Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar 16. apríl 2025 17:01 Hvað er heilbrigðistengd endurhæfing og hvað er starfsendurhæfing? Að gefnu tilefni viljum við í fagdeild félagsráðgjafa í endurhæfingu fjalla um þessi tvö hugtök því það er alls ekki skýrt í hugum fólks, hvorki leikmanna né fagfólks, hvað þau þýða. Einföld útskýring væri að segja að öll starfsendurhæfing væri ekki heilbrigðistengd endurhæfing og ætti heima undir Félagsmálaráðuneytinu eins og Virk starfsendurhæfingarsjóður. Ferli starfsendurhæfingar Gott er að þekkja til hvernig ferli starfsendurhæfingar er háttað. Til að sækja um hjá Virk þarf tilvísun frá lækni þar sem heilsubrestur er skilgreindur og því má segja að upphaf starfsendurhæfingar sé læknisfræðileg heilbrigðisþjónusta. Áður en tilvísanir í starfsendurhæfingu fóru allar í gegnum Virk þá voru starfsendurhæfingarstöðvar landsins sem eru í BYR – samtökum starfsendurhæfingarstöðva með samning við Tryggingastofnun. Gert var ráð fyrir þjónustu á sviði heilbrigðis-, mennta- og atvinnumála fyrir ákveðinn fjölda þátttakenda hverju sinni. Upphaflega gat fólk leitað sjálft eftir þjónustu en fljótlega voru sett skilyrði um að fagmaður sendi tilvísun. Það gat verið félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, læknir, náms- og starfsráðgjafi, sjúkraþjálfari, sálfræðingur, þroskaþjálfi eða aðrir sem unnu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Raunin varð sú að um helmingi þátttakenda var vísað frá heilsugæslunni og helmingur kom frá félagsþjónustu. Einstaka tilvísanir komu frá Vinnumálastofnun. En aftur að því ferli að hefja starfsendurhæfingu. Þegar læknir hefur sent beiðni til Virk er óskað eftir því að einstaklingar svari spurningalista inn á mínum síðum hjá Virk. Að því loknu er beiðnin rýnd af þverfaglegu inntökuteymi sem vinnur í samstarfi við lækni hjá Virk. Velta má fyrir sér hvort að sú vinna og þjónusta sem unnin er af sérfræðingum og lækni í inntökuteymi sé heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta? Í þjónustusamningum sem Virk gerir kemur fram að við þjónustuna starfi fagfólk í starfsendurhæfingu/endurhæfingu. Krafa er gerð um að þeir sem komi að meðferð einstaklinga séu fagaðilar sem hafi viðurkennda menntun og þekkingu til meðferðar á sviði andlegra og líkamlegra hindrana og hafi löggildingu ef við á og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Jafnframt er kveðið á um ráðgjafar/tengiliðir sem veita þjónustu en sinna ekki formlegri meðferð skulu hafa viðeigandi menntun á sviði heilbrigðisþjónustu eða félagsvísinda. Félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og þroskaþjálfar eru þær fagstéttir sem hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis og eru um leið stærstur hluti þeirra sem starfa innan endurhæfingar og starfsendurhæfingar hér á landi. Heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta? Sitt hvor hliðin á sama peningnum! Í janúar 2011 var stofnað Velferðarráðuneyti en innan ráðuneytisins störfuðu þó tveir ráðherrar, félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra til ársins 2018. Í hugum margra var Velferðarráðuneytið framfaraskref þar sem velferð er blanda af heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland er ekki það fjölmennt land að ekki sé hægt að einfalda stjórnsýsluna og bæta þjónustuferli. Endurhæfing og þar með talin starfsendurhæfing er skýrt dæmi um nauðsyn þess að horfa heildrænt á mál einstaklinga enda er markmið heilbrigðislaga að veita sem fullkomnustu þjónustu sem hægt er á hverjum tíma til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Árið 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp til að undirbúa stefnu í endurhæfingu. Starfshópurinn samanstóð af tveimur einstaklingum, lækni og sjúkraþjálfara, fagaðilum með starfsréttindi á heilbrigðissviði. Í tillögum þessa tveggja manna starfshóps var fjallað um endurhæfingu á Íslandi. Kafla um endurhæfingu var skipt upp í annars vegar endurhæfingu á ábyrgðarsviði heilbrigðisráðuneytis og hins vegar endurhæfingu á ábyrgðarsviði félagsmálaráðuneytisins. Á grunni skýrslu starfshópsins var síðan gerð aðgerðaráætlun til fimm ára 2021-2025 um heilbrigðistengda endurhæfingu. Þess ber að geta að hugtakið „heilbrigðistengd endurhæfing“ virðist vera sér íslenskt heimatilbúið hugtak og á sér enga faglega skírskotun í heimildaleit á alþjóðavísu. WHO er t.d. ekki lengur með starfsendurhæfingu sem sér hugtak eða skilgreiningu innan endurhæfingar. Starfshópurinn vísar til þess að byggja á ítarlegum leiðbeiningum um stefnumótun og áætlanagerð í endurhæfingu sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út. WHO hefur um langt skeið lagt áherslu á að fjárhagslegir og félagslegir þættir ráði mestu um heilsufar þjóða, þjóðfélagshópa og einstaklinga. Sérstök áhersla er lögð á að heilbrigðismál verði að skoða í nánu samhengi við félagslega velferð. Stjórnsýsluleg uppskipting bitnar á fólki Virk starfsendurhæfingarsjóður hefur lyft grettistaki í endurhæfingarmálum á Íslandi og á stóran þátt í að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi starfsendurhæfingar. Starfsendurhæfingarstöðvar í BYR samtökunum veita heildræna þverfaglega endurhæfingu og eru staðsettar í öllum landshlutum. Náin samvinna er við Virk. Markmið starfsendurhæfingarstöðvanna er að auka vinnufærni einstaklinga, bæta lífsgæði þátttakanda og fjölskyldu hans, styðja einstaklinga út á vinnumarkaðinn eða í nám ásamt því að byggja brú á milli þjónustustofnana og tryggja samfellu í endurhæfingu. Heilbrigðismenntað fagfólk vinnur á öllum þessum starfsendurhæfingarstöðvum en starfsemin er þó ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta. Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sögðu upp samningi um starfsendurhæfingu á Reykjalundi árið 2022. Þar með var 77 ára frumkvöðlastarfi á sviði starfsendurhæfingar lokið en Reykjalundur hefur alla tíð verið leiðandi á sviði endurhæfingar og þar með talið starfsendurhæfingar. Einblínt var á orðið ,,starfs“ og þar með talið að starfsendurhæfingarsvið stofnunarinnar ætti ekki heima innan heilbrigðissviðs eins og önnur endurhæfingarsvið Reykjalundar. Einstaklingur sem sækir til dæmis endurhæfingu á lungna- eða hjartasviði þarf um það bil 4-8 vikur í endurhæfingu til að ná í raun hámarksárangri út frá líffærunum (lungu og hjarta) en lengri tíma þarf oft til að vinna með afleiðingar veikinda, áfalla og slysa á andlega- og félagslega heilsu. Því var markmiðið að einstaklingar í endurhæfingu á Reykjalundi gætu færst á milli sviða innanhúss með skilvirkum hætti og áfram unnið á heildrænan þverfaglegan hátt að auknum bata með tilliti til þátttöku í samfélaginu og endurkomu á vinnumarkað. Ekki má gleyma því að innan starfsendurhæfingar er verið að bæta lífsgæði og virkni sem getur falið í sér þátttöku í sjálfboðaliðastörfum, félagsstarfi eða hlutastarfi því stundum er niðurstaða endurhæfingar að óraunhæft er að einstaklingurinn geti stundað fullt launað starf. Nú stendur frumkvöðlastarf það sem Janus endurhæfing hefur byggt upp frammi fyrir að því rekstur starfseminnar er ekki tryggður. Málið virðist snúast að hluta til um hvað er heilbrigðistengd endurhæfing sem fellur undir heilbrigðisráðuneytið og hvað er starfsendurhæfing sem fellur undir félagsmálaráðuneytið. Að stórum hluta virðist málið líka snúast um samskiptavanda og traust. Úttekt á þjónustu Virk Í heildarúttekt á þjónustu Virk árið 2022 eru settar fram alls 17 ábendingar sem meðal annars fjalla um aðgangshindranir, ósamræmi í markmiðalýsingu laga, ólík viðmið um árangur, markmið um þverfaglegt samstarf hafi ekki gengið eftir, tryggja þurfi betur rétt þeirra sem standa utan vinnumarkaðar, auka áherslu á virkni í stað sjúkdóma, slysa og meðferðar, heildarsýn skorti í skipulagi og fjármögnum. Bent er á að ófullnægjandi skilgreiningar á hugtökum um starfsendurhæfingu hafi leitt til þess að þröngri túlkun á atvinnutengdri starfsendurhæfingu sé beitt, sem geti mismunað hluta þess hóps sem starfsendurhæfingarsjóðum er ætlað að veita þjónustu. Mikil völd yfir framkvæmd og þróun þjóustu hafi verið færð á einn stað í kerfi endurhæfingar í landinu. Meðferðarúrræði þurfi að sníða að þörfum þeirra einstaklinga sem meðferðina sækja. Ennfremur kemur fram að með flutningi á þjónustusamningum starfsendurhæfingarstöðvanna frá félagsmálaráðuneyti til Virk hafi starfsemi og þjónusta þeirra tekið breytingum í þá veru að viðkvæmir hópar eiga ekki nógu greiða leið að starfsendurhæfingu. Efast er um ágæti þess að kaupandi þjónustu hlutist í miklum mæli til um innra starf og framþróun starfseminnar hjá þeim sem selja sjóðnum þjónustu sína. Slíkt getur valdið skaða á því trausti sem þarf að vera til staðar milli kaupanda og seljanda á viðkvæmum þjónustumarkaði. Skoða þurfi hvort réttaröryggi umsækjenda um þjónustu á vegum Virk sé tryggt með sama hætti og umsækjenda um aðra félags- og heilbrigðisþjónustu. Fram kemur að sterk staða Virk á þjónustumarkaði hafi bæði skapað fákeppnisvanda og samkeppnisvanda. Traust og samvinna Af því sem hér hefur verið fjallað er það nokkuð ljóst það er ekki til einföld skipting milli heilbrigðistengdrar endurhæfingar og starfsendurhæfingar. Líkt og fyrirsögn þessarar greinar ber með sér er öll endurhæfing í eðli sínu starfsendurhæfing hvort sem hún er unnin í heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Ef traust og vilji til samvinnu er til staðar má leysa ýmis mál því ,,kerfið“ okkar, hvaða nafni sem það heitir er mannanna verk. Höfundur er félagsráðgjafi sem skrifar f.h. fagdeildar félagsráðgjafa í endurhæfingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Tryggingar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er heilbrigðistengd endurhæfing og hvað er starfsendurhæfing? Að gefnu tilefni viljum við í fagdeild félagsráðgjafa í endurhæfingu fjalla um þessi tvö hugtök því það er alls ekki skýrt í hugum fólks, hvorki leikmanna né fagfólks, hvað þau þýða. Einföld útskýring væri að segja að öll starfsendurhæfing væri ekki heilbrigðistengd endurhæfing og ætti heima undir Félagsmálaráðuneytinu eins og Virk starfsendurhæfingarsjóður. Ferli starfsendurhæfingar Gott er að þekkja til hvernig ferli starfsendurhæfingar er háttað. Til að sækja um hjá Virk þarf tilvísun frá lækni þar sem heilsubrestur er skilgreindur og því má segja að upphaf starfsendurhæfingar sé læknisfræðileg heilbrigðisþjónusta. Áður en tilvísanir í starfsendurhæfingu fóru allar í gegnum Virk þá voru starfsendurhæfingarstöðvar landsins sem eru í BYR – samtökum starfsendurhæfingarstöðva með samning við Tryggingastofnun. Gert var ráð fyrir þjónustu á sviði heilbrigðis-, mennta- og atvinnumála fyrir ákveðinn fjölda þátttakenda hverju sinni. Upphaflega gat fólk leitað sjálft eftir þjónustu en fljótlega voru sett skilyrði um að fagmaður sendi tilvísun. Það gat verið félagsráðgjafi, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, læknir, náms- og starfsráðgjafi, sjúkraþjálfari, sálfræðingur, þroskaþjálfi eða aðrir sem unnu í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Raunin varð sú að um helmingi þátttakenda var vísað frá heilsugæslunni og helmingur kom frá félagsþjónustu. Einstaka tilvísanir komu frá Vinnumálastofnun. En aftur að því ferli að hefja starfsendurhæfingu. Þegar læknir hefur sent beiðni til Virk er óskað eftir því að einstaklingar svari spurningalista inn á mínum síðum hjá Virk. Að því loknu er beiðnin rýnd af þverfaglegu inntökuteymi sem vinnur í samstarfi við lækni hjá Virk. Velta má fyrir sér hvort að sú vinna og þjónusta sem unnin er af sérfræðingum og lækni í inntökuteymi sé heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta? Í þjónustusamningum sem Virk gerir kemur fram að við þjónustuna starfi fagfólk í starfsendurhæfingu/endurhæfingu. Krafa er gerð um að þeir sem komi að meðferð einstaklinga séu fagaðilar sem hafi viðurkennda menntun og þekkingu til meðferðar á sviði andlegra og líkamlegra hindrana og hafi löggildingu ef við á og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Jafnframt er kveðið á um ráðgjafar/tengiliðir sem veita þjónustu en sinna ekki formlegri meðferð skulu hafa viðeigandi menntun á sviði heilbrigðisþjónustu eða félagsvísinda. Félagsráðgjafar, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfar, læknar, sjúkraþjálfarar, sálfræðingar og þroskaþjálfar eru þær fagstéttir sem hafa starfsleyfi frá Embætti landlæknis og eru um leið stærstur hluti þeirra sem starfa innan endurhæfingar og starfsendurhæfingar hér á landi. Heilbrigðisþjónusta eða félagsþjónusta? Sitt hvor hliðin á sama peningnum! Í janúar 2011 var stofnað Velferðarráðuneyti en innan ráðuneytisins störfuðu þó tveir ráðherrar, félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra til ársins 2018. Í hugum margra var Velferðarráðuneytið framfaraskref þar sem velferð er blanda af heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ísland er ekki það fjölmennt land að ekki sé hægt að einfalda stjórnsýsluna og bæta þjónustuferli. Endurhæfing og þar með talin starfsendurhæfing er skýrt dæmi um nauðsyn þess að horfa heildrænt á mál einstaklinga enda er markmið heilbrigðislaga að veita sem fullkomnustu þjónustu sem hægt er á hverjum tíma til verndar andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði. Árið 2019 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp til að undirbúa stefnu í endurhæfingu. Starfshópurinn samanstóð af tveimur einstaklingum, lækni og sjúkraþjálfara, fagaðilum með starfsréttindi á heilbrigðissviði. Í tillögum þessa tveggja manna starfshóps var fjallað um endurhæfingu á Íslandi. Kafla um endurhæfingu var skipt upp í annars vegar endurhæfingu á ábyrgðarsviði heilbrigðisráðuneytis og hins vegar endurhæfingu á ábyrgðarsviði félagsmálaráðuneytisins. Á grunni skýrslu starfshópsins var síðan gerð aðgerðaráætlun til fimm ára 2021-2025 um heilbrigðistengda endurhæfingu. Þess ber að geta að hugtakið „heilbrigðistengd endurhæfing“ virðist vera sér íslenskt heimatilbúið hugtak og á sér enga faglega skírskotun í heimildaleit á alþjóðavísu. WHO er t.d. ekki lengur með starfsendurhæfingu sem sér hugtak eða skilgreiningu innan endurhæfingar. Starfshópurinn vísar til þess að byggja á ítarlegum leiðbeiningum um stefnumótun og áætlanagerð í endurhæfingu sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út. WHO hefur um langt skeið lagt áherslu á að fjárhagslegir og félagslegir þættir ráði mestu um heilsufar þjóða, þjóðfélagshópa og einstaklinga. Sérstök áhersla er lögð á að heilbrigðismál verði að skoða í nánu samhengi við félagslega velferð. Stjórnsýsluleg uppskipting bitnar á fólki Virk starfsendurhæfingarsjóður hefur lyft grettistaki í endurhæfingarmálum á Íslandi og á stóran þátt í að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi starfsendurhæfingar. Starfsendurhæfingarstöðvar í BYR samtökunum veita heildræna þverfaglega endurhæfingu og eru staðsettar í öllum landshlutum. Náin samvinna er við Virk. Markmið starfsendurhæfingarstöðvanna er að auka vinnufærni einstaklinga, bæta lífsgæði þátttakanda og fjölskyldu hans, styðja einstaklinga út á vinnumarkaðinn eða í nám ásamt því að byggja brú á milli þjónustustofnana og tryggja samfellu í endurhæfingu. Heilbrigðismenntað fagfólk vinnur á öllum þessum starfsendurhæfingarstöðvum en starfsemin er þó ekki skilgreind sem heilbrigðisþjónusta. Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sögðu upp samningi um starfsendurhæfingu á Reykjalundi árið 2022. Þar með var 77 ára frumkvöðlastarfi á sviði starfsendurhæfingar lokið en Reykjalundur hefur alla tíð verið leiðandi á sviði endurhæfingar og þar með talið starfsendurhæfingar. Einblínt var á orðið ,,starfs“ og þar með talið að starfsendurhæfingarsvið stofnunarinnar ætti ekki heima innan heilbrigðissviðs eins og önnur endurhæfingarsvið Reykjalundar. Einstaklingur sem sækir til dæmis endurhæfingu á lungna- eða hjartasviði þarf um það bil 4-8 vikur í endurhæfingu til að ná í raun hámarksárangri út frá líffærunum (lungu og hjarta) en lengri tíma þarf oft til að vinna með afleiðingar veikinda, áfalla og slysa á andlega- og félagslega heilsu. Því var markmiðið að einstaklingar í endurhæfingu á Reykjalundi gætu færst á milli sviða innanhúss með skilvirkum hætti og áfram unnið á heildrænan þverfaglegan hátt að auknum bata með tilliti til þátttöku í samfélaginu og endurkomu á vinnumarkað. Ekki má gleyma því að innan starfsendurhæfingar er verið að bæta lífsgæði og virkni sem getur falið í sér þátttöku í sjálfboðaliðastörfum, félagsstarfi eða hlutastarfi því stundum er niðurstaða endurhæfingar að óraunhæft er að einstaklingurinn geti stundað fullt launað starf. Nú stendur frumkvöðlastarf það sem Janus endurhæfing hefur byggt upp frammi fyrir að því rekstur starfseminnar er ekki tryggður. Málið virðist snúast að hluta til um hvað er heilbrigðistengd endurhæfing sem fellur undir heilbrigðisráðuneytið og hvað er starfsendurhæfing sem fellur undir félagsmálaráðuneytið. Að stórum hluta virðist málið líka snúast um samskiptavanda og traust. Úttekt á þjónustu Virk Í heildarúttekt á þjónustu Virk árið 2022 eru settar fram alls 17 ábendingar sem meðal annars fjalla um aðgangshindranir, ósamræmi í markmiðalýsingu laga, ólík viðmið um árangur, markmið um þverfaglegt samstarf hafi ekki gengið eftir, tryggja þurfi betur rétt þeirra sem standa utan vinnumarkaðar, auka áherslu á virkni í stað sjúkdóma, slysa og meðferðar, heildarsýn skorti í skipulagi og fjármögnum. Bent er á að ófullnægjandi skilgreiningar á hugtökum um starfsendurhæfingu hafi leitt til þess að þröngri túlkun á atvinnutengdri starfsendurhæfingu sé beitt, sem geti mismunað hluta þess hóps sem starfsendurhæfingarsjóðum er ætlað að veita þjónustu. Mikil völd yfir framkvæmd og þróun þjóustu hafi verið færð á einn stað í kerfi endurhæfingar í landinu. Meðferðarúrræði þurfi að sníða að þörfum þeirra einstaklinga sem meðferðina sækja. Ennfremur kemur fram að með flutningi á þjónustusamningum starfsendurhæfingarstöðvanna frá félagsmálaráðuneyti til Virk hafi starfsemi og þjónusta þeirra tekið breytingum í þá veru að viðkvæmir hópar eiga ekki nógu greiða leið að starfsendurhæfingu. Efast er um ágæti þess að kaupandi þjónustu hlutist í miklum mæli til um innra starf og framþróun starfseminnar hjá þeim sem selja sjóðnum þjónustu sína. Slíkt getur valdið skaða á því trausti sem þarf að vera til staðar milli kaupanda og seljanda á viðkvæmum þjónustumarkaði. Skoða þurfi hvort réttaröryggi umsækjenda um þjónustu á vegum Virk sé tryggt með sama hætti og umsækjenda um aðra félags- og heilbrigðisþjónustu. Fram kemur að sterk staða Virk á þjónustumarkaði hafi bæði skapað fákeppnisvanda og samkeppnisvanda. Traust og samvinna Af því sem hér hefur verið fjallað er það nokkuð ljóst það er ekki til einföld skipting milli heilbrigðistengdrar endurhæfingar og starfsendurhæfingar. Líkt og fyrirsögn þessarar greinar ber með sér er öll endurhæfing í eðli sínu starfsendurhæfing hvort sem hún er unnin í heilbrigðis- eða félagsþjónustu. Ef traust og vilji til samvinnu er til staðar má leysa ýmis mál því ,,kerfið“ okkar, hvaða nafni sem það heitir er mannanna verk. Höfundur er félagsráðgjafi sem skrifar f.h. fagdeildar félagsráðgjafa í endurhæfingu.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun