Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:01 Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar