Körfubolti

Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðar­lim sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anthony Edwards er hrifinn af sjálfum sér.
Anthony Edwards er hrifinn af sjálfum sér. Keith Birmingham/Getty Images

Anthony Edwards er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið og aðra hluti þar fyrir neðan. Dálæti hans á eigin líkama mun nú kosta hann rúmlega sex milljónir íslenskra króna eða 50 þúsund Bandaríkjadali.

Edwards átti virkilega góðan leik þegar Minnesota Timberwolves gerði sér lítið fyrir og pakkaði Los Angeles Lakers saman, í Los Angeles, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann skoraði 22 stig, gaf 9 stoðsendingar og tók 8 fráköst. Hann gerði einnig svolítið annað sem mun kosta hann skildinginn.

Hin nýja vefrétt NBA-deildarinnar, Shams Charania, greinir nú frá að NBA-deildin muni sekta hinn 23 ára gamla Edwards um áðurnefnda upphæð fyrir að segja „getnaðarlimur minn er stærri en ykkar“ við áhorfendur á leik Lakers og Minnesota.

Leikur tvö í einvígi liðanna fer fram í nótt, aðfaranótt miðvikudags, og þurfa LeBron James, Luka Doncić og félagar í Lakers nauðsynlega á sigri að halda ef ekki á illa að fara. Hvort Edwards láti verkin tala á vellinum eða endurtaki leikinn frá því í fyrsta leik verður að koma í ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×