Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2025 10:49 Jimmy Butler reyndist Golden State Warriors gríðarlega mikilvægur undir lok leiksins gegn Houston Rockets. getty/Alex Slitz Golden State Warriors tók forystuna í einvíginu gegn Houston Rockets í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með tíu stiga sigri, 85-95, í leik liðanna í nótt. Jimmy Butler skoraði 25 stig í fyrsta leik sínum fyrir Golden State í úrslitakeppni. Hann skoraði sex stig á síðustu tveimur mínútum leiksins. Auk þess að skora 25 stig tók Butler sjö fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. „Hann hefur þessi áhrif í hverjum leik. Hann róar hlutina niður. Hann er fullur sjálfstrausts og rólegur. Hann trúir því alltaf að við munum vinna,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, um Butler. Kerr hefur núna stýrt liðinu til sigurs í hundrað leikjum í úrslitakeppninni. Lítið var skorað í leiknum í nótt og Kerr sagði að hann hefði verið eins og leikur frá 1997, þegar hann var sjálfur að spila. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Warriors og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Alperen Sengun var stigahæstur hjá Rockets með 26 stig. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. Oklahoma City Thunder rústaði Memphis Grizzlies með 51 stigs mun, 131-80. Aaron Wiggins skoraði 21 stig fyrir OKC en sex leikmenn liðsins skoruðu tólf stig eða meira í leiknum. Ja Morant og Marvin Bagley III skoruðu sautján stig hvor fyrir Memphis sem var með átján prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Meistarar Boston Celtics lögðu Orlando Magic að velli, 103-86. Derrick White skoraði þrjátíu stig fyrir Boston og Payton Pritchard lagði nítján stig í púkkið af bekknum. Paolo Banchero skoraði 36 stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Miami Heat, 121-100. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Cavs, Ty Jerome 28 og Darius Garland 27. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Heat. NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira
Jimmy Butler skoraði 25 stig í fyrsta leik sínum fyrir Golden State í úrslitakeppni. Hann skoraði sex stig á síðustu tveimur mínútum leiksins. Auk þess að skora 25 stig tók Butler sjö fráköst, gaf sex stoðsendingar og stal boltanum fimm sinnum. „Hann hefur þessi áhrif í hverjum leik. Hann róar hlutina niður. Hann er fullur sjálfstrausts og rólegur. Hann trúir því alltaf að við munum vinna,“ sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State, um Butler. Kerr hefur núna stýrt liðinu til sigurs í hundrað leikjum í úrslitakeppninni. Lítið var skorað í leiknum í nótt og Kerr sagði að hann hefði verið eins og leikur frá 1997, þegar hann var sjálfur að spila. Stephen Curry skoraði 31 stig fyrir Warriors og hitti úr tólf af nítján skotum sínum utan af velli. Alperen Sengun var stigahæstur hjá Rockets með 26 stig. Enginn annar leikmaður liðsins skoraði meira en ellefu stig. Oklahoma City Thunder rústaði Memphis Grizzlies með 51 stigs mun, 131-80. Aaron Wiggins skoraði 21 stig fyrir OKC en sex leikmenn liðsins skoruðu tólf stig eða meira í leiknum. Ja Morant og Marvin Bagley III skoruðu sautján stig hvor fyrir Memphis sem var með átján prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Meistarar Boston Celtics lögðu Orlando Magic að velli, 103-86. Derrick White skoraði þrjátíu stig fyrir Boston og Payton Pritchard lagði nítján stig í púkkið af bekknum. Paolo Banchero skoraði 36 stig fyrir Orlando og tók ellefu fráköst. Þá sigraði Cleveland Cavaliers Miami Heat, 121-100. Donovan Mitchell skoraði þrjátíu stig fyrir Cavs, Ty Jerome 28 og Darius Garland 27. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Heat.
NBA Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Fleiri fréttir Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sjá meira