá. Þetta er stríð Bidens. Þetta er ekki mitt stríð. Ég hef verið hér í mjög stuttan tíma. Þetta er stríð sem var undir stjórn Bidens. Hann gaf honum fleiri milljarða dala,“ segir Trump. Viðbrögð Evrópuleiðtoga hafa verið á allt annan veg. „Við sjáum banvænustu árásirnar í þessu stríði. Óbreyttir borgarar eru drepnir. Það er þegar liðinn mánuður síðan Úkraínumenn samþykktu skilyrðislaust vopnahlé. Við höfum ekki séð það hjá Rússum,“ segir Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB. „Um helgina náði hryllingurinn í Úkraínu hámarki með blóðbaðinu á pálmasunnudag,“ segir Jean-Noel Barrot, utanríkisráðherra Frakklands. „Þetta er stríðsglæpur eðli málsins samkvæmt og þetta er niðurlæging fyrir alla sem reyna að stöðva þetta stríð eftir diplómatískum leiðum og ná að minnsta kosti vopnahléi til að samningaviðræður geti hafist,“ segir Kestutis Budrys, utanríkisráðherra Litháen.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Evrópusambandið Bandaríkin Frakkland Litháen Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira