Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:33 Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Samfylkingin Flokkur fólksins Framhaldsskólar Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun