„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. apríl 2025 22:15 Borche Ilievski, þjálfari ÍR. vísir / anton „Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu. „Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum. Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira
„Markmiðið var klárlega að ná lengra, að komast í undanúrslit og síðan úrslitin, en ég þarf að taka ábyrgð á því sem þjálfari að Stjarnan var örlítið betra liðið í þessari seríu. Hamingjuóskir til þeirra, þetta var frábær sería, ég er ánægður með að endurvekja ríginn milli Stjörnunnar og ÍR. Vonandi helst hann áfram næstu ár.“ Ákvörðun dómara undir lok leiks hafði mikil áhrif. Jacob Falko hefði minnkað muninn aftur niður í eitt stig fyrir ÍR, brotið var á honum en engin villa dæmd. Borche tók því af yfirvegun, sagðist ekki hafa neitt út á dómgæsluna að setja og treysti því að rétt ákvörðun hafi verið tekin. „Án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina“ Borche getur vel verið stoltur af liðinu, bæði fyrir tímabilið í heild sinni og frammistöðuna í fjórða leikhluta í kvöld. Þrátt fyrir að vera nokkuð langt undir allan leikinn tókst þeim að minnka muninn niður í eitt stig þegar aðeins ein mínúta var eftir. Hann þakkaði stuðningsmönnum sérstaklega fyrir þeirra framlag í því. „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr, lið sem gefst aldrei upp og það er akkúrat það sem sást undir lokin. Við vorum nálægt því og fengum nokkur opin skot þar sem við hefðum getað breytt leiknum, en klikkuðum því miður. Síðan eru Stjörnumenn nógu reynslumiklir, sérstaklega Ægir, til að vita hvernig á að refsa fyrir það. Engu að síður er ég ofboðslega stoltur af leikmönnunum, öllum í kringum klúbbinn, stuðningsmönnunum sérstaklega. Ég minni reglulega á að þeir eru okkar sjötti leikmaður, án Ghetto Hooligans hefðum við aldrei náð inn í úrslitakeppnina. Nú höllum við okkur aðeins aftur, hugsum um tímabilið og vonandi náum að setja saman samkeppnishæft lið aftur á næsta tímabili og ná í enn betri úrslit.“ Frí framundan, svo fundur með stjórn Nú tekur við gott frí hjá ÍR áður en drögin að næsta tímabili verða teiknuð upp. Borche var ekki spurður að því sérstaklega, en hljómaði sannarlega eins og hann yrði áfram þjálfari liðsins og árangurinn gefur enga ástæðu til að efast um það. „Við munum byrja að njósna um nýja leikmenn. Svo er ný stjórn hjá ÍR, ég mun ræða við þau og komast að því hvað planið er fyrir næsta ár, hvort vilji sé fyrir því að skapa samkeppnishæft lið eins og í ár. Við viljum auðvitað vera lið sem tekur alltaf þátt í úrslitakeppni og keppir um titilinn“ sagði Borche að lokum.
Bónus-deild karla ÍR Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Sjá meira