Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:01 Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Heiðrún Lind Marteinsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Íslenskur sjávarútvegur hefur verið hryggjarstykki í efnahagslegri hagsæld á landinu um langt árabil. Hann getur og vill vera það áfram. Íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum tekst sífellt betur upp í að gera verðmæti úr því sem úr sjó er dregið. Ef rétt verður á spilunum haldið má leysa úr læðingi mikil verðmæti á komandi árum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi skiluðu í dag athugasemdum við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á lögum um veiðigjald. Það er vonum seinna, en frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum var venju fremur stuttur í þessu máli. Í þeim eru sett fram veigamikil rök fyrir því að skynsamlegt kunni að vera fyrir stjórnvöld að staldra við og gaumgæfa málið betur. Gengur geng stjórnarskrá Gert er ráð fyrir því í frumvarpsdrögum ráðherra að miða skuli andlag veiðigjalds við verðmæti sem ekki verða til hjá fyrirtækjunum sjálfum. Þar verði horft til verðs á uppboðsmörkuðum, en ekki raunverulegs aflaverðmætis. Telja verður hæpið að slíkt standist ákvæði stjórnarskrár, því eign eins getur ekki verið skattandlag annars. Þannig verður verðmæti afla í Noregi ekki lagt til grundvallar skattlagningu á Íslandi. Ekki frekar en að fasteignamat í Ósló verði lagt til grundvallar fasteignagjöldum á Íslandi. Hvaða leiðrétting? Einhverra hluta vegna forðast stjórnvöld að tala um hækkun á veiðigjaldi og fela hana í orðagjálfri þar sem „leiðrétting“ er leiðarstefið. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa fylgt öllum lögum og reglum um verðlagningu á afla. Staðhæfingar um að þau verð beri að leiðrétta vegna verðlagningar í annars konar og ótengdum viðskiptum, hvort heldur á markaði hér heima fyrir bolfisk eða við uppboð uppsjávarfisks í Noregi, standast enga skoðun. Allt tal um leiðréttingu er til þess fallið að skapa upplýsingaóreiðu. Vonandi var það ekki tilgangurinn. Norska leiðin – meira flutt út óunnið Ef svo óheppilega myndi vilja til að stjórnvöld tækju ákvörðun um að fiskvinnsla ætti að greiða hærra verð til skips þá dregur það úr samkeppnishæfni fiskvinnslunnar. Það er í ætt við það sem gerist í Noregi, þaðan sem fiskur er fluttur óunninn úr landi í vinnslur í láglaunalöndum. Það tapast dýrmæt og góð störf í fiskvinnslu og mikil önnur verðmæti við það að fullvinna ekki fiskinn í landi. Óhætt er að taka undir þungar áhyggjur tækni- og iðnfyrirtækja víðs vegar um land, en um þær er hægt að lesa í umsögnum um frumvarpsdrögin í samráðsgátt stjórnvalda. Eðlileg afkoma Engri þjóð hefur tekist að gera jafn mikil verðmæti úr sjávarútvegi fyrir þjóðarhag og Íslendingum. Engin þjóð fær meiri tekjur af sjávarútvegi en Íslendingar. Skattspor sjávarútvegs árið 2023 var um 87 milljarðar króna og hefur aldrei verið stærra. Laun í sjávarútvegi eru góð, störf eru trygg allan ársins hring og tekjur ríkis og sveitarfélaga frá sjávarútvegi hafa aldrei verið hærri. Afkoma í sjávarútvegi ber þess ekki merki að þar liggi sérstakur umframarður. Arðsemi eigin fjár er hvorki meiri né minni en í öðrum atvinnugreinum og arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði eru, að meðaltali á liðnum árum, hlutfallslega lægri en í viðskiptahagkerfinu. Um það vitna bæði greiningar KPMG og Jakobsson Capital, sem voru meðfylgjandi umsögn SFS um frumvarpsdrögin. Vinnubrögð stjórnvalda Svo virðist sem stjórnvöld hafi í engu, eða litlu, reynt að meta áhrif hækkunar á veiðigjaldi hvort sem horft er til afkomu fyrirtækja, sveitarfélaga eða starfsmanna í sjávarútvegi. Allir þessir aðilar verða fyrir miklum áhrifum af boðaðri breytingu. Í athugasemdum SFS er reynt að gera grein fyrir þeim helstu en rétt er að geta þess að ráðuneytið hefur ekki enn afhent öll umbeðin gögn. Þessu til viðbótar og miðað við greiningu SFS verður síðan ekki annað ráðið en að atvinnuvegaráðuneytið hafi ekki reiknað réttilega þá heildarhækkun á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytis. Það eitt og sér staðfestir að ráðherra þarf að vanda betur til verka við frekari úrvinnslu frumvarpsins. Stundum er ágætt að fara sér hægt, sér í lagi þegar störf, samfélög og mikil verðmæti eru í húfi. Umsögn SFS og greiningar má nálgast á heimasíðu samtakanna. Höfundur er framkvæmdastjóri SFS
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar