Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. apríl 2025 13:22 Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur og fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi vegamálin í Reykjavík síðdegis á dögunum. Vísir/Egill/Vilhelm Umferðaröryggissérfræðingur leggur til að framkvæmdir verði gerðar á bæði Reykjanesbraut og Hellisheiði til þess að hægt verði að hækka hámarkshraða á vegunum í 120 kílómetra á klukkustund. Þá verði hægt að lækka hámarkshraða á öðrum vegum niður í 70 kílómetra á klukkustund. Slík ráðstöfun kæmi í veg fyrir umferðarslys. Tilefnið er skoðunargrein sem Jón nokkur birti á vef Vísis í vikunni, þar sem hann leggur til að með tvöföldun Reykjanesbrautar verði hámarkshraði hækkaður í 120 km/klst á veginum. Hann setur tillöguna reyndar í samhengi við áfengissölu á netinu. Þyrfti lítið til Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur ræddi tillöguna engu að síður í Reykjavík síðdegis á dögunum. Hann segir að hægt yrði að hækka hraðann yrði brautin kláruð með tilskildum hætti. Ekki þurfi mikið til. „Brautin var hönnuð fyrir 110 eða 120 kílómetra hámarkshraða. En hún hefur ekki verið kláruð. Þetta er tveir plús tveir vegur með mislægum gatnamótum. Það hefði átt að vera betri miðjuskipting og það hefði átt að ganga betur frá köntunum,“ segir Ólafur. Þá séu að hluta til ljósastaurar við brautina sem standist ekki kröfur. Svarið við hvort hægt yrði að hækka hámarkshraðann sé því bæði já og nei. Áður en farið yrði í slíka vinnu þyfti að klára veginn. „Það væri voðalega lítið sem þyrfti að gera til þess að laga umhverfið og veginn þannig að hann myndi þola þann hraða.“ Ólafur segir slíkar breytingar að auki koma til greina á Hellisheiðinni. Hún, að Kömbunum undanskildum, uppfylli að megni til skilyrðin fyrir hækkun hámarkshraða þó að til dæmis vanti upp á að ljósastaurar séu beggja vegna vegarins. Aðspurður hvort líklegt væri að til greina kæmi að skoða hækkun hámarkshraða á fleiri vegum segir hann svo ekki vera sem stendur. „Bílar í dag þola sjötíu [kílómetra hraða]. Það er það sem Euro NCAP og gæðapróf bíla snúast um. Við vitum að ef þú ert í belti og lendir í einhverju slæmu, á í kringum sjötíu, þá á bíllinn að taka það. Allt umfram það kallar eftir því að vegurinn taki mið af því,“ segir Ólafur. Þannig þyrfti að hanna og leggja vegina svo hægt sé að hækka hámarkshraða. „Það vantar bara að við klárum þessa vegi. Það er nákvæmlega það sem aðrar þjóðir hafa gert. Og þá getum við hækkað hraðann sums staðar og lækkað hann annars staðar, og þar með fækkað slysum.“ Megnið af þjóðveginum Telur þú að einhvers staðar ætti að lækka hámarkshraða? „Já, það er það sem aðrar þjóðir hafa gert. Öll Evrópa er meira og minna búin að gera þetta, meira að segja Frakkar. Það er búið að lækka hraðann á megninu af þeim vegum sem við köllum þjóðvegi hér á Íslandi, niður í sjötíu. Af því að við vitum, verkfræðilega, að bílarnir þola bara sjötíu.“ Hvar væri það helst? „Það er nú bara megnið af þjóðveginum, hringveginum og öllum vegum á Íslandi.“ Ólafur segir að þegar umferðarmagn nái ákveðnu marki, sem stór hluti af íslenska vegakerfinu sé þegar búið að ná, séu meiri líkur en minni á áð ökumaður lendi í framanákeyrslu. Allt of margir láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum árlega. Af hverju getum við ekki gert þetta eins og á að gera samkvæmt stöðlum? „Það er ósköp einfalt svar við því. Alþingi Íslendinga og íslenska samfélagið. Við bara sættum okkur við þetta. Við eigum að setja í vegalög einhver viðmið, og þau vantar. Vegalög á Íslandi eru frá 2007 og það er ekki orð í þeim um hvernig vegir eigi að vera.“ Umferðaröryggi Umferð Vegagerð Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Tilefnið er skoðunargrein sem Jón nokkur birti á vef Vísis í vikunni, þar sem hann leggur til að með tvöföldun Reykjanesbrautar verði hámarkshraði hækkaður í 120 km/klst á veginum. Hann setur tillöguna reyndar í samhengi við áfengissölu á netinu. Þyrfti lítið til Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur ræddi tillöguna engu að síður í Reykjavík síðdegis á dögunum. Hann segir að hægt yrði að hækka hraðann yrði brautin kláruð með tilskildum hætti. Ekki þurfi mikið til. „Brautin var hönnuð fyrir 110 eða 120 kílómetra hámarkshraða. En hún hefur ekki verið kláruð. Þetta er tveir plús tveir vegur með mislægum gatnamótum. Það hefði átt að vera betri miðjuskipting og það hefði átt að ganga betur frá köntunum,“ segir Ólafur. Þá séu að hluta til ljósastaurar við brautina sem standist ekki kröfur. Svarið við hvort hægt yrði að hækka hámarkshraðann sé því bæði já og nei. Áður en farið yrði í slíka vinnu þyfti að klára veginn. „Það væri voðalega lítið sem þyrfti að gera til þess að laga umhverfið og veginn þannig að hann myndi þola þann hraða.“ Ólafur segir slíkar breytingar að auki koma til greina á Hellisheiðinni. Hún, að Kömbunum undanskildum, uppfylli að megni til skilyrðin fyrir hækkun hámarkshraða þó að til dæmis vanti upp á að ljósastaurar séu beggja vegna vegarins. Aðspurður hvort líklegt væri að til greina kæmi að skoða hækkun hámarkshraða á fleiri vegum segir hann svo ekki vera sem stendur. „Bílar í dag þola sjötíu [kílómetra hraða]. Það er það sem Euro NCAP og gæðapróf bíla snúast um. Við vitum að ef þú ert í belti og lendir í einhverju slæmu, á í kringum sjötíu, þá á bíllinn að taka það. Allt umfram það kallar eftir því að vegurinn taki mið af því,“ segir Ólafur. Þannig þyrfti að hanna og leggja vegina svo hægt sé að hækka hámarkshraða. „Það vantar bara að við klárum þessa vegi. Það er nákvæmlega það sem aðrar þjóðir hafa gert. Og þá getum við hækkað hraðann sums staðar og lækkað hann annars staðar, og þar með fækkað slysum.“ Megnið af þjóðveginum Telur þú að einhvers staðar ætti að lækka hámarkshraða? „Já, það er það sem aðrar þjóðir hafa gert. Öll Evrópa er meira og minna búin að gera þetta, meira að segja Frakkar. Það er búið að lækka hraðann á megninu af þeim vegum sem við köllum þjóðvegi hér á Íslandi, niður í sjötíu. Af því að við vitum, verkfræðilega, að bílarnir þola bara sjötíu.“ Hvar væri það helst? „Það er nú bara megnið af þjóðveginum, hringveginum og öllum vegum á Íslandi.“ Ólafur segir að þegar umferðarmagn nái ákveðnu marki, sem stór hluti af íslenska vegakerfinu sé þegar búið að ná, séu meiri líkur en minni á áð ökumaður lendi í framanákeyrslu. Allt of margir láti lífið eða slasist alvarlega í umferðarslysum árlega. Af hverju getum við ekki gert þetta eins og á að gera samkvæmt stöðlum? „Það er ósköp einfalt svar við því. Alþingi Íslendinga og íslenska samfélagið. Við bara sættum okkur við þetta. Við eigum að setja í vegalög einhver viðmið, og þau vantar. Vegalög á Íslandi eru frá 2007 og það er ekki orð í þeim um hvernig vegir eigi að vera.“
Umferðaröryggi Umferð Vegagerð Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira