Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. apríl 2025 13:25 Árásin sem málið varðar átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi. Vísir/Egill Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera. Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Manninum er gefið að sök að leggja nokkrum sinnum til tveggja manna með hníf og reynt að svipta þá lífi. Umræddur hnífur er sagður vera með 11,5 sentímetra löngu hnífsblaði. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að maðurinn hafi stungið fyrri manninn endurtekið í bakið og hinn í brjóstkassann og kviðinn. Fyrir vikið hafi sá fyrri hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár á aftanverðum vinstri brjóstkassa með miklum blæðingum. Jafnframt segir að hann hafi hlotið „áverka í gegnum húð á mótum brjóstkassa og kviðs, gat á milli rifja 8 og 9 vinstra megin og loft- og blóðbrjóst af völdum áverkanna.“ Hinn maðurinn er einnig sagður hafa hlotið tvö til þrjú lífshættuleg stungusár. Þau hafi verið á brjóstkassa í gegnum brjóstvöðva fyrir neðan gervörtu og kvið. Fyrir hönd mannanna er þess krafist að hinn meinti árásarmaður greiði þeim miskabætur. Annars vegar fimm milljónir króna og hins vegar fjórar milljónir króna. Sagðist hafa gripið hníf á gólfinu Fjallað var um stunguárásina í fjölmiðlum snemma á nýársmorgun. Þá var greint frá því að þrír hefðu verið handteknir vegna málsins. Seinna sama dag kom fram að einn þeirra hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að eftir handtöku hafi sakborningurinn sagst hafa stungið mennina í sjálfsvörn. Þarna hafi margt fólk verið í teiti og allt í góðu þegar tveir menn, sem voru gestkomandi, hafi verið ógnandi og ráðist að honum í eldhúsi húsnæðisins. Annar þeirra hafi stappað á brjóstkassa hans og þá hafi hann reiðst og varið sig með hníf. Hann hafi sagt að það hafi verið vegna þess að maðurinn hafi verið stór og sterkur. Fram kom að á meðan maðurinn greindi frá þessu hafi hann grátið og sagt líf sitt vera búið. Daginn var tekinn önnur skýrsla af manninum. Þá sagði hann að í teitinu hefðu þrír menn verið að slást og hann reynt að fá þá til að hætta. Einn þessara þriggja hafi ýtt honum og hann fallið. Þeir hefðu síðan haldið áfram að berjast og blóð verið úti um allt. Hann hafi fengið spark í kviðinn. Hann hafi reynt að standa upp og það hafi verið hnífur fyrir framan hann, sem hann hafi tekið upp. Hann hafi óttast að mennirnir myndu drepa hann og að hann vissi ekki hvað hefði gerst vegna þess að hann hefði verið í áfalli. Í enn annari skýrslutöku hafi maðurinn sagt að hann vissi ekki til þess að hann hefði stungið mennina þrjá, en það hlyti þó að vera.
Stunguárás á Kjalarnesi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14 Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01 Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. 1. janúar 2025 07:14
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. 1. janúar 2025 12:01
Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. 3. janúar 2025 09:14