Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2025 12:00 Hansel-Emmanuel á ferðinni með boltann í körfuboltaleik. Getty/John Jones Dóminíska körfuboltamanninum Hansel Emmanuel dreymir um að spila í NBA deildinni í körfubolta. Þangað er mjög erfitt að komast fyrir hvern sem er en hvað þá þegar þú ert bókstaflega með einni hendi færri en keppinautarnir. Hinn 21 árs gamli Emmanuel hefur vakið athygli síðustu ár fyrir að spila einhentur með háskólaliðum Northwestern State og Austin Peay. Hansel Enmanuel es todo un ejemplo de superación y una gran inspiración para todos 🇩🇴🔝(via @ThePortalReport)pic.twitter.com/Nue3DwoWuD— NBA - Jordi de Mas (@demas6Basket) April 18, 2025 Hann er 198 sentimetrar á hæð og er mikill íþróttamaður sem hefur boðið upp á mörg flott tilþrif eins og troðslur, þristar og flottar sendingar. Hann lætur fötlun sína ekki stoppa sig, Emmanuel missti vinstri hendi sína þegar hann var aðeins sex ára gamall. Hún lenti undir vegg sem hrundi og hann sat festur í tvo klukkutíma. Það þurfti að taka hendina af rétt fyrir neðan öxlina. Emmanuel lá á spítalanum í sex mánuði en hann gafst ekki upp þrátt fyrir þetta mikla mótlæti. Hann hefur spilað körfubolta upp allan sinn menntaskóla- og háskólaferil og nú ætlar hann sér að reyna að komast í NBA. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þá hefur hann skráð sig í nýliðavalið í ár. Það er erfitt að sjá drauminn hans rætast en hver veit. Þú kemst ekki að því nema ef þú lætur reyna á það. Emmanuel hefur þegar sýnt það og sannað. NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Emmanuel hefur vakið athygli síðustu ár fyrir að spila einhentur með háskólaliðum Northwestern State og Austin Peay. Hansel Enmanuel es todo un ejemplo de superación y una gran inspiración para todos 🇩🇴🔝(via @ThePortalReport)pic.twitter.com/Nue3DwoWuD— NBA - Jordi de Mas (@demas6Basket) April 18, 2025 Hann er 198 sentimetrar á hæð og er mikill íþróttamaður sem hefur boðið upp á mörg flott tilþrif eins og troðslur, þristar og flottar sendingar. Hann lætur fötlun sína ekki stoppa sig, Emmanuel missti vinstri hendi sína þegar hann var aðeins sex ára gamall. Hún lenti undir vegg sem hrundi og hann sat festur í tvo klukkutíma. Það þurfti að taka hendina af rétt fyrir neðan öxlina. Emmanuel lá á spítalanum í sex mánuði en hann gafst ekki upp þrátt fyrir þetta mikla mótlæti. Hann hefur spilað körfubolta upp allan sinn menntaskóla- og háskólaferil og nú ætlar hann sér að reyna að komast í NBA. Samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum þá hefur hann skráð sig í nýliðavalið í ár. Það er erfitt að sjá drauminn hans rætast en hver veit. Þú kemst ekki að því nema ef þú lætur reyna á það. Emmanuel hefur þegar sýnt það og sannað.
NBA Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum