Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. apríl 2025 19:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Vísir/Einar Ungt fólk leitar í auknum mæli aðstoðar á Vog vegna fíkniefnaneyslu. Yfirlæknir segist uggandi yfir miklu magni fíkniefna sem flutt sé til landsins, full ástæða sé fyrir fólk að vera á varðbergi, það sé aldrei að vita hvað leynist í fíkniefnum. Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“ Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum í gær að átján ára piltur hefði verið tekinn á Keflavíkurflugvelli með þrettán kíló af kókaíni. Fjölmargir hafa verið handteknir á landamærunum í Keflavík vegna fíkniefnainnflutnings en fyrir rúmum tveimur vikum voru tvær unglingsstúlkur teknar þar sem þær reyndu að smygla tuttugu þúsund töflum af gerviópíóðum til landsins. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segist uggandi yfir stöðunni, ekki hafi verið skortur á fíkniefnum hér á landi. „Ef það er aukinn innflutningur þá mun það væntanlega þýða bara aukið aðgengi, lægra verð og allt þetta sem fylgir. Þetta auðvitað er bara mikil ógn, sérstaklega við okkar unga fólk, eða fólk á miðjum aldri og yngra, þessi örvandi vímuefni til dæmis sem er verið að ræða um og svo ópíóðarnir sömuleiðis.“ Meira fylgir en efnin Heilt yfir hafi dregið úr neyslu ungs fólks á Íslandi á vímuefnum undanfarin tuttugu ár. Ýmislegt bendi til þess að það sé að breytast núna og segir Valgerður það ekki góða tilfinningu. „Það er eins og upplýsingar um þetta unga fólk, þó þetta séu fá dæmi, þá sjáum við það aðeins hjá okkur að það eru að koma fleiri yngri aftur, sem er ekki góð þróun.“ Þá hafa nokkrir skjólstæðingar á Vogi lýst íblöndun í fíkniefnum sem þau hafi notað. Telji að eitthvað annað hafi verið í efnunum en bara það sem þar hafi átt að vera. „Þannig það er auðvitað bara mjög varasamt og alveg full ástæða til eins og hefur verið gert í fyrri fréttum að vara fólk við, að vera á varðbergi. Það er aldrei að vita hvaða efni eru í vímuefnunum. Þetta er ólögleg framleiðsla og það eru til mjög hættuleg efni sem eru þannig að fólk getur ekki séð fyrir afleiðingarnar og eru að valda dauðsföllum annars staðar og það getur eins gert hérna, þannig það er full ástæða til þess að vera á varðbergi.“
Fíkniefnabrot Fíkn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Fleiri fréttir Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Sjá meira
Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Nýmyndaður ópíóíði sem óttast er að kominn sé í dreifingu hér á landi er þúsund sinnum sterkari en morfín að sögn réttarefnafræðings. Skimað hefur verið eftir efninu undanfarin ár en efnið er mjög svipað í útliti og aðrir ópíóðar og er talið stórhættulegt. 5. apríl 2025 19:00