„Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 23. apríl 2025 21:08 Emilie Hessedal lét verkin tala í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Emilie Sofie Hesseldal, leikmaður Njarðvíkur, átti fantagóðan og skilvirkan leik í kvöld en hún endaði framlagshæst í liði Njarðvíkur þegar liðið lagði Keflavík 73-76 í rafmögnuðum spennuleik í Blue-höllinni í Keflavík. Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Það var hart tekist á í leiknum en Keflvíkingar brutu alls 21 sinnum á Njarðvíkingum og þar af fjórum sinnum á Emilei. „Við vissum það fyrirfram að þetta yrði mjög erfiður leikur. Ég held að ég hafi ekki unnið leik í þessu húsi áður þessi síðustu tvö tímabil með Njarðvík. Við vissum að þetta yrði mjög líkamlegur leikur. Við vissum að við þyrftum að halda ró okkar og standa saman sem við gerðum í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik fannst mér við stíga upp saman sem lið.“ Leikurinn í kvöld var á mörkum þess að vera grófur og oftar en ekki var eins og augljósum villum væri sleppt. Emilie viðurkenndi að það hefði pirrað leikmenn Njarðvíkinga til að byrja með en þær hefðu ekki látið það slá sig út af laginu. „Við vorum pirraðar í fyrri hálfleik og okkur fannst eins og við værum ekki að fá villur frá dómurunum þegar það var brotið á okkur og við máttum heldur ekki taka jafnt hart á þeim og þær tóku á okkur. En þannig er leikurinn bara stundum. En við þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta.“ Undir lok leiksins tók Emilie gríðarlega mikilvægt sóknarfrást og kom Njarðvík fjórum stigum yfir. Hún viðurkenndi þó að hún hefði varla vitað hver staðan var á þeim tímapunkti. „Ég vissi samt eiginlega ekki hver staðan var eða hversu mikið var eftir! Ég hugsaði bara um að halda einbeitingu og halda áfram.“ Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna leikinn en Njarðvíkingum tókst að loka á skyttur liðsins í lokasókninni. „Ég fékk endurlit (deja vu) frá lokaúrslitunum í fyrra því þetta var nákvæmlega sem gerðist þar! Við vitum í hverju þær eru í góðar og gefum þeim kredit fyrir það en líka okkur fyrir að ná að loka á skotin þegar á reyndi.“ Nú geta Njarðvíkingar klárað einvígið á heimavelli á sunnudaginn og Emilie sagði að það gæfi þeim auka hvatningu en þær væru þó enn með báða fætur á jörðinni. „Engin spurning. Við fögnum í kvöld en mætum svo á æfingu á morgun og nálgumst þetta eins og staðan sé 0-0. Við getum ekki leyft okkur að fagna um of strax. Þær eru virkilega gott lið og við verðum að vera á tánum.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira