Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 15. apríl 2025 07:02 Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist fyrsti hluti tillögupakkans sem snýr að samvinnu og skipulagi. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 1: SAMVINNA OG SKIPULAG - 8 tillögur Tillaga 1 – Fækka stöðugildum og minnka yfirbyggingu Ráðast þarf í heildstætt mat og endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar og rýni á mannaflaþörf með það að markmiði að minnka yfirbyggingu, fækka stöðugildum og lækka launakostnað. Halda þarf áfram með ráðningabann borgarinnar og innleiða gervigreind og stafrænar lausnir með markvissum hætti til að bæta þjónustu og fækka handtökum. Tillaga 2 – Auka hagkvæmni í innkaupum Taka til í innkaupum og athuga hvort það er ekki tilefni að gera rammasamninga á grundvelli útboða og kaupa rekstrarvörur og búnað í magninnkaupum fyrir starfsstaði borgarinnar. Samræma og samnýta stafrænar lausnir á milli starfsstöðva ásamt því að endurskoða eða segja upp áskriftum að lausnum sem ekki eru nýttar eða hægt að nýta aðrar lausnir í sama tilgangi. Tillaga 3 – Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Færa nauðsynleg verkefni til annarra fagsviða og leggja önnur verkefni niður eða færa þau yfir til ríkisins sem nú er að stofna Mannréttindastofnun. Tillaga 4 – Samstarf um heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefndir á höfuðborgarsvæðinu Samstarf eða sameining heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu skapar aukið hagræði í rekstri og dregur úr yfirbyggingu. Jafnframt væri hægt að skoða hvort tilefni sé til að útvista ákveðnum verkefnum sem ekki er nauðsynlegt að opinberir aðilar sinni. Tillaga 5 – Bjóða út sorphirðu Bjóða út rekstur á sorphirðu borgarinnar með það fyrir augum að auka fyrirsjáanleika og hagræða í rekstri sorphirðu. Tillaga 6 – Bjóða út akstursleiðir Strætó Bjóða ætti út akstursleiðir Strætó með það fyrir augum að hagræða og auka fyrirsjáanleika í rekstri Strætó. Samkvæmt greiningu KPMG í júní 2024 er kostnaður á ekinn km í aðkeyptum akstri um 13% lægri en hjá Strætó eða um 109 kr. á hvern ekinn km dísel-vagna. Tillaga 7 – Útvista stafrænum verkefnum Útvista stafrænum verkefnum í auknum mæli með það fyrir augum að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við stafræn verkefni og þjónustu. Tillaga 8 – Útboð eða tilboða aflað í verklegar framkvæmdir Aflað verði tilboða í allar verklegar framkvæmdir eða þær settar í útboð með það að markmiði að fá hagstæðasta tilboðið í verkið. Hér er ekki átt við minniháttar viðhaldsverkefni eða smáverk. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Framsóknarflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgur og sjálfbær rekstur Reykjavíkurborgar er grundvöllur þess að hægt sé að þjónusta borgarbúa með þeim hætti sem þeir eiga skilið. Áætlaðar skuldir og skuldbindingar samstæðu borgarinnar árið 2025 nema um 558 milljarða króna. Það er upphæð sem flestir myndu telja óásættanlega háa. Skuldahlutfall borgarinnar var 158% samkvæmt ársreikningi 2023 sem er yfir hámarksviðmiði nýrra ákvæða í sveitarstjórnarlögum sem taka gildi árið 2026. Áætlanir gera ráð fyrir að hlutfallið fari lækkandi og brýnt er að það gangi eftir. Borgarfulltrúar Framsóknar hafa beitt sér fyrir aukinni hagræðingu og umbótum í rekstri borgarinnar, forgangsröðun verkefna og betri þjónustu í þágu borgarbúa. Á þeim tíma sem við vorum í meirihluta náðist, með samstilltum og skýrum aðgerðum, að snúa rekstri A-hluta borgarsjóðs úr 15,6 milljarða halla í áætlaðan afgang árið 2024. Ljóst er að meira þarf að koma til svo hægt sé að mæta auknum útgjöldum og greiða niður skuldir borgarinnar. Ég hef því tekið saman um 25 tillögur, stórar sem smáar, sem miða að betri nýtingu tíma og fjármuna í rekstri Reykjavíkurborgar. Tillögunum er skipt í 3 þemu; Samvinnu og skipulag, aukið aðhald og forgangsröðun verkefna og að lokum umbætur í þjónustu. Þær snúa meðal annars að skipulagsbreytingum, endurskoðun á verkefnum, auknu samstarfi milli eininga, fækkun stöðugilda, frestun og fækkun verkefna, hagkvæmari innkaupum og útvistun verkefna, bættu skipulagi og eftirliti með framkvæmdum og viðhaldi, auknu aðhaldi í rekstri og skilvirkari verkferlum. Tillögurnar verða sendar inn í samráðsgátt Reykjavíkurborgar. Hér birtist fyrsti hluti tillögupakkans sem snýr að samvinnu og skipulagi. Tillögunum er ekki raðað eftir mikilvægi, enda er markmiðið að skoða allar leiðir sem geta leitt til hagræðingar í rekstri borgarinnar – í því samhengi skiptir máli að velta hverjum steini við. ÞEMA 1: SAMVINNA OG SKIPULAG - 8 tillögur Tillaga 1 – Fækka stöðugildum og minnka yfirbyggingu Ráðast þarf í heildstætt mat og endurskipulagningu á þjónustu borgarinnar og rýni á mannaflaþörf með það að markmiði að minnka yfirbyggingu, fækka stöðugildum og lækka launakostnað. Halda þarf áfram með ráðningabann borgarinnar og innleiða gervigreind og stafrænar lausnir með markvissum hætti til að bæta þjónustu og fækka handtökum. Tillaga 2 – Auka hagkvæmni í innkaupum Taka til í innkaupum og athuga hvort það er ekki tilefni að gera rammasamninga á grundvelli útboða og kaupa rekstrarvörur og búnað í magninnkaupum fyrir starfsstaði borgarinnar. Samræma og samnýta stafrænar lausnir á milli starfsstöðva ásamt því að endurskoða eða segja upp áskriftum að lausnum sem ekki eru nýttar eða hægt að nýta aðrar lausnir í sama tilgangi. Tillaga 3 – Leggja niður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Færa nauðsynleg verkefni til annarra fagsviða og leggja önnur verkefni niður eða færa þau yfir til ríkisins sem nú er að stofna Mannréttindastofnun. Tillaga 4 – Samstarf um heilbrigðiseftirlit og heilbrigðisnefndir á höfuðborgarsvæðinu Samstarf eða sameining heilbrigðiseftirlits og heilbrigðisnefnda á höfuðborgarsvæðinu skapar aukið hagræði í rekstri og dregur úr yfirbyggingu. Jafnframt væri hægt að skoða hvort tilefni sé til að útvista ákveðnum verkefnum sem ekki er nauðsynlegt að opinberir aðilar sinni. Tillaga 5 – Bjóða út sorphirðu Bjóða út rekstur á sorphirðu borgarinnar með það fyrir augum að auka fyrirsjáanleika og hagræða í rekstri sorphirðu. Tillaga 6 – Bjóða út akstursleiðir Strætó Bjóða ætti út akstursleiðir Strætó með það fyrir augum að hagræða og auka fyrirsjáanleika í rekstri Strætó. Samkvæmt greiningu KPMG í júní 2024 er kostnaður á ekinn km í aðkeyptum akstri um 13% lægri en hjá Strætó eða um 109 kr. á hvern ekinn km dísel-vagna. Tillaga 7 – Útvista stafrænum verkefnum Útvista stafrænum verkefnum í auknum mæli með það fyrir augum að auka sveigjanleika og draga úr kostnaði við stafræn verkefni og þjónustu. Tillaga 8 – Útboð eða tilboða aflað í verklegar framkvæmdir Aflað verði tilboða í allar verklegar framkvæmdir eða þær settar í útboð með það að markmiði að fá hagstæðasta tilboðið í verkið. Hér er ekki átt við minniháttar viðhaldsverkefni eða smáverk. Höfundur er borgarfulltrúi Framsóknar.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar