Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar 27. apríl 2025 09:31 Á útfarardegi Frans páfa drúpti heimsbyggðin höfði í þökk. Einstaka sinnum koma persónur fram í mannkynssögunni sem miðla góðu fréttunum um ást og frelsi, jöfnuð og sanngirni ríkulega yfir heiminn. Enn man fólk arfleifð Móður Theresu og það hvernig Martin Lúther King setti hrokanum skorður. Nær í tíma koma t.d. Michail Gorbatjov, Lech Walesa, Desmond Tutu og Nelson Mandela. Ólíkar persónur sem áttu það sameiginlegt að miðla staðfastri von til heimsbyggðarinnar og dreifa valdi til hins almenna manns í óþökk þess valds sem á öllum öldum safnar sjálfu sér handa sjálfu sér. Vandfundinn er sá áhrifamaður í veröldinni sem dreift hefur valdi til mannkyns og náttúru með jafn máttugum hætti og Frans páfi. Í inngangi umburðarbréfs sem hann gaf út árið 2015 rifjar hann upp að heilagur Frans frá Assisi, sem hann tók sér nafn af á páfastóli, ræddi um jörðina sem systur allra manna. „Þessi systir hrópar núna grátandi á okkur vegna skaðans sem við höfum kallað yfir hana með óábyrgri notkun og misnotkun þeirra gæða sem Guð hefur veitt henni. [...] Við höfum gleymt því að við erum sjálf ryk jarðar (sjá 1Mós 2.7); okkar eigin líkamar eru myndaðir af frumefnum hennar, við öndum að okkur lofti hennar og þiggjum líf og endurnæringu af vötnum hennar.“[1] Í umburðarbréfi Frans, sem út kom sama ár og heimsmarkmið SÞ voru kynnt, hljóma raddir ólíkustu heimildarmanna. Þar má heyra forvera hans á páfastóli, vísindasamfélagið í veröldinni, kristnar kirkjudeildir og trúarhópa, auk annarra trúarbragða heimsins, áður en hann tekur sér það fyrir hendur að ávarpa heimsfjölskylduna alla í leit að „sjálfbærri og heildrænni þróun, því við vitum að hlutir geta breyst“.[2] Öll nálgun hans er veitul og opin svo lesandinn skynjar einbeittan vilja til að halda öllum við borðið þegar hann ræðir stærstu sársaukamál og áhyggjuefni heimsins, fátæktina og vistkerfisvandann, og spáir sumpart fyrir um þá upplausn og grimmd sem nú, tíu árum síðar, er orðin að veruleika. Hinn stóri misskilningur Í huga Frans stafar fátækt og vistkerfisvandi veraldar af djúpstæðri vangá þar sem ríkjandi menning misskilur samhengi sitt og stöðu svo freklega að ekkert nema „umfangsmikil menningarbylting“ mun geta bjargað málum. Í því sambandi notar hann hugtakaparið vistfræðileg sinnaskipti (e. ecological conversion) sem heimsbyggðin verði að taka.[3] Ein rammasta mótsögn tíðarandans er sú, að mati páfa, að tæknihyggjan, sem öllu ræður og sér ekkert gildi í öðrum verum en manninum, virðist starfa í samvinnu við aðrar öfgar sem sjá ekkert sérstakt við manninn![4] Skýring hans er á þá lund að þegar maðurinn setji sig í miðjuna og ljái sér sjálfdæmi, trúandi á tækni og yfirráð, megi búast við afstæðishyggju hvað úr hverju sem einvörðungu hugi að eigin þægindum og yfirborðslegum hagsmunum. Því ættum við ekki að vera hissa þótt við sæjum, í tengslum við hinn alltumlykjandi túlkunarramma tæknivaldsins og átrúnaðinn á hið ótakmarkaða mannlega vald, upp rísa stæka afstæðishyggju sem sæi ekkert skipta máli nema það þjónaði sjálflægum skammtímahagsmunum. Páfi fullyrðir að þannig fóðri ólíkar öfgar hvor aðra og leiði til umhverfis- og samfélagshnignunar.[5] Hugsanlega getur innsæi Frans páfa nú stutt okkur þegar við þurfum að leggja mat á fyrirhugað hernaðarkapphlaup á kostnað almennings í þágu tæknirisanna. Hið ríkjandi tæknivald sem fer sínu fram án tillits til sjálfgildis efnisheimsins og mannlegs eðlis, með því að gera manninn að ríkjandi þætti á kostnað alls annars um leið og tilvera hans er virt að vettugi, hefur náð að „valda“ hagkerfið og pólitíkina svo að fjárhagurinn yfirskyggir hinn raunveruleg hag, fullyrðir páfi.[6] En markaðurinn einn og sjálfur mun ekki tryggja samþætta þróun og félagslega þátttöku allra. Niðurstaðan verður sú að stóra myndin og samhengi veruleikans slitnar í sundur í sérhæfðum einstrengingslegum áherslum tækni- og auðhyggju og allt sem er viðkvæmt, náttúran og hin fátæku, fer halloka, segir páfi.[7] Við slíkar aðstæður reynist mörgum nær ógerlegt að kyngja þeim náttúrulegu takmörkunum sem veruleikinn felur í sér jafnframt því sem vitundin um almannahag verði fjarlægari, en þá sé stutt í að við taki það sem hann nefnir hópsjálfselsku (e. collective selfishness) sem geti á endanum leitt til upplausnar og eyðingar.[8] Þetta hafa því miður reynst spámannleg orð sem nú rætast fyrir framan augun á almenningi m.a. í blygðunarlausu þjóðarmorði með pólitísku samþykki og jafnvel stuðningi hinna ríku þjóða. Þannig stillir páfi upp tækni- hagræna túlkunarrammanum sem rammasta andstæðingi mannlegrar farsældar og vistkerfis. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar Árið 2020 lauk ég doktorsrannsókn þar sem ég bar saman áherslur heimsmarkmiða SÞ 2015 og umburðarbréf páfa frá sama ári og sýndi fram á ríkan samhljóm með þessum tveimur ólíku heimildum.[9] Gjarnan lýsi ég því svo að í rannsókn minni hafi ég beðið heimsmarkmið SÞ og umburðarbréf páfa að svara þremur spurningum: Hvar erum við? Hver erum við? Og hvað er hagvöxtur? Fyrir hálfri öld hefðu SÞ og þorri allra kristinna guðfræðinga svarað þessum spurningum á þá leið að við værum í fyrsta lagi stödd í efnisheimi sem væri hráefni handa okkur. Í öðru lagi væri mannkyn helsta dýrmæti heimsins og því hlyti góður hagvöxtur að birtast í styrk, þekkingu og færni við nýtingu auðlinda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og viðhorf þróast. Fremur en að líta á jörðina og efnisheiminn sem hráefni handa mannkyni horfa SÞ, Frans páfi og megin þorri guðfræðinga og heimspekinga, að náttúruvísindafólki ógleymdu, á jörðina sem lífveru. Í stað þess að sjá mannkyn aðgreint frá náttúrunni sem eiganda hennar er nú fremur litið á manninn sem þátttakanda í vistkerfum heimsins. Þá er viðurkennd sú vísindalega vitneskja að staða mannsins í náttúrunni sé víkjandi, þar eð mannkyn byggi líf sitt og afkomu á vistkerfinu sem aftur þurfi ekkert á manninum að halda. Sé nú svo í pottinn búið. Ef mannkyn er í raun og sann þátttakandi í vistkerfi en ekki eigandi þess og drottnari. Sé auk þess eitthvað að marka vísindarannsóknir sem kalla á tafarlaus vistfræðileg háttaskipti í ljósi aðsteðjandi loftslagsvanda af mannavöldum. – Hvað er þá hagvöxtur? Að öllu þrasi og upplýsingarugli slepptu þá vitum við í dag að hagvöxtur og sjálfbær þróun er tvö hugtök yfir sama ástand. Það er ekki hagvöxtur þótt einhverjir græði á hergagnaframleiðslu. Það er ekki hagvöxtur þegar framin eru þjóðarmorð til að skapa rými fyrir nýjar baðstrendur. Hagvöxtur er það þegar lífið hefur góð vaxtarskilyrði. Friður og réttlæti er hagvöxtur. Heilsa og öryggi er hagvöxtur. Sjálfbærni er hagvöxtur. Þeir sátu eitthvað svo umkomulausir á stökum stólum á gólfi Péturskirkjunnar Trump og Selenskí. Komnir til að kveðja Frans páfa tóku þeir þó fimmtán mínútur frá til þess að reyna að meðtaka hann. Fram undan í veröldinni er enn aukinn flóttamannastraumur af völdum loftslagsbreytinga. Hvað sem líða mun hernaðarbrölti, fátækt, kynþáttahyggju og öðru manngerðu böli. Við skulum ekki kveðja Frans páfa. Meðtökum fremur þá miklu gjöf sem okkur var veitt með þjónustu hans. Setjumst niður, horfumst í augu og heyrum orð hins vitra manns: „Ósvikin mennska sem kallar eftir nýrri niðurstöðu virðist dvelja, óséð af flestum, í miðju hins tæknivædda samfélags líkt og gufuslæðingur renni mjúklega undir lokaðar dyr. Mun loforðið, þrátt fyrir allt halda, og allt sem er ósvikið og ekta rísa upp í þrálátri andstöðu?[10] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] „Encyclical Letter Laudato Si’ of the Holy Father Francis“, 2. málsgr. (Eigin þýðing birt í doktorsrannsókn minni frá 2020.) [2] Sama, 13. málsgr. [3] Sama, kafli 3.5, 14 og 216. [4] Sama, 118. málsgr. [5] Sama, 122. málsgr. [6] Sama, 108–109. málsgr. [7] Sama, 110–112. málsgr. [8] Sama, 204. málsgr. [9] Bjarni Karlsson, Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskiln- ings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans. [Doktorsrit- gerð.] Reykjavík: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, 2020. [10] Sama, 112. Málsgr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Andlát Frans páfa Bjarni Karlsson Páfakjör 2025 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Á útfarardegi Frans páfa drúpti heimsbyggðin höfði í þökk. Einstaka sinnum koma persónur fram í mannkynssögunni sem miðla góðu fréttunum um ást og frelsi, jöfnuð og sanngirni ríkulega yfir heiminn. Enn man fólk arfleifð Móður Theresu og það hvernig Martin Lúther King setti hrokanum skorður. Nær í tíma koma t.d. Michail Gorbatjov, Lech Walesa, Desmond Tutu og Nelson Mandela. Ólíkar persónur sem áttu það sameiginlegt að miðla staðfastri von til heimsbyggðarinnar og dreifa valdi til hins almenna manns í óþökk þess valds sem á öllum öldum safnar sjálfu sér handa sjálfu sér. Vandfundinn er sá áhrifamaður í veröldinni sem dreift hefur valdi til mannkyns og náttúru með jafn máttugum hætti og Frans páfi. Í inngangi umburðarbréfs sem hann gaf út árið 2015 rifjar hann upp að heilagur Frans frá Assisi, sem hann tók sér nafn af á páfastóli, ræddi um jörðina sem systur allra manna. „Þessi systir hrópar núna grátandi á okkur vegna skaðans sem við höfum kallað yfir hana með óábyrgri notkun og misnotkun þeirra gæða sem Guð hefur veitt henni. [...] Við höfum gleymt því að við erum sjálf ryk jarðar (sjá 1Mós 2.7); okkar eigin líkamar eru myndaðir af frumefnum hennar, við öndum að okkur lofti hennar og þiggjum líf og endurnæringu af vötnum hennar.“[1] Í umburðarbréfi Frans, sem út kom sama ár og heimsmarkmið SÞ voru kynnt, hljóma raddir ólíkustu heimildarmanna. Þar má heyra forvera hans á páfastóli, vísindasamfélagið í veröldinni, kristnar kirkjudeildir og trúarhópa, auk annarra trúarbragða heimsins, áður en hann tekur sér það fyrir hendur að ávarpa heimsfjölskylduna alla í leit að „sjálfbærri og heildrænni þróun, því við vitum að hlutir geta breyst“.[2] Öll nálgun hans er veitul og opin svo lesandinn skynjar einbeittan vilja til að halda öllum við borðið þegar hann ræðir stærstu sársaukamál og áhyggjuefni heimsins, fátæktina og vistkerfisvandann, og spáir sumpart fyrir um þá upplausn og grimmd sem nú, tíu árum síðar, er orðin að veruleika. Hinn stóri misskilningur Í huga Frans stafar fátækt og vistkerfisvandi veraldar af djúpstæðri vangá þar sem ríkjandi menning misskilur samhengi sitt og stöðu svo freklega að ekkert nema „umfangsmikil menningarbylting“ mun geta bjargað málum. Í því sambandi notar hann hugtakaparið vistfræðileg sinnaskipti (e. ecological conversion) sem heimsbyggðin verði að taka.[3] Ein rammasta mótsögn tíðarandans er sú, að mati páfa, að tæknihyggjan, sem öllu ræður og sér ekkert gildi í öðrum verum en manninum, virðist starfa í samvinnu við aðrar öfgar sem sjá ekkert sérstakt við manninn![4] Skýring hans er á þá lund að þegar maðurinn setji sig í miðjuna og ljái sér sjálfdæmi, trúandi á tækni og yfirráð, megi búast við afstæðishyggju hvað úr hverju sem einvörðungu hugi að eigin þægindum og yfirborðslegum hagsmunum. Því ættum við ekki að vera hissa þótt við sæjum, í tengslum við hinn alltumlykjandi túlkunarramma tæknivaldsins og átrúnaðinn á hið ótakmarkaða mannlega vald, upp rísa stæka afstæðishyggju sem sæi ekkert skipta máli nema það þjónaði sjálflægum skammtímahagsmunum. Páfi fullyrðir að þannig fóðri ólíkar öfgar hvor aðra og leiði til umhverfis- og samfélagshnignunar.[5] Hugsanlega getur innsæi Frans páfa nú stutt okkur þegar við þurfum að leggja mat á fyrirhugað hernaðarkapphlaup á kostnað almennings í þágu tæknirisanna. Hið ríkjandi tæknivald sem fer sínu fram án tillits til sjálfgildis efnisheimsins og mannlegs eðlis, með því að gera manninn að ríkjandi þætti á kostnað alls annars um leið og tilvera hans er virt að vettugi, hefur náð að „valda“ hagkerfið og pólitíkina svo að fjárhagurinn yfirskyggir hinn raunveruleg hag, fullyrðir páfi.[6] En markaðurinn einn og sjálfur mun ekki tryggja samþætta þróun og félagslega þátttöku allra. Niðurstaðan verður sú að stóra myndin og samhengi veruleikans slitnar í sundur í sérhæfðum einstrengingslegum áherslum tækni- og auðhyggju og allt sem er viðkvæmt, náttúran og hin fátæku, fer halloka, segir páfi.[7] Við slíkar aðstæður reynist mörgum nær ógerlegt að kyngja þeim náttúrulegu takmörkunum sem veruleikinn felur í sér jafnframt því sem vitundin um almannahag verði fjarlægari, en þá sé stutt í að við taki það sem hann nefnir hópsjálfselsku (e. collective selfishness) sem geti á endanum leitt til upplausnar og eyðingar.[8] Þetta hafa því miður reynst spámannleg orð sem nú rætast fyrir framan augun á almenningi m.a. í blygðunarlausu þjóðarmorði með pólitísku samþykki og jafnvel stuðningi hinna ríku þjóða. Þannig stillir páfi upp tækni- hagræna túlkunarrammanum sem rammasta andstæðingi mannlegrar farsældar og vistkerfis. Frans páfi og Sameinuðu þjóðirnar Árið 2020 lauk ég doktorsrannsókn þar sem ég bar saman áherslur heimsmarkmiða SÞ 2015 og umburðarbréf páfa frá sama ári og sýndi fram á ríkan samhljóm með þessum tveimur ólíku heimildum.[9] Gjarnan lýsi ég því svo að í rannsókn minni hafi ég beðið heimsmarkmið SÞ og umburðarbréf páfa að svara þremur spurningum: Hvar erum við? Hver erum við? Og hvað er hagvöxtur? Fyrir hálfri öld hefðu SÞ og þorri allra kristinna guðfræðinga svarað þessum spurningum á þá leið að við værum í fyrsta lagi stödd í efnisheimi sem væri hráefni handa okkur. Í öðru lagi væri mannkyn helsta dýrmæti heimsins og því hlyti góður hagvöxtur að birtast í styrk, þekkingu og færni við nýtingu auðlinda. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og viðhorf þróast. Fremur en að líta á jörðina og efnisheiminn sem hráefni handa mannkyni horfa SÞ, Frans páfi og megin þorri guðfræðinga og heimspekinga, að náttúruvísindafólki ógleymdu, á jörðina sem lífveru. Í stað þess að sjá mannkyn aðgreint frá náttúrunni sem eiganda hennar er nú fremur litið á manninn sem þátttakanda í vistkerfum heimsins. Þá er viðurkennd sú vísindalega vitneskja að staða mannsins í náttúrunni sé víkjandi, þar eð mannkyn byggi líf sitt og afkomu á vistkerfinu sem aftur þurfi ekkert á manninum að halda. Sé nú svo í pottinn búið. Ef mannkyn er í raun og sann þátttakandi í vistkerfi en ekki eigandi þess og drottnari. Sé auk þess eitthvað að marka vísindarannsóknir sem kalla á tafarlaus vistfræðileg háttaskipti í ljósi aðsteðjandi loftslagsvanda af mannavöldum. – Hvað er þá hagvöxtur? Að öllu þrasi og upplýsingarugli slepptu þá vitum við í dag að hagvöxtur og sjálfbær þróun er tvö hugtök yfir sama ástand. Það er ekki hagvöxtur þótt einhverjir græði á hergagnaframleiðslu. Það er ekki hagvöxtur þegar framin eru þjóðarmorð til að skapa rými fyrir nýjar baðstrendur. Hagvöxtur er það þegar lífið hefur góð vaxtarskilyrði. Friður og réttlæti er hagvöxtur. Heilsa og öryggi er hagvöxtur. Sjálfbærni er hagvöxtur. Þeir sátu eitthvað svo umkomulausir á stökum stólum á gólfi Péturskirkjunnar Trump og Selenskí. Komnir til að kveðja Frans páfa tóku þeir þó fimmtán mínútur frá til þess að reyna að meðtaka hann. Fram undan í veröldinni er enn aukinn flóttamannastraumur af völdum loftslagsbreytinga. Hvað sem líða mun hernaðarbrölti, fátækt, kynþáttahyggju og öðru manngerðu böli. Við skulum ekki kveðja Frans páfa. Meðtökum fremur þá miklu gjöf sem okkur var veitt með þjónustu hans. Setjumst niður, horfumst í augu og heyrum orð hins vitra manns: „Ósvikin mennska sem kallar eftir nýrri niðurstöðu virðist dvelja, óséð af flestum, í miðju hins tæknivædda samfélags líkt og gufuslæðingur renni mjúklega undir lokaðar dyr. Mun loforðið, þrátt fyrir allt halda, og allt sem er ósvikið og ekta rísa upp í þrálátri andstöðu?[10] Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] „Encyclical Letter Laudato Si’ of the Holy Father Francis“, 2. málsgr. (Eigin þýðing birt í doktorsrannsókn minni frá 2020.) [2] Sama, 13. málsgr. [3] Sama, kafli 3.5, 14 og 216. [4] Sama, 118. málsgr. [5] Sama, 122. málsgr. [6] Sama, 108–109. málsgr. [7] Sama, 110–112. málsgr. [8] Sama, 204. málsgr. [9] Bjarni Karlsson, Vistkerfisvandi og fátækt: Einkenni lífvænlegrar heimsmyndar, mannskiln- ings og fátæktarhugtaks í fjölmenningarsamfélagi eftirnútímans. [Doktorsrit- gerð.] Reykjavík: Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, 2020. [10] Sama, 112. Málsgr.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun