Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 07:56 Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í gær. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.
Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira